Skessuhorn


Skessuhorn - 26.09.2018, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 26.09.2018, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 26. SEpTEMBER 201820 Garg.is er ný síða úr smiðju Hlyns Benediktssonar þar sem birt er alls- kyns tónlistarumfjöllun. Hlynur býr á Akranesi ásamt fjölskyldu sinni. Síðan var opnuð 1. maí 2017 og hef- ur síðan tekið miklum breytingum og verið í stöðugri þróun. „Þetta átti bara að vera einfalt blogg til að byrja með, ég ætlaði bara að skrifa um músík sem ég fílaði og benda vinum mínum á það,“ segir Hlynur um til- urð síðunnar. Vefsíðan hefur þó und- ið upp á sig svo um munar, því núna er hægt að nálgast þar fréttir um tón- list og ekki bara rokktónlist eins og var í byrjun, heldur alls konar mús- ík og annað skemmtilegt úr tónlist- arheiminum. Hlynur segir að það hafi verið greinileg eftirspurn eftir síðu sem þessari. „Það var greinilega eitthvað gat þarna sem þurfti að fylla og ég bara stökk á það,“ segir hann brosandi. Hann er með aðstöðu fyr- ir skrif og tónlist í bílskúrnum við húsið sitt. Hlynur er með ógrynni af góðum hugmyndum fyrir framtíðina og örugga framtíðarsýn fyrir vefsíð- una. Hann er ótrúlega ástríðufull- ur fyrir verkefninu og tónlistinni og nær auðveldlega að hrífa aðra með sér. Hlynur hefur fast innslag í föstu- dagsþáttunum Füzz á Rás2, Garg- fréttir. Einnig er hann með podcast inni á Garg.is. Verkefni sem óx hratt „Þegar ég byrjaði með síðuna var ég í tveimur vinnum,“ segir Hlynur. Hann er tónlistarmaður um helgar og spilar raunar allar helgar. Það er hans helsta tekjulind. „En ég var líka í svona „alvöru vinnu“,“ segir hann og skellihlær. „Þar sem maður vinnur fyrir einhvern annan allan daginn og skilar einhverju af sér.“ Þeirri vinnu sagði hann upp í byrjun árs. Þá var hann kominn í þá stöðu að síðan var farin að taka mikinn tíma frá honum. „Kvöldin voru orðin svo löng og ég sá fram á að ég gæti bara ekki vakað svona lengi. Þannig að ég fór að sofa fyrr á kvöldin og vakna klukkan fjög- ur til að sinna síðunni. Ég skrifaði frá fjögur til sex og fór þá í vinnuna, kom heim hálf fimm og skrifaði smá og fór svo að sofa.“ Til að fara varlega í sakirnar bað Hlynur um ársleyfi frá „alvöru“ vinnunni sinni. „Maður er með fjölskyldu og svona og ég vildi ekki fara of geyst í þetta. Yfirmað- urinn hló bara og sagði að ég kæmi aldrei aftur, hann sá alveg hvað var að gerast.“ Og hann hafði rétt fyrir sér, því þegar aðeins tveir mánuðir voru liðnir af ársleyfinu sagði Hlyn- ur upp þeirri vinnu og einbeitir sér í dag nær eingöngu að síðunni á virk- um dögum. Útvarpsmaður í afleysingum Þegar að hróður um síðuna barst lengra fór Hlynur að fá sendar ábendingar um umfjöllunarefni, litl- ar hljómsveitir sem og stórar sendu honum efni til birtingar. Síðan fór annað fjölmiðlafólk að veita síðunni athygli. „Þá fór annað fjölmiðlafólk að hafa samband við mig og biðja um samstarf.“ Síðasta sumar hafði Óli palli á Rás2 samband við Hlyn og bað hann um að gera fréttainns- lag fyrir útvarpsþættina Füzz á Rás2. „Þetta heppnaðist svo vel að síðan þá hef ég verið með vikulegt fréttainns- lag hjá honum, Gargfréttir.“ Nýlið- ið sumar fékk Hlynur svo tilboð um að starfa á Rás2 í sumarafleysingum. „Þannig að þá datt ég inn í afleys- ingastarf á Rás2.“ Ástríða fyrir tónlist En til að geta haldið uppi fjölmiðli um tónlist þarf að hafa mikinn áhuga á efninu. „Ég er svona mix-tape strák- urinn,“ segir Hlynur og hlær. Hann hafi alltaf haft brennandi áhuga á öllu sem viðkemur tónlist. „Ég sat við út- varpið, tilbúinn á upptökutakkan- um og beið eftir góðu lagi.“ Það er því engan að undra að hann hafi lagt fyrir sig tónlistina. Hann er heillað- ur af tónlist. „Tónlist vekur rosaleg- ar tilfinningar. Það sést best ef mað- ur horfir á hryllingsmynd með hljóð- ið slökkt,“ klykkir hann út. „Músíkin hefur svo mikið að segja.“ Sjónvarpsþættir á döfunni Síðan vefsíðan fór í loftið hefur hún tekið miklum breytingum, allt frá því að vera eingöngu síða um helsta áhugaefni Hlyns út í það að vera síða með ítarlegri umfjöllun um tónlist. „Ég reyni að skrifa mest um íslenska tónlist en ég er líka með það helsta að utan og úr tónlistarheiminum. En aðaltilgangurinn með síðunni núna er að hún er hlaðvarp,“ segir Hlyn- ur og stingur því inn að hann sé líka að vinna að tónlistartengdum sjón- varpsþáttum með Eiríki Hafdal, fé- laga sínum, sem stefnt er á að sýna um mitt næsta ár. Gagnagrunnur til framtíðar „Ég vona að síðan verði þannig að krakkarnir mínir og þeirra börn geti farið inn á síðuna og uppgötvað eitt- hvað sem ég get kannski ekki sýnt þeim seinna,“ segir Hlynur. Hann vill að síðan verði uppspretta upp- lýsinga um tónlist, bæði innlenda sem erlenda. „Það eru til dæmis ekki margir af yngri kynslóðinni sem vita hverjir Jet Black Joe eru. Mig lang- ar að kynna þau fyrir því hverju þau eru að missa af.“ Og það er ekki bara yngri kynslóðin sem hann vill upp- fræða um tónlist, því í vor var stofn- að útibú frá Garg – Garg Iceland. „Á GargIceland.com fjöllum við eingöngu um íslenska tónlist fyrir erlendan markað, og ekki bara nýja tónlist og Björk og Sigurrós. Held- ur líka þessar gömlu eins og Trúbrot til dæmis.“ Fjölskylduvænni vinna Vinnan við vefsíðuna er óneitan- lega fjölskylduvænni en „alvöru“ vinnan sem Hlynur var í áður. Hann er kominn mikið fyrr heim úr vinnunni og þarf ekki að leggja af stað til vinnu klukkan sex á morgn- ana. Hann skipuleggur vinnuna þannig að hann geti unnið eingöngu á dagvinnutíma, milli klukkan átta og fjögur. Hann skilar börnunum í skóla og leikskóla og sækir svo börn- in um fjögurleitið. Eftir það er hann heima með krökkunum. „Það er ekki nema það sé rosalega mikið að gerast sem ég hoppa hérna inn og skrifa eitthvað.“ Skýr framtíðarsýn Einn angi Garg.is er að Hlyn- ur stofnaði Snapchat reikning sem hann lánar út til hljómsveita. „Það mæltist mjög vel fyrir,“ segir Hlynur ánægður. „Þá gefum við hljómsveit- um aðgang að snapchattinu okk- ar og þær sýna svona bak við tjöld- in þegar þær eru að túra.“ Hlynur segir að bæði þekktar og óþekktar hljómsveitir hafi nýtt sér aðgang- inn og sýnt frá „glamúrlífi“ tónlist- armanna. Á döfinni hjá Hlyni er að halda áfram að skrifa áhugaverðar og skemmtilegar fréttir inn á Garg.is. Einnig er hann á fullu við að móta sjónvarpsþættina sem hann vinnur í samvinnu við Eirík Hafdal. „Svo eru það Gargfréttirnar í Füzz-inu á föstudögum og auðvitað podcastið á Garg.is sem hefur slegið í gegn,“ segi Hlynur. „En fyrst og fremst langar mig að deila tónlist með öðr- um.“ klj Jókur - félag kvenna í atvinnu- rekstri á Akranesi og nágrenni var stofnað fyrr á þessu ári. Nafn félagsins er með vísun í tröllskess- una Jóku, en félagið er fyrir konur sem eru stjórnendur eða leiðtogar í sínum fyrirtækjum/stofnunum. Tilgangur félagsins er að skapa tengslanet fyrir konur á eða frá Akranesi og úr nærsveitum, styrkja þær í sínum stjórnunarstörfum, almennt að styðja konur og efla samstöðu kvenna í atvinnulífinu. Fimmtudaginn 23. ágúst síðast- liðinn var boðaður kynningar- fundur í félaginu og ákveðið að fara í fyrstu vinnustaðaheimsókn- ina til að kynnast því sem konur í atvinnulífinu á Akranesi eru að gera. Var sú heimsókn til Ritari.is. Ingibjörg Valdimarsdóttir fram- kvæmdastjóri tók á móti konun- um og bauð upp á léttar veitingar. Jóka hélt svo sinn annan kynning- arfund að hausti síðastliðið mánu- dagskvöld. „Við skoðuðum húsnæðið og fengum síðan kynningu á starf- semi Ritara.is. Hjá fyrirtækinu eru í heildina tíu starfsmenn auk verk- taka sem gegna m.a. úthringiþjó- nustu. Símsvörun er þeirra stærsti þáttur í rekstrinum en á síðasta ári voru tæplega 180 þúsund símsva- ranir eða um 500 símtöl á dag að meðaltali. Ritari er einnig með bó- kana- og bókhaldsþjónustu, vök- tun samfélagsmiðla og netspjalls svo og aðra ritaraþjónustu. Ri- tari er sértækt fyrirtæki að því ley- ti að það býður þjónustu sem fáir aðrir eru með. Helstu samkepp- nisaðilar eru Halló, Símaverið og Já.is. Það er virkilega frábært að geta státað að svona fyrirtæki hér á Akranesi. Við þökkum Ingibjör- gu Valdimarsdóttur kærlega fyrir móttökunar og veitingarnar,“ segir Karen Jónsdóttir formaður Jóku. Með henni í stjórn eru Steinunn Eva Þórðardóttir ritari, Anna Júlía Þorgeirsdóttir gjaldkeri, Kristb- jörg Traustadóttir og Sandra Sig- urjónsdóttir. Jóka stendur fyrir mánaðarle- gum fundum með dagskrá þar sem konum gefst kostur á að kynna sína starfsemi t.d. með fyrirtæk- jaheimsóknum. Þá verður boðið upp á aðkeypt námskeið/fyrirles- tra um málefni sem gagnast í rek- stri. Árgjald í Jóku er tólf þúsund krónur. mm Fyrsta heimsókn Jóku kvenna var til Ritari.is Ingibjörg Valdimarsdóttir var fyrsti gestgjafinn í fyrirtækjaheimsóknum Jóku kvenna. Garg.is er yfirgripsmikil tónlistarsíða -Hlynur Benediktsson stofnaði vefsíðuna fyrir tæpum tveimur árum og hún heldur áfram að stækka Hlynur Ben ákvað að segja upp „alvöru“ vinnu til að einbeita sér að vefsíðu um tónlist. Vefsíðan hefur slegið í gegn og ný verkefni eru stöðugt að spretta upp í tengslum við vefsíðuna. Hlynur er búinn að koma sér upp góðri aðstöðu til að skapa hlaðvarp um tónlist.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.