Skessuhorn


Skessuhorn - 26.09.2018, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 26.09.2018, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 26. SEpTEMBER 201814 Haustþing SSV Veikir Grundfirðingar gripu í tómt er þeir ætluðu að leita læknis á mánudagsmorgun, en þá var enginn læknir á heilsu- gæslustöðinni. Fyrirkomulag- ið er með þeim hætti að lækn- ir er í Grundarfirði á virkum dögum en um helgar er eng- inn læknir í bæjarfélaginu og bakvaktir í höndum lækn- is í Ólafsvík. Eitthvað hefur skipulagið riðlast þessa vikuna því ekki tókst að útvega lækni á vakt. Heilsugæslustöðvarn- ar á Snæfellsnesi eru mannað- ar með læknum sem koma sem verktakar og hefur sá háttur verið hafður á undanfarin ár. Bæjarbúar geta því fátt annað en vonað að ástandið batni og læknir fáist til starfa sem fyrst. tfk Læknislaust í Grundarfirði Heilsugæslustöðin í Grundarfirði. Boðið var til sérstaks hátíðar- kvöldverðar sl. fimmtudagskvöld á haustþingi Sambands sveitarfélaga á Vesturlandi, sem haldið var á Bif- röst á fimmtudag og föstudag. Þar voru heiðraðir reynslumiklir sveit- arstjórnarfulltrúar af Vesturlandi; Ása Helgadóttir Hvalfjarðarsveit, Björn Bjarki Þorsteinsson Borg- arbyggð, Ingibjörg pálmadóttir Akraneskaupstað, Kristján Þórðar- son Snæfellsbæ og Sturla Þórðar- son Stykkishólmsbæ. Öll eiga þau það sammerkt að hafa setið í sveit- ar- og bæjarstjórnum á Vesturlandi í 16 ár eða lengur, þar til fyrir síð- ustu sveitarstjórnarkosningar. páll S. Brynjarsson, fram- kvæmdastjóri SSV og Rakel Ósk- arsdóttir, fráfarandi formaður SSV, færðu fimmmenningunum lista- verk að gjöf sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf. kgk Reynsluboltar í sveitar- stjórnarmálum heiðraðir Þau voru heiðruð fyrir störf sín í þágu sveitarstjórnarmála á Vesturlandi. F.v. Björn Bjarki Þorsteinsson, Ingibjörg Pálma- dóttir, Sturla Böðvarsson, Ása Helgadóttir og Kristján Þórðarson ásamt Rakel Óskarsdóttur, fráfarandi formanni SSV. Læknamál á Vesturlandi komu til tals í pallborði um velferðarmál á haustþingi SSV fyrir helgi. Um- ræðan spratt eftir að spurt var út í læknamál á Snæfellsnesi. Kom fram í máli þeirra sem kvöddu sér hljóðs að lækni vantaði til starfa í Stykkishólmi og að enginn hefði sótt um stöðu læknis fyrir Grund- arfjörð og Ólafsvík. Þá hafi tveir hjúkrunarfræðingar hætt störfum í Snæfellsbæ á liðnu sumri sem og læknir í Borgarnesi. Enginn hefði sótt um þær stöður sem losn- uðu þegar starfsmennirnir hættu. Sáu sveitarstjórnarmenn sér leik á borði að spyrja Jóhönnu Fjólu Jóhannesdóttur forstjóra HVE út í stöðu mála, en hún sat ein- mitt í pallborðinu. „Það er okkur áhyggjuefni að heilsugæslulækna með sérfræðimenntun í heimil- islækningum er erfitt að finna og fá til starfa. Það er áhyggjuefni og stærsta áskorunin að manna þjón- ustuna,“ sagði hún. „Læknisþjón- usta er auðvitað öllum ofarlega í huga. Heilsugæslan er ekki að fara til baka í kerfi þar sem einn læknir á hverjum stað er á vakt allan sólar- hringinn. Það er ekki fýsilegt fyr- ir þá sem starfa í þessu. Þess vegna þurfum við og erum að skoða hvað við getum gert. Auðvitað er búin að vera óánægja úti á Snæfells- nesi og ég óska eftir að við förum í samtal sérstaklega, bíðum ekki eft- ir smáatriðum í velferðarstefnunni heldur förum í samtal þar,“ sagði Jóhanna Fjóla. Yngra fólk vill ekki bindingu á bakvöktum Jóhanna var spurð hvort stjórnend- ur HVE hefðu haft reglubundna fundi með stjórnendum sveitar- félaga. Hún svaraði því að fundir væru ekki reglulegir, en væri óskað eftir fundi yrðu stjórnendur stofn- unarinnar alltaf við þeirri bón. Að loknum nokkrum umræðum kvaddi Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, sér hljóðs. Hann lagði til og kvaðst sjálfur ætla að kalla eftir fundi með stjórnendum HVE eftir helgina. „Því það er greinilegt að við upplifum þetta allt öðruvísi en í Borgarbyggð og á Akranesi,“ sagði hann og leit á kollega sína frá Snæfellsnesi. Lilja Björg Ágústs- dóttir, forseti bæjarstjórnar Borgar- byggðar, kvaðst reyndar ekki sam- mála því að þau upplifðu ekki sömu hluti og úti á Snæfellsnesi. „Ég varð vör við það í kosningabaráttunni að íbúar í Borgarbyggð upplifa skerð- ingu á þjónustu. Mest hvað varðar aðgengi að læknum, hvort sem um er að ræða símatíma eða viðtöl við lækna. Þó er aldrei talað um lækna- skort hjá okkur,“ sagði hún. Jó- hanna Fjóla svaraði því til að erf- itt væri að fá heilsugæslulækna með sérfræðimenntun í heimilislækn- ingum til starfa. „Við þurfum að horfa fram á veginn því við erum ekki eina landið sem glímir við þennan vanda. Yngra fólk vill ekki bindingu á bakvöktum. Við þurfum að búa til umhverfi sem er meira aðlaðandi að starfa í en gamla kerf- ið gerir ráð fyrir,“ sagði hún. „Að reyna að finna lausn á þessu tekur talsverðan tíma í starfi okkar núna,“ bætti hún við. Tæknin styðji við þjónustu Björn Bjarki Þorsteinsson, forstöðu- maður Brákarhlíðar í Borgarnesi, kvaddi sér hljóðs. „Nú ætla ég að leyfa mér að hafa skoðun á heilsu- gæsluumhverfinu. Mér hefur fund- ist heilsugæslan vera að víkka á að- gengi til sín, til dæmis með vaktsíma hjúkrunarfræðinga. Ég leyfi mér að þora að segja um öll þessi símtöl við lækna að hjúkrunarfræðingar hafa fulla burði til að leysa mörg af þeim erindum,“ sagði Bjarki og Jóhanna skaut því inn í að það hlutfall væri um 70%. „Höfum við kannski ver- ið að ofþjónusta samfélagið í tím- ans ráð með þessu miklu aðgengi að læknum? Ég leyfi mér að hafa þá skoðun,“ bætti Bjarki við. Upp úr þessu spruttu nokkrar um- ræður um möguleika tækninnar og hvernig mætti nýta hana í sambandi við heilsugæslu og heilbrigðisþjónus- tu. Rætt var meðal annars um svokal- laðar fjarlækningar. Björg Ágústsdót- tir, bæjarstjóri í Grundarfirði, kvad- di sér hljóðs. „Fjórða iðnbyltingin mun sýna að störfum fækkar, sérhæf- ing verður með öðrum hætti en við erum vön. En í málaflokkum eins og velferðarþjónustu megum við til með að hugsa hvernig við ætlum að mæta þessu. Hvað er átt við með fjar- lækningum? Þýðir það að sjúklingur á Snæfellsnesi þurfi að tala við lækni á Akranesi eða í Boston og upplifi það sem algera þjónustuskerðingu? Þýðir það ekki líka að hjúkrunarfræðingur eða heimilislæknir á Snæfellsnesi geti ráðfært sig við sérfræðing á Akranesi, Akureyri eða Boston?“ spurði hún. „Ég er ekki til í samtal um að minn- ka þjónustuna af því að tæknin á að leysa málið, eins og mér finnst VÍS og fleiri fyrirtæki hafa sagt við okkur. Það er gat þarna á milli og við viljum ekki óskýr fyrirheit um eitthvað sem þýðir ekkert annað en verri þjónus- tu,“ sagði Björg. Jóhanna Fjóla tók undir með Björ- gu að tala ætti um tæknilausnir sem gætu stutt við þjónustuna, en ætti ekki að koma í staðinn fyrir hana. „Við eigum að tala um hvernig megi nýta hana til stuðnings við þjónustu- na sem fyrir er,“ sagði hún. „Erlendis eru dæmi úr dreifðum byggðum þar sem læknir er á heilsugæslustöð og annar læknir eða sjúkraliði heima hjá viðkomandi, til dæmis. En það krefst þess að það sé alltaf einhver á hi- num endanum. Á Kirkjubæjarklaus- tri hefur í nokkur ár verið læknir eina viku og hjúkrunarfræðingur aðra. Þá viku sem hjúkrunarfræðingur er með viðveru hefur hann aðgengi að læk- ni til að tala við, skoða hjartalínurit, kíkja í augu eða eyru því tækin sem þeir hafa gefa mjög skýrar myndir. Þarna eru tækifæri sem ég held að við verðum að tala um í sambandi við þjónustu í heimabyggð,“ sagði Jóhanna Fjóla. kgk „Læknisþjónusta er öllum ofarlega í huga“ Umræðurnar spruttu í tengslum við pallborðsumræður um velferðarmál. Í pallborðinu sátu f.v. Rakel Óskarsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Björn Bjarki Þorsteinsson, Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.