Skessuhorn


Skessuhorn - 26.09.2018, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 26.09.2018, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 26. SEpTEMBER 201818 Þegar kemur að því að skapa stemningu á viðburðum er allt- af gott og gilt að hringja í tón- listarfólk. Það skapar andrúmsloft sem hentar hverjum stað og stund, kryddar samkvæmi og ekki er verra að tónlistarfólkið fær um leið æf- ingu í að koma fram, því einhvers staðar verða allir tónlistarmenn að byrja. Án tónlistarskóla væru jafn- framt fáir hæfir tónlistarmenn. Á Vesturlandi eru starfræktur fjöldi tónlistarskóla. Önnin er nýlega byrjuð. Blaðamaður Skessuhorns heyrði hljóðið í skólastjórum tón- listarskólanna í landshlutanum. Auðarskóli í Dölum Í Auðarskóla í Dölum er tónlist- arkennsla hluti af öðru skólastarfi. Við skólann starfa tveir kenn- arar sem leiðbeina á vinsælustu hljóðfærin, eins og píanó, gítar auk söngs. Þorkell Cýrusson, að- stoðarskólastjóri Auðarskóla, seg- ir að langvinsælasta greinin sé án efa söngurinn. Rúmlega helming- ur nemenda skólans eru í tónlistar- námi. Tónlist í flutningi nemenda auðgar viðburði eins og skólasetn- ingu og skólaslit. Nemendum allt niður í fyrsta bekk er frjálst að sækja tónlistarkennslu. „En það er nú eins og víða, eldri nemendur ganga fyrir. En ef það er laust pláss þá förum við með kennsluna niður í fyrsta bekk.“ Reykhólaskóli Þátttaka í tónlistarnámi í Reykhóla- skóla er mjög góð. Ríflega helm- ingur af fjörutíu og þremur nem- endum skólans er skráðir í tónlist- arnám, eða tuttugu og fimm nem- endur. „Markmiðið er að ná nem- endafjöldanum upp í 70% af fjölda nemenda í skólanum,“ segir Valgeir Guðmundsson, skólastjóri Reyk- hólaskóla í samtali við Skessuhorn. „Þetta er jafnmikilvægt og ann- að nám. Við erum ekkert endilega með háleit markmið um kunnáttu, heldur viljum frekar vekja áhuga.“ Kennarar í tónlistardeild skólans eru tveir í einu og hálfu stöðugildi og kenna á öll helstu hljóðfæri eins og fiðlu, gítar, kontrabassa, trompet og önnur blásturshljóðfæri, tromm- ur, harmónikku og meira að segja banjó. Tvö ár eru liðin síðan byrjað var að bjóða upp á tónlistarnám við Reykhólaskóla og segir Valgeir að viðtökurnar hafi verið mjög góðar. Um 90% af börnum í fimmta bekk og yngri séu í tónlistarnámi. „Ég held að það sé raunhæft að segja að 70% af börnum skólans verði í tón- listarnámi eftir fimm ár,“ segir Val- geir. Tónlistarskólinn á Akranesi Tónlistarskólinn á Akranesi er stærsti tónlistarskólinn í fjórð- ungnum. Þar eru skráðir 340 nem- endur á þessari önn. „Við getum í raun boðið upp á kennslu á öll hljóðfæri sem hægt er að láta sér detta í hug,“ segir Jónína Erna Arnardóttir skólastjóri, en hún tók við starfi skólastjóra í sumar. Skól- inn sinnir kennslu í báðum grunn- skólunum á Akranesi auk Heiðar- skóla í Hvalfjarðarsveit. Kennar- ar hafa aðstöðu innan grunnskól- anna til að sinna kennslu á skóla- tíma barnanna. „Svo erum við með forskóla fyrir yngstu börn- in í fyrsta og öðrum bekk og góð- an nemendahóp úr fjölbrautaskól- anum.“ Jónína segir að nú sé verið að vinna að því að efla áhuga fyr- ir málmblásturshljóðfæri, meðal annars með því að stofna málm- blásturssveit í Brekkubæjarskóla; Brekkó-brass. Nokkrar hljóm- sveitir eru innan tónlistarskólans. Þar er skólahljómsveit, þar sem uppistaðan er blásarar, en verið er að gera tilraunir með að bæta við öðruvísi hljóðfærum eins og gítar, trommum og bassa. Svo er starf- andi öflug fiðlusveit bæði fyrir eldri og yngri. Tónlistarskóli Borgarfjarðar Tónlistarskóli Borgarfjarðar er með fjölda starfsstöðva í sínu umdæmi. Ellefu kennarar sinna kennslu og er skólinn með höfuðstöðvar sínar í Borgarnesi, en aðrar starfstöðvar eru á Hvanneyri, Kleppjárnsreykj- um og Varmalandi. 185 nemend- ur eru skráðir til leiks þessa önnina og segir Theodóra Þorsteinsdótt- ir skólastjóri að áhugi fyrir nám- inu sé mikill. „píanó er langvin- sælast, þar á eftir kemur gítarinn og svo er það söngurinn.“ Tónlist- arskóli Borgarfjarðar býður upp á nýjung þessa önnina, sem er söng- leikjadeild. „Við settum upp söng- leikinn Móglí í fyrra og það spratt upp mikill áhugi eftir það, svo við ákváðum að setja upp söngleikja- deild.“ Þá býður skólinn líka upp á forskóla fyrir börn á aldrinum 3-5 ára. „Það er mikið meiri áhugi fyrir forskólanum nú í haust en fyrri ár. Við þurftum að bæta við hópi,“ seg- ir Theodóra. Tónlistarskólinn í Grundarfirði Fjöldi nemenda í Tónlistarskóla Grundarfjarðar er meiri þessa önn- ina en síðustu ár. Nú eru um 60 nemendur sem stunda nám við skól- ann. Linda María Nielsen, deildar- stjóri í tónlistarskólanum, segir að tónlistarskólinn hafi náð að vekja athygli á starfinu. „Við höfum verið að spila hér og þar og svo stjórnað samsöng í salnum í grunnskólan- um einu sinni í mánuði.“ Tónlist- arskólinn er því orðinn sýnilegri í bæjarfélaginu. Fimm kennarar kenna við skólann og bjóða upp á kennslu á öll helstu hljóðfærin; gít- ar, bassa, píanó, tréblásturshljóð- færi, trommur, málmblásturshljóð- færi auk söngs. Linda María seg- ir að fullorðnum nemendum hafi einnig fjölgað á önninni. Tónlistarskóli Snæfellsbæjar Tónlistarskóli Snæfellsbæjar starf- ar á þremur stöðum; í Ólafsvík, á Hellissandi og á Lýsuhóli. Valentina Kay skólastjóri segir að vetrarstarf- ið fari vel af stað og boðið sé upp á heilt og hálft nám á helstu hljóðfæri, eins og tréblásturshljóðfæri, málm- blásturshljóðfæri, gítar, bassa, píanó og rytmískan söng. 65 nemendur eru skráðir í skólann, jafnt börn sem fullorðnir. „Öllum er velkomið að sækja um nám í tónlistarskólanum.“ Nemendur í Tónlistarskóla Snæ- fellsbæjar taka þátt í uppskeruhá- tíðinni „Nótunni“ sem fer fram um allt land. „Nemendur tónlistarskól- ans ætla líka að taka þátt í Fjölmenn- ingarhátíðinni sem haldin verður 20. október og verður tengd saman við barnamenningarhátíðina sem hald- in verður á Snæfellsnesi.“ Og yngstu börnin í Snæfellsbæ fara ekki var- hluta af tónlistarkennslu því tón- listarkennarar fara í leikskóla bæjar- ins. „Það verður boðið upp á ókeyp- is tónlistarnám fyrir elsta árganginn í leikskólum Snæfellsbæjar og kenn- ari kemur bæði í Krílakot í Ólafsvík og Kríuból á Hellissandi einu sinni í viku,“ segir Valentina Kay. Tónlistarskóli Stykkishólms „Vetrarstarfið í Tónlistarskólanum í Stykkishólmi er komið á fulla ferð,“ segir Jóhanna Guðmundsdóttir skólastjóri í samtali við Skessuhorn. Hún segir að helsta áskorunin í byrjun hvers árs sé að samstilla tón- listartíma barnanna við íþróttatíma þeirra. 110 nemendur eru skráð- ir í nám við skólann þessa önnina og kennt er á öll helstu hljóðfæri nema strokhljóðfæri. Jóhanna segir að söngur sé mjög vinsælt fag innan skólans og harmónikkan sé að sækja í sig veðrið á ný. „Harmónikk- an er að koma til baka og við erum ósköp glöð með það.“ Í haust koma svo nemendur af fyrsta ári úr tón- listardeild Listaháskólans og kenna við skólann eins og síðustu ár. „Við reiknum með að þetta verði fjörugur vetur og gerum ráð fyrir að vera sýni- leg í bæjarfélaginu. Við verðum með haust- og vortónleika og veglega jóla- tónleika,“ segir Jóhanna. klj Tónlistarskólarnir á Vesturlandi byrjaðir með vetrarstarfið Söngur er ein vinsælasta greinin í Tónlistarskólanum í Stykkishólmi. Skólinn vill vera sýnilegur innan bæjarfélagsins og stefnir á að vera með haust- og vortónleika og veglega jólatónleika. Tónlistarskóli Borgarfjarðar býður upp á nýjung í tónlistarstarfi í haust, söng- leikjadeild. Í myndasafni Skessuhorns er hægt að finna fjölmargar svipmyndir úr starfi tónlistarskólanna á Vesturlandi. Hér er mynd af fiðlusveit Tónlistarskólans á Akranesi. Nemendafjöldi í Tónlistarskólanum í Grundarfirði hefur aukist. Þar er boðið upp á kennslu á öll helstu hljóðfæri.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.