Skessuhorn


Skessuhorn - 26.09.2018, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 26.09.2018, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 26. SEpTEMBER 201812 Sigurður Ingi Jóhannsson, sam- göngu og sveitarstjórnarráðherra, var gestur Haustþings Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem haldið var á Bifröst á fimmtudag og föstudag. Hann vakti í ávarpi sínu máls á mikilli endurnýjun sveitar- stjórnarfulltrúa eftir kosningarn- ar í vor. Vísaði hann til rannsókna Evu Maríu Finnsdóttir, en þær sýndu að 58% þeirra sem kjörnir voru til setu í sveitarstjórnum fyrir fjórum árum síðan sneru ekki aftur til sveitarstjórnarstarfa eftir kosn- ingarnar í vor. Hefur hlutfall sveit- arstjórnarfulltrúa sem ekki snúa til baka farið hækkandi með hverjum kosningum. „Þarf ekki að staldra við þegar meira en helmingur snýr ekki til baka? Réttara væri að kalla þetta brottfall en endurnýjun,“ sagði Sigurður og velti því fyrir sér hvað kunni að valda. „Kann að vera að aukið álag, lág þóknun og óvægin umræða séu hluti af skýringunni,“ spurði ráð- herra. „Þetta þarf að skoða og mun ég við tækifæri taka málið upp við stjórn Sambands íslenskra sveitar- félaga, m.a. til að meta hvort hægt sé að bæta kjör og vinnuskilyrði,“ sagði hann en bætti því við að rannsóknir Evu hefðu einnig varp- að ljósi á ánægjulegri staðreynd. „Hlutur kvenna í sveitarstjórnum hefur aukist og er að verða allt að því 50-50, því 47% kjörinna full- trúa eftir síðustu kosningar eru konur,“ sagði ráðherrann. Fjögur ár of skammur tími Þegar opnað var fyrir spurning- ar og umræður sagði Kristinn Jón- asson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, að hann teldi að taka ætti upp og breyta sveitarstjórnarlögum á þá leið að kosið yrði á sex ára fresti í stað fjög- urra nú. „Þegar fólk byrjar í sveit- arstjórn, eins og margt af því góða fólki sem er hér í dag, þá tekur tvö ár að komast inn í málefnin. Þriðja árið ertu orðinn þokkalega góður, fjórða árið þorirðu að tjá þig um hvaðeina en þá koma kosningar og þá er þetta búið,“ sagði Kristinn og kallaði eftir því að kostir og gallar sex ára kjör- tímabils sveitarstjórna yrði skoðað. „Ég hef sömu áhyggur og þú [Sig- urður Ingi] um þetta brottfall. Ég held að fjögur ár séu of skammur tími,“ sagði hann. Í svari sínu til Kristins kvaðst Sigurður Ingi vera sammála því að lengja mætti kjörtímabilið. Þannig myndi mannauður og þekking nýt- ast betur, en vega þyrfti lengd kjör- tímabilsins á móti lýðræðinu. „En það þarf að taka þetta upp í um- ræðunni, því þetta er ekki bara end- urnýjum, heldur brottfall,“ ítrek- aði ráðherra. Valur Rafn Halldórs- son, sviðsstjóri hjá Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga, ræddi einn- ig um kosningarnar í ávarpi sínu. Hann sagði sambandið einnig hafa áhyggjur af því að endurnýjunar- hlutfall sveitarstjórnarfulltrúa hafi verið 58% eftir síðustu kosningar. „Hvort sex ára kjörtímabil er mál- ið, eins og Kristinn leggja til, veit ég ekki. Ýmsar ástæður kunna að liggja þarna að baki; laun og álag. Sumir töpuðu í prófkjöri, aðrir fluttu burt, meirihlutar falla og aðrir hætta því þeim finnst þeir búnir að vera nógu lengi,“ reifaði Valur. Að meðaltali meira en 20 samstarfssamningar Fyrir liggur hjá sveitarstjórnarráðu- neyti að kalla eftir öllum samning- um sem sveitarfélög hafa gert um byggðasamlög, að því er fram kom í máli Sigurðar Inga. „Markmiðið er að leggja mat á kröfur sem gerðar eru til slíkra samninga í lögum um sveitarstjórnir. Ef niðurstaða gef- ur tilefni til mun ráðuneytið semja handbók um hvernig skuli standa að gerð samninga um samstarf sveitar- félaga og síðan verkferla um hvernig skuli staðfesta samninga sem ráðu- neytinu eru sendir,“ sagði hann. „Hvert og eitt sveitarfélag er að meðaltali þátttakandi í 21-24 sam- starfsverkefnum. Það er mikill fjöldi og full ástæða til að ræða nánar. Því miður, í þessu verkefni, er að koma í ljós að ýmislegt er að í gerð þessara samstarfssamninga,“ sagði Sigurð- ur Ingi. Í ljósi þess að hvert sveit- arfélag gerði að meðaltali meira en 20 samstarfssamninga spurði Ólaf- ur Adolfsson, bæjarfulltrúi á Akra- nesi, samgönguráðherra út í afstöðu hans til skipulagsheildanna. „Hvað myndir þú telja að væri lágmarks- stærð á sveitarfélagi, með tilliti til íbúafjölda?“ spurði Ólafur. Hann spurði raunar líka hvað ráherra teldi mögulegt að sveitarfélög gæti verið fámennt, ef það gerði samninga um alla þjónustu og ræki ekki einu sinni sveitarstjórnarskrifstofu. Sigurð- ur Ingi kvaðst ætla að fá að geyma að svara spurningunni þangað til á landsþingi SÍS í vikunni á eftir. Val- ur Rafn frá sambandinu ræddi hins vegar einmitt um þetta í erindi sínu. Sagði hann frá starfi nefndar um efl- ingu sveitarstjórnarstigsins. Nefnd- in lagði til að lágmarsfjöldi íbúa í sveitarfélagi yrði 500 árið 2022 og yrði síðan hækkaður í þúsund árið 2026. kgk „Réttara væri að kalla þetta brottfall en endurnýjun“ Margir þeirra sem sóttu haustþing SSV í síðustu viku tóku sæti í sveitarstjórn í fyrsta sinn að loknum kosningunum í vor. Samgöngumál voru meðal þess sem Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráð- herra, ræddi í ávarpi sínu á Haust- þingi Sambands sveitarfélaga á Vesturlandi sem fram fór á Bifröst sl. fimmtudag og föstudag. Sagði Sigurður frá því að á næstu dögum yrði lögð fram viðamikil og metn- aðarfull samgönguáætlun. Þar væri tvöföldun vegarins um Kjal- arnes komin í forgang. „Markmið- ið með samgönguáætlun sem lögð verður fyrir þingið á næstu dög- um verður ekki mælt í kílómetrum heldur mannslífum og lífsgæðum. Þar eru mörg stór verkefni á dag- skrá á Vesturlandi og næst í tíma er að hætt verður að taka gjald fyrir akstur í gegnum Hvalfjarð- argöng,“ sagði ráðherrann. „Það sem við höfum verið að leggja sér- staka áherslu á er umferðaröryggi, að stofnleiðir inn og út úr Reykja- vík verði tvöfaldaðar, sem er það sem þið hafið kallað eftir. Krafa ykkar er að vegurinn um Kjalar- nes fari í þann forgang og hann er kominn þangað; í forgang um tvö- földun stofnleiða til og frá höfuð- borginni,“ sagði Sigurður Ingi og uppskar lófatak fundarmanna. Slitlag á tengivegi Áður en opnað var fyrir umræð- ur og spurningar úr sal nefndi Sig- urður að verkefnið Ísland ljóstengt hefði gengið vel og myndi ljúka innan þriggja ára. „Þá verða 99,9% heimila og fyrirtækja tengd með þræði beint inn í hús. Engar þjóð- ir eru komnar þangað enn. Þess vegna er Ísland ljóstengt metnað- arfullt og gott verkefni, þó ég segi sjálfur frá. Aðrar þjóðir horfa til okkar þegar kemur að ljósleiðara- væðingu,“ sagði Siguður Ingi. Í umræðum og fyrirspurnum spurði Árni Hjörleifsson, oddviti Skorrdalshrepps, út í forgangsröð- um varanlegs slitlags á vegi. „Af hverju þarf að keyra í drullu og svaði heim á bæi í sveitum Borg- arfjarðar meðan verið er að gera brýr yfir Helluvað og fleiri staði uppi á hálendi,“ spurði Árni. Sig- urður Ingi svaraði því til að í sam- gönguáætlun væri horft til þess að geta lagt slitlag á vegi sem ekki endilega væru byggðir upp með mesta burðarlaginu eða þeir breið- ustu eða hannaðir eins og stofn- vegir. Þess í stað væri horft til þess að nýta það sem fyrir er og leggja slitlag á það. Lilja Björg Ágústs- dóttir, forseti sveitarstjórnar í Borgarbyggð, greip boltann á lofti og spurði ráðherra út í forgangs- röðum þessa verkefnis. „Verður þetta bara út frá fjölda og öryggi eða verða þarfir ákveðinna svæða teknar inn í forgangsröðunina? Í Borgarbyggð til dæmis aka skóla- bílar langar vegalengdir á hálf- ónýtum malarvegum,“ sagði Lilja. Ráðherra svaraði Lilju á þá leið að forgangsröðunin væri í höndum Vegagerðarinnar. „Hún á að taka tillit til umferðar og öryggis, það eru hennar mælikvarðar. En það er líka í samgönguáætlun núna, hvað varðar vetrarþjónustu, horft á vinnu- og skólasóknarsvæði og hvernig tryggjum við aukið ör- yggi með aukinni þjónustu og þá hugsanlega með því að leggja slit- lag á suma af þessum vegum. Ég veit það svarar ekki öllu að vera búin að búa til ferkferil, en for- gangsröðunin er engu að síður hjá fagaðilanum sem er Vegagerðin,“ sagði Sigurður Ingi. Samgönguáætlun ekki afgreidd úr stjórnar- flokkunum Haraldur Benediktsson, fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis, ávarpaði þingið einnig sem gestur. Hann ræddi einnig um samgöngu- mál og fagnaði þeirri lausn sem Sigurður Ingi lagði fram varð- andi slitlag á ýmsa vegi sem nú eru malarvegir. „Ráðherra nefndi áðan og ég fagna sérstaklega, mögu- lega einfaldri lausn, klæðningu á vegi sem eru minna upp byggð- ir. Ég lagði til að þeir yrðu kall- aðir samfélagsvegir til að aðskilja frá tengivegaumræðunni. Við gæt- um mögulega þróað aðferð til að sveitarfélög og samgönguyfirvöld geti náð saman um forgangsröðun og framkvæmdir,“ sagði Harald- ur. Hann vakti hins vegar máls á því að samgönguáætlun hefði ekki verið afgreidd úr stjórnarflokk- unum. „Hér hefur verið rætt um samgöngur og samgönguáætlun. Ef ég fer aðeins lengra út á þenn- an ís, og ég tek fram að samgön- guáætlun hefur ekki verið afgreidd úr stjórnarflokkunum. Hún er komin til þingflokka og mikil um- ræða er eftir, enda eitthvert heit- asta mál sem þingflokkar fást við. Ég á ekki von á að hún komi hinn í þingið fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku. En fyrir norðvestursvæði er höfuðáhersla á nýframkvæmdir á Vestfjörðum nú sem áður. Sést að á öðrum hlutum norðvestursvæð- is eru tiltölulega litlar nýfram- kvæmdir,“ sagði Haraldur Bene- diktsson um samgöngumál. kgk Tvöföldun vegar um Kjalarnes í forgangi í samgönguáætlun Rætt um samgöngur á haustþingi SSV Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vesturlandsvegur um Kjalarnes. Ljósm. úr safni. Haustþing SSV

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.