Skessuhorn


Skessuhorn - 26.09.2018, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 26.09.2018, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 26. SEpTEMBER 2018 25 Fyrsta línuklifurmót á Vestur- landi var haldið laugardaginn 22. september. Hátt í fjörutíu klifrar- ar á aldrinum 11-40 ára tóku þátt. Klifrað var í þremur aldursflokk- um og Þórður Sævarsson, klifur- þjálfari og annar eigandi Smiðju- loftsins, segir að mikið hafi verið um flott tilþrif á veggnum. „Það var ótrúlega góð stemning, áhorf- endur fylltu húsið,“ segir Þórður og bætir við að það sé sérstaklega gott útsýni yfir línuklifurvegginn frá svölum innanhúss. Smiðjuloftið var opnað í vor. Klifur er jaðaríþrótt sem fer vax- andi á Akranesi og í nærumhverfi. Línuklifurmótið er það fyrsta sem haldið er í nýju aðstöðunni, en áður var Klifurfélag Akraness með aðstöðu í kjallara íþróttahússins við Vesturgötu. „Þetta er í fyrsta sinn sem við höfum getað boðið klifrurum frá öðrum félögum að taka þátt í mótunum okkar,“ seg- ir Þórður. Félagar úr Klifurfélagi Reykjavíkur tóku þátt í mótinu um helgina. Þórður segir móta- haldi sé hvergi nærri lokið, þetta sé aðeins byrjunin. „Við stefnum á að vera með hluta af Íslands- meistaramótinu í klifri hérna á Akranesi,“ bætir hann við. Helstu úrslit af mótinu: 11-12 ára stúlkur 1. Sylvía Þórðardóttir ÍA 2. Þórdís Nilsen KfR 3. Þórdís Idda Ólafsdóttir KfR 11-12 ára strákar 1. Rúnar Sigurðsson ÍA 2. Ellert Kári Samúelsson ÍA 3. Guðjón Ívar Granz ÍA 13-15 ára stúlkur 1. Erna Þorey Sigurðardóttir KfR 2. Katla Lind Jónsdóttir KfR 3. Inga Björk Ragnarsdóttir KfR 13-15 ára strákar 1. Valur Áki Sveinsson Björkin 2. Tómas Hilmarsson KfR 3. Sólon Thorberg Helgason KfR 16+ konur 1. Katarína Eik Sigurjónsdótti KfR 2. Brimrún Eir Óðinsdottir ÍA 3. Sigrún Rósa Hrólfsdóttir KfR 16+ karlar 1. Birgir Berg Birgisson KfR 2. Egill Orri Friðriksson KfR 3. Sveinn Elliði Björnsson Björkin klj Mikill og góður gangur er í við- byggingu við Dvalarheimilið Fella- skjól í Grundarfirði en verið er að stækka heimilið og bæta við sex nýj- um hjúkrunarrýmum. Verða þau vel tækjum búin og eiga eftir að gjörbylta vinnuaðstöðu starfsfólks og íbúa. Ágúst Jónsson var að vinna í rafmagninu þegar fréttaritari leit inn og mátti varla vera að því að líta upp úr verkinu. Nú er verið að ljúka við að koma upp lýsingu og hita áður en málarinn mætir til að spartla og mála. Þó að nýju rýmin séu sex talsins fjölgar samt heildar- rýmum heimilisins aðeins um fjög- ur en tvö eldri rýmin verða gerð að þjónusturými. tfk Góður gangur í við- byggingu við Fellaskjól „Aðalstjórn körfuknattleiksdeildar Skallagríms ásamt meistaraflokks- ráðum karla og kvenna og yngri flokka ráði hafa undirritað sam- komulag þess efnis að jöfn skipt- ing verði á öllum styrktar- og sam- starfssamningum sem deildin aflar hverju sinni.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. „Með þessu er tryggt jafnræði milli karla og kvennaliða Skallagríms sem og yngri flokka þegar kemur að út- hlutun þess fjármagns sem aflað er frá styrktaraðilum. Samkomulagið er í samræmi við ákvæði jafnréttis- stefnu UMSB og áherslur Íþrótta- sambands Íslands í jafnréttismál- um,“ segir í tilkynningunni. „Stjórnir meistaraflokks karla og kvenna hafa unnið frábært starf síðastliðin ár, að koma samkomu- laginu á koppinn. Miðað við um- ræðuna í samfélaginu um jafnrétti þá var talið við hæfi að drífa í þessu. Þetta er í rauninni okkar innlegg í þessa mikilvægu umræðu,“ segir Eðvar Ólafur Traustason, formað- ur körfuknattleiksdeildar Skalla- gríms, um ákvörðunin. „Við höf- um fengið fullt af nýju og kraft- miklu fólki inn í stjórnun félagsins og allir eru að vinna að sama mark- miði,“ bætir hann við. „Það er líka mikill hugur innan stjórnarinnar að setja enn meiri stuðning á bak- við yngri flokkana, þá sérstaklega kvennamegin og koma í veg fyrir brotthvörf leikmanna sem gerist oft þegar krakkar verða eldri. Við höfum komist að því að ef foreldr- ar vinna með okkur og eru virkir í starfinu með krökkunum þá er minna um að krakkar hætti að æfa. Það er mikilvægt fyrir lið eins og Skallagrím að hafa sterka innviði og gott yngri flokka starf sem skil- ar sér í meistaraflokks leikmönn- um,“ útskýrir Eðvar. Samkomulag þetta mark- ar ákveðin tímamót því eftir því sem best er vitað er körfuknatt- leiksdeild Skallagríms með fyrstu íþróttafélögunum sem stígur þetta skref innan körfuknattleikshreyf- ingarinnar á Íslandi. „Aðalstjórn lýsir yfir mikilli ánægju með sam- komulagið og skorar á önnur fé- lög að huga vel að jafnréttismálum innan sinna raða. Jöfnum leikinn. Jöfn tækifæri, öflugra samfélag,“ segir Eddi ákveðinn að lokum, spenntur fyrir vetrinum. glh Skallagrímur með tímamótasam- komulag sem tryggir jafnræði Eðvar Ólafur Traustason, formaður körfuknattleiksdeildar Skallagríms. Fyrsta línuklifurmótið á Vesturlandi Línuklifurmótið var það fyrsta sinnar tegundar á Vesturlandi og í nýrri aðstöðu Klifurfélags ÍA, Smiðjuloftinu. Keppendur sýndu góða takta á klifurveggnum. Þátttakendur kepptu í þremur aldursflokkum og voru um fjörutíu talsins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.