Skessuhorn - 10.10.2018, Page 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 41. tbl. 21. árg.10. október 2018 - kr. 750 í lausasölu
arionbanki.is
Það tekur aðeins örfáar mínútur
að skrá sig í viðskipti hjá Arion banka.
Af því að okkar lausnir snúast um
tíma og þægindi.
Þægilegri
bankaþjónusta
gefur þér tíma
Nýtt!
Fæst án lyfseðils
Eru bólgur og verkir
að hrjá þig?
30%
afslátt
ur
Okkar glæsilega
og holla
hádegishlaðborð
sími 437-1600
Bjóðum ykkur
velkomin alla daga frá
kl. 11:30 til 14:30
sjá vetrardagskrá og matseðil
Landnámsseturs á
landnam.is
25. okt. – 4. nóv.
Brekkósprettur er árlega tekinn í Brekkubæjarskóla á Akranesi. Flestir nemendur skólans, kennarar og nokkrir foreldrar að
auki skemmtu sér saman þegar hlaupinn var víður hringur umhverfis skólann. Þessar frísklegu stúlkur blésu vart úr nös.
Sjá nánar bls. 30. Ljósm. Ragnheiður H. Guðjónsdóttir.
Guðrún Emelía Daníelsdóttir, eða
Gunna Dan eins og flestir þekkja
hana, þarf vart að kynna. Á Sauða-
messu um síðustu helgi bauð hún,
ásamt spinningshópnum. Spinnigal
í Borgarnesi, fólki að koma og byrja
daginn í spinning og hjóla sig þann-
ig inn í Sauðamessu. Rúmri viku fyrir
messuna tilkynnti Guðrún á Facebo-
ok síðunni, Borgarnes: “Ég dáist að
fjölskyldu og vinum Einars Darra.
Þau hafa lyft grettistaki í baráttunni
við fíkniefni og læknadóp.” Í fram-
haldinu setti hún ásamt spinninghópi
sínum, Spinnigal, á laggirnar fjáröfl-
un til styrktar Minningarsjóðnum.
Þar bað hún einstaklinga og fyrirtæki
að hjóla til styrktar málefnisins.
Á einni viku safnaðist rúmlega 1,2
milljón króna sem fer í það góða for-
varnarstarf og þjóðarátak sem Minn-
ingarsjóður Einars Darra er. glh
Safnaði yfir milljón
Stefna að fram-
þróun skólastarfs
Til stendur að færa starfsemi leik-
skólans Hnoðrabóls frá Gríms-
stöðum í Reykholtsdal að Klepp-
járnsreykjum, í nýja byggingu sem
reist verður við húsnæði grunn-
skólans. Hluti af eldri byggingum
skólans verða rifnar og leikskól-
inn byggður á grunni þeirra. Verk-
ið verður boðið út á haustdögum
og stefnt á að húsið verði tilbúið
eftir rúmt ár. Að framkvæmdum
loknum verður á Kleppjárnsreykj-
um samstæður leik- og grunn-
skóli, þó ekki þannig að skóla-
stofnanirnar verði sameinaðar í
eina. Slíkt samstarf tveggja skóla-
stiga á sama stað er engu að síð-
ur talið fela í sér mikla möguleika í
framþróun skólastarfs á staðnum.
Sjá bls. 12.
Mótmæla R-leið
harðlega
Nokkuð hefur verð tekist á um
framtíðar staðsetningu nýs Vest-
fjarðavegar um Reykhólasveit.
Vegagerðin hefur sagt svokall-
aða ÞH-leið um Teigsskóg vera
vænlegasta kostinn en kostn-
aðargreinir nú að leggja veg
framhjá Reykhólum út á Reykja-
nes með brú og vegtengingu
við Skálanes eins og lagt var til
í sumar. Ábúendur á Stað og ná-
grannar þeirra í Árbæ mótmæla
þessari tillögu harðlega enda
telja þau jarðir sínar og afkomu-
möguleika skerðast verulega við
slíkt inngrip um land þeirra. Rætt
er við bændur á Stað í Skessu-
horni vikunnar.
Sjá bls. 14.
Byggðarráð
skipað konum
Byggðarráð Borgarbyggðar er nú
í fyrsta sinn aðeins skipað konum.
Fremur sjaldgæft er að pólitísk
slagsíða sé á þann veginn. Hitt er
mun algengara. Það eru þær Lilja
Björg Ágústsdóttir, forseti sveitar-
stjórnar og oddviti Sjálfstæðis-
flokksins, Halldóra Lóa Þorvalds-
dóttir, oddviti Vinstri hreyfing-
arinnar græns framboðs og for-
maður byggðarráðs, og Guðveig
Anna Eyglóardóttir oddviti Fram-
sóknarflokksins sem skipa ráð-
ið. Blaðamaður Skessuhorns leit
við hjá þeim að loknum byggð-
arráðsfundi síðastliðinn fimmtu-
dag þar sem fjórða konan sat sem
áheyrnafulltrúi, María Júlía Jóns-
dóttir varamaður Samfylkingar-
innar.
Sjá bls. 6.
Aukin upplýsinga-
gjöf besta forvörnin
Í síðustu viku voru björgunarað-
ilar kallaðar út til leitar og björg-
unar að ungri konu sem var hætt
komin í Kirkjufelli við Grundarfjörð.
Í kjölfar tíðra slysa á fjallinu hefur
komið upp umræða meðal íbúa og
björgunaraðila um hvort ástæða
væri til að takmarka umferð óvanra
á Kirkjufell, einkum yfir vetrartím-
ann. Í Skessuhorni í dag er rætt við
Björgu Ágústsdóttur bæjarstjóra
um hvernig mögulega er hægt að
bregðast við. Fram kemur að hvorki
lögregla né sveitarfélög hafa vald
til að stöðva gönguferðir, en það
vald er einna helst í höndum land-
eigenda, þótt það sé takmörkun-
um háð. „Bráðaaðgerðir felast í að
setja upp skilti, koma upplýsing-
um til ferðafólks og mögulega að
verja svæðið tímabundið. Í stærra
samhengi verðum við að skoða
skipulag innviða og uppbyggingu
áfangastaða,“ segir Björg.
Sjá bls. 10.