Skessuhorn


Skessuhorn - 10.10.2018, Page 4

Skessuhorn - 10.10.2018, Page 4
MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 20184 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Katrín Lilja Jónsdóttir klj@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Litið um öxl Undanfarna daga hafa fjölmiðlar landsins keppst við að rifja upp fjár- málahrunið sem hér varð fyrir áratug. Hver með sínum hætti. Ekki úti- lokað að tilburðir hafi verið til að haga þeirri söguritun með þeim hætti sem hentar viðkomandi fjölmiðli eða öllu heldur eigendum þeirra. Slíkt er gert með því að velja „rétta“ viðmælendur og hleypa ekki hverjum sem er að. Nú hef ég ekki lagt það á mig að lesa t.d. viðhafnarútgáfu Hann- esar Hólmsteins á sérpöntuðu skýrslunni um Hrunið, um hversu vond- ir Bretar voru við okkur, hversu vel þáverandi seðlabankastjóri stóð sig á vaktinni og hversu frábærlega stjórnmálamenn stóðu sig í þessum ólgu- sjó. Fjármálaráðherra bað hann jú að skrifa þessa skýrslu og vafalítið er hún fróðleg. En af því að ég hef ekki lesið hana get ég ekki dæmt hana sem góða, slæma eða einhvers staðar þar á milli. Því hef ég ekki forsend- ur til að meta hvort þetta hafi verið hlutlaust plagg þótt það hafi vissu- lega verið skrifað af þeim sem ég myndi álíta að stæði hvað tæpast á hægri bjargbrún pólitíska litrófsins. Gaman væri að fílósófera um hvernig þetta plagg hefði litið út ef til dæmis sósíalistinn Gunnar Smári hefði ritað það í umboði vinstri manns í fjármálaráðuneytinu. En pólitík er alltaf spurn- ing um lobbýisma og það ber að hafa í huga. Nú sýnist mér auk þess að álitsgjafar séu búnir að merkja starfsmenn RUV á hið pólitíska litróf og engu líkara en sumir haldi að þar starfi einungis illa þenkjandi fólk sem vilji ekkert fremur en knésetja pólitísk öfl. En það er ekki svo. Á öllum fjölmiðlum starfar jú ágætis fólk sem vill vel. Það helgast ekki síst af því að skortur hefur verið á atvinnutækifærum fyrir blaðamenn og við þær að- stæður segja fræðin að meðaltalið batni. Ég trúi því allavega. Samt er ég ekki alveg sannfærður um að það hafi verið gott „move“ hjá Davíð að láta Agnesi Braga skrifa um verkalýðsmál, fremur en ef ég færi til dæmis að tjá mig fjálglega um skipulagsmál í Reykjavík. En þegar hrunið og afleiðingar þess er gert upp er fínt að líta í eigin barm. Hvernig hefur okkur vegnað frá þessum „Guð blessi Ísland“ degi fyrir tíu árum? Persónulega er ég bara nokkuð sáttur. Allavega lifði ég af hjartaáfallið sumarið 2009 sem ég skrifa alfarið á álagið sem fylgdi því að reka fyrirtæki við þær vonlausu aðstæður sem þá ríktu. Þá var ég líka svo stálheppinn að eiga hvorki innistæður í banka, Sjóði 9 né hlutabréf í fyr- irtækjum þegar ósköpin dundu yfir. Enginn missir jú það sem hann ekki á. Húsnæðislánin tóku að vísu risastökk á verri veg. Ekki síst lánið sem bundið var gengi einhverra erlendra gjaldmiðla. Krónan féll jú í þá átt sem sólin ekki sést og því hækkaði höfuðstóllinn þannig að eigið fé okkar hjóna í íbúðinni varð nánast ekkert. En svo eftir nokkur ár var það leið- rétt að hluta. Nú er höfuðstóll húsnæðisskuldarinnar nánast upp á krónu jafn hár og hann var við kaupin fyrir sextán árum. Það er jú svo fallega ís- lenskt eitthvað að slíkar upphæðir lækka ekki og helgast það af gjaldmiðli sem við kjósum að nota, verðtryggingu og vaxtastigi sem ég vil ekki tala um núna, af því ég vil reyna að vera á jákvæðu nótunum. Það sem hins vegar hefur unnið með okkur er að húsnæðisverð hefur hækkað og þar með aukist það sem kalla má eigið fé í húsnæðinu. Það er jákvætt. Þá get ég nefnt að sjálfur þarf ég ekki að kaup nærri eins mikið vatn af Orku- veitunni til að fylla baðkarið. Samt er ég enn með sama karið! Á þessum árum hef ég þannig byggt upp margvíslegan varaforða til að mæta því ef næsti skellur verður stór. Ég áætla til dæmis að ég gæti lifað á vegan fæði í allavega tvær eða þrjár vikur yrði knýjandi þörf til þess. Það hefði ég sko ekki getað eftir 6. október 2008. Megi Guð, Geir alþjóðabankastjóri og aðrar góðar vættir halda áfram að blessa Ísland. Magnús Magnússon. Umhverfisviðurkenningar Borgar- byggðar voru veittar á laugardag- inn. Afhending viðurkenninganna var liður í dagskrá Sauðamessu, sem haldin var sama dag. Veittar voru viðurkenningar fyrir snyrtilegasta bændabýlið, snyrtilegustu lóð við íbúðarhús og snyrtilegustu lóð við atvinnuhúsnæði auk sérstakrar við- urkenningar umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar vegna um- hverfismála. Viðurkenningu fyrir snyrtileg- asta bændabýlið fengu ábúend- ur á Sámsstöðum í Hvítársíðu. Í rökstuðningi segir að á fjárbúinu Sámsstöðum sé öll umhirða til fyr- irmyndar, snyrtimennska í háveg- um höfð varðandi heyskap, frágang vinnuvéla og tækja úti við, sem og við rúllustæður og girðingar. Þá sé húsunum vel við haldið. Ingibjörg Jónsdóttir og Anna E. Rafnsdóttir hlutu viðurkenningu fyrir snyrtilegustu lóð við íbúðar- hús, Berugötu 5 í Borgarnesi. „Við- urkenningin er veitt fyrir garðrækt. Garðurinn er í gömlum garðastíl og þar er að finna fjölbreyttan gróður. Mikil natni og alúð er lögð í rækt- unina og blómin ræktuð frá grunni. Mikil og sífelld vinna er lögð í um- hirðu garðsins,“ segir í rökstuðn- ingi. Grenigerði fékk viðurkenningu fyrir snyrtilegustu lóð við atvinnu- húsnæði. Þykir aðkoman þar snyrti- leg og ræktunarstarf gróskumikið. „Rita og Páll í Grenigerði hafa lagt mikla vinnu í umfangsmikla trjá- rækt, með virðingu og umhyggju fyrir náttúrunni í kring að leiðar- ljósi. Þá hafa þau gefið mikið af sér til samfélagsins; tekið á móti hóp- um og gefið trjáplöntur til skóla og annarra stofnana. Heimsókn í Grenigerði er heimsókn í ævintýra- land.“ Sérstaka viðurkenningu um- hverfis-, skipulags og landbúnaðar- nefndar hlaut Björk Jóhannsdóttir fyrir frumkvöðlastarf, elju og ein- staklingsframtak. Hún var aðalhug- myndasmiður verkefnunum „Egla tekur til hendinni“ og burðarplast- pokalaus Borgarbyggð. Auk þess virkjaði hún hóp sjálfboðaliða til ruslatínslu í nærsamfélaginu undir nafninu Plokkhópur Eglu. kgk Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar veittar Handhafar umhverfisviðurkenninga Borgarbyggðar 2018 í Hjálmakletti á laugardag. Ljósm. glh. Karlmaður sem braust inn í fjölda ólæstra húsa á landsbyggðinni í sumar og haust og stal þaðan verð- mætum hefur verið verið dæmdur í 18 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands. Maðurinn er af erlendu bergi brotinn og hefur áður komist í kast við lögin víða um Evrópu, að því er kemur fram í frétt RÚV um málið. Lögregla hafði hendur í hári mannsins í júní eftir röð húsbrota. Hann hafði farið inn í hús á Eyr- arbakka og stolið þaðan peningum og myndavél, tekið skartgripi og peninga úr húsi í Þorlákshöfn og stolið fjórum gullúrum, gullarm- bandi, barmnælu og peningum úr húsi á Hellissandi. Á Fáskrúðsfirði fór hann inn í hús þegar húsráð- andi kom að honum og reyndi að hindra för hans. Þá sló hann hús- ráðanda í kviðinn og lagði á flótta. Lögregla veitti bifreið hans eftirför þar til hún hafnaði utan vegar aust- ur í Breiðdal. Kom þá í ljós að faðir hans sat undir stýri. Eftir að feðgarnir voru látnir lausir úr gæsluvarðhaldi hélt son- urinn uppteknum hætti. Það var síðan Lögreglan á Vesturlandi sem hafði hendur í hári hans eftir tvö húsbrot á Snæfellsnesi í lok ágúst. Ítarlega var sagt frá því í Skessu- horni. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Suðurlands að maðurinn hafi tólf sinnum verið dæmdur til refsingar undanfarinn áratug en aldrei áður á Íslandi. Hefur hann hlotið dóma í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Austurríki, Þýskalandi, Póllandi og Lúxemborg fyrir þjófnaði, eigna- spjöll, eiturlyfjasmygl og fleira. Maðurinn játaði brot sín fyrir Hér- aðsdómi Suðurlands en dómstóll- inn ákvað að 18 mánaða fangelsis- refsing hans skyldi vera óskilorðs- bundin, sem þýðir að hann þarf að sitja inni. Honum var þar að auki gert að greiða rúma eina milljón króna í málskostnað. kgk Átján mánaða fangelsi fyrir þjófnaði víða um land Innbrotsþjófur. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.