Skessuhorn


Skessuhorn - 10.10.2018, Síða 15

Skessuhorn - 10.10.2018, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 2018 15 mun blasa við rekstri fyrirtækjanna, vegna boðaðra aðgerða ríkisvaldsins. Ekki er ólíklegt að sum aðildarfélög SFV muni þurfa að taka rekstur sinn til endurskoðunar til að mæta áfram- haldandi niðurskurði á framlögum ríkisins allt til ársins 2021 að minnsta kosti, annað hvort með því að leggja niður ákveðna þjónustuþætti eða breyta rekstrarfyrirkomulaginu til að afla nýrra tekna á öðrum vettvangi óháðum framlögum frá ríkinu,“ segir í tilkynningu SFV. Nær til allra heimila á Vesturlandi Björn Bjarki Þorsteinsson er fram- kvæmdastjóri hjúkrunar- og dvalar- heimilisins Brákarhlíðar í Borgarnesi og varaformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Hann segir þann niðurskurð á rekstrarframlögum til hjúkrunar-, dvalar- og dagrýma sem boðaður er í fjárlagafrumvarpi næsta árs ná til allra hjúkrunar- og dval- arheimila á Vesturlandi. Það er að segja Höfða á Akranesi, Brákarhlíð- ar í Borgarnesi, Dvalarheimilis aldr- aðra í Stykkishólmi, Jaðars í Ólafsvík, Fellaskjóls í Grundarfirði, Silfurtúns í Búðardal og Fellsenda í Dölum. „Frumvarpið snertir öll þessi heim- ili, þau eru rekin á sömu daggjalda- forsendum, sem reiknuð eru út við áramót annars vegar fyrir dvalar- rýmin og hins vegar hjúkrunarrým- in,“ segir Bjarki í samtali við Skessu- horn. „Við höfum miklar áhyggjur af því hvernig heimilin eigi að reka sig á þeim forsendum sem þeim er gert að mæta, því öll starfa þau samkvæmt kröfulýsingu sem þeim er gert að fylgja og reksturinn hefur verið afar þungur undanfarin ár. Ef skera á nið- ur framlög viljum við líka fá að vita hvaða tilteknu þjónustu við eigum að hætta að veita, þar verður ríkisvald- ið að stíga fram og koma með skýr skilaboð. Auðvitað þykir okkur afar leitt ef við lendum í að þurfa að skera niður þjónustu við okkar skjólstæð- inga. Fólkið á það ekki skilið,“ bætir hann við. „Þessi staða kemur okkur mikið á óvart vegna þess að afar skýrt er kveðið á um það í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að huga þurfi og styrkja að rekstrargrunni hjúkrunar- heimila í landinu. Við sjáum það hins vegar alls ekki í verki enn sem komið er,“ segir Bjarki að endingu. kgk/ Ljósm. úr safni. Hópur tónlistarmanna frá Banda- ríkjunum hefur undanfarið verið á ferð um landið undir heitinu Ap- artment Sessions. Hópurinn sam- anstendur af 40 tónlistarmönnum sem hafa flutt og tekið upp tónlist á Íslandi við hinar ýmsu aðstæður, til dæmis í Surtshelli í Hallmund- arhrauni í Borgarfirði og í Akra- nesvita. Allir leika tónlistarmenn- irnir á órafmögnuð hljóðfæri, en þar sem upptökur hafa farið fram utandyra er notast við bílarafhlöð- ur og sólarsellur við upptökurnar. Á meðan heimsókninni í Akranes- vita stóð tók hópurinn upp þrjú lög auk þess að flytja nokkur fyr- ir gesti og gangandi. Var vitanum lokað á meðan upptökum stóð. Hópurinn hélt síðan tónleika á Húrra í Reykjavík sl. fimmtudags- kvöld þar sem lög úr Íslandsferð- inni voru flutt. Skagakonan Inga María Hjartardóttir gekk í sama skóla og hluti hópsins. Tók hún að sér að leiða ferðalag Apartment Sessions um landið. kgk Tóku upp tónlist á Vesturlandi og víðar Hópurinn samankominn við Akranesvita. Ljósm. aðsend. Félagsaðilar í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu koma saman til félagsfundar næstkomandi föstudag. Þar munu þeir ræða „þá alvarlegu stöðu sem framundan er í rekstri fjölmargra heilbrigðisfyrirtækja og -stofnana víða um land sem boðuð er í framlögðu fjárlagafrumvarpi ríkis- stjórnarinnar fyrir næsta ár,“ eins það er orðað í tilkynningu frá SFV. „Í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2019 boðar ríkisstjórnin áfram- haldandi niðurskurð á greiðslum til flestra aðildarfélaga SFV með sama hætti og þau hafa staðið frammi undanfarin ár, ekki síst á yfirstand- andi ári. Samkvæmt fjármálaáætl- un ríkisstjórnarinnar stendur einnig til að skerða greiðslurnar enn frekar árin 2020 og 2021, að minnsta kosti. Standi þessi ákvörðun í meðförum Alþingis í umræðum um fjárlaga- frumvarpið verður niðurskurðurinn meiri árin 2020 og 2021 heldur en á yfirstandandi ári og fyrirsjáanlegur er á næsta ári.“ Segir í tilkynningunni að þetta komi nokkuð á óvart í ljósi þess að sérstaklega sé tiltekið í stjórnarsátt- mála ríkisstjórnarinnar að huga þurfi að rekstrargrunni hjúkrunarheim- ila. Af lestri frumvarpsins sé aug- ljóst að boðuð aukning á framlög- um til heilbrigðiskerfisins sé að lang- stærstum hluta ætluð Landspítala og opinberum heilbrigðisstofnunum. „Í frumvarpinu er á hinn bóginn gert ráð fyrir að skera áfram niður við rekstrarframlög til hjúkrunar-, dval- ar- og dagrýma þótt ætlunin sé að fjölga slíkum rýmum. Vísbendingar eru um að það viðbótarfjármagn hafi verið vanreiknað auk þess sem ríkis- valdið hefur lagt ýmsar nýjar og fjár- hagslega íþyngjandi kröfur á aðildar- félög SFV undanfarin misseri án þess að kröfurnar hafi verið fjármagnaðar af hálfu ríkisins,“ segir í tilkynning- unni. Vegna þessa hafa viðræður SFV við Sjúkratrygginar um nýjan ramma- samning fyrir dagdvalir siglt í strand. Engir samningafundir hafa verið haldnir frá því í lok marsmánaðar. Rammasamningur um hjúkrunar- og dvalarrými rennur út á áramótum og er fyrirhugaður samningur sá stærsti í sögu Sjúkratrygginga, að því er fram kemur í tilkynningu SFV. „Að mati stjórnar SFV er nauðsynlegt að kalla saman félagsfund til að ræða þá alvarlegu stöðu sem að óbreyttu Segja alvarlega stöðu blasa við í rekstri heilbrigðisfyrirtækja Niðurskurður á rekstrarframlögum til hjúkrunar-, dvalar- og dagrýma nær til allra hjúkrunar- og dvalarheimila á Vesturlandi. Björn Bjarki Þorsteinsson er framkvæmdastjóri Brákarhlíðar og varaformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.