Skessuhorn


Skessuhorn - 10.10.2018, Side 16

Skessuhorn - 10.10.2018, Side 16
MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 201816 Laugardaginn 20. október klukkan 14-16 verður Fjölmenningarhátíð haldin í Frystiklefanum í Rifi. Þetta er í fjórða sinn sem hátíðin er hald- in á þessum stað. Rebekka Unnars- dóttir, verkefnastjóri hjá Átthaga- stofu, segir að móttökur við hátíð- inni hafi alltaf verið góðar og skipu- lagningin í ár hafi gengið mjög vel. „Það lokar fljótlega fyrir skráningu en það eru nú þegar komin nokkur góð atriði.“ Rebekka segir að Fjölmenning- arhátíðin hafi alltaf vakið mikla lukku meðal íbúa Snæfellsbæjar. „Það er alltaf svo mikil jákvæðni bundin þessari hátíð,“ segir hún. „Það eru allir tilbúnir að taka þátt og það er alltaf mjög vel mætt.“ Meðal atriða í ár er tónlistaratriði frá Tón- listarskóla Snæfellsbæjar, krakkar í grunnskólum bæjarins hafa und- irbúið atriði og svo verður framandi matur frá öðrum menningarheim- um í boði. „Markmið okkar er að hafa gaman og svo spilar líka mat- urinn stórt atriði á þessari hátíð.“ Þátttakendum á hátíðinni stendur til boða að koma með framandi rétti á hlaðborð á hátíðinni og ekki er verra ef réttinum fylgi skemmtileg saga. Hægt er að fá endurgreiddan hráefniskostnað í matarréttina, allt að tíu þúsund krónur. Tilgangurinn með hátíðinni er að skapa vettvang þar sem fólk úr öðrum menningarheimum getur kynnst öðrum íbúum Snæfellsbæjar og kynnt sína menningu í leiðinni. „Ég vissi til dæmis ekki að það eru yfir tuttugu þjóðerni sem búa hérna, bara í Snæfellsbæ,“ segir Rebekka í samtali við Skessuhorn. Í ár verður boðið upp á fræðsluerindi um fjöl- menningu. „Fyrirlestrarnir eru al- mennt um fjölmenningu og samfé- lagið,“ segir Rebekka. Á hátíðinni geta fyrirtæki og félagasamtök líka verið með kynn- ingu á starfsemi sinni. „Í fyrra voru til dæmis félagasamtök með bás og í ár hafa verkalýðsfélögin útbúið kynningarefni sem verður dreift. Þá verður Umhverfisstofnun Snæfells- ness og Þjóðgarðurinn Snæfellsjök- ull með eitthvað í boði,“ segir Re- bekka. Aðaltilgangur hátíðarinnar er hins vegar að kynnast betur nýjum íbúum Snæfellsbæjar. Frítt er á há- tíðina sem opin er milli klukkan 14 og 16 í Frystiklefanum í Rifi og eru allir hvattir til að mæta og skemmta sér saman. „Það eru allir velkomnir, hvaðan sem er úr heiminum,“ segir Rebekka. klj Fjölmenningarhátíð í Snæfellsbæ 20. október Á fjölmenningarhátíðinni gefst fólki frá mismunandi menningarheimum tækifæri til að kynna sína menningu. Þessi mynd úr safni var tekin á fjölmenningarhá- tíðinni 2016.Byggðaþróun og umhverfismál, hvernig getur blómleg byggð og náttúruvernd farið saman, er umræðuefni á stórri byggð- aráðstefnu sem haldin verður á Fosshótel Stykkishólmi dagana 16.-17. október nk. Að ráðstefn- unni standa Byggðastofnun, Sam- band íslenskra sveitarfélaga, Sam- tök sveitarfélaga á Vesturlandi og Stykkishólmsbær. „Tilgangur ráðstefnunnar er að tengja saman fræðilega og hagnýta þekkingu á byggðaþróun með það að markmiði að stuðla að sjálf- bærri þróun byggðar um allt land. Leitast verður við að ná fram ólík- um sjónarmiðum þeirra sem vinna að rannsóknum og stefnumótun á vettvangi byggðamála með áherslu á umhverfismál. Ráðstefnan er vettvangur fólks úr háskólum, stjórnsýslunni, sveitastjórnum og annarra sem áhuga hafa á byggða- þróun og umhverfismálum,“ segir í tilkynningu. Skráning á ráðstefnuna er á vef Byggðastofnunar þar sem hægt er að kynna sér dagskrána. Skrán- ingarfrestur er til 10. október. Ráðstefnugjald 15.000 krónur og innifalið er veitingar og ráðstefnu- gögn. mm Ráðstefna um byggðamál framundan í Stykkishólmi Kaffihúsið Kaffi Brák í Borgar- nesi hefur nú verið starfandi og opið gestum og gangandi síðustu þrjú sumur. Kaffihúsið er staðsett í Kaupangi, elsta húsi Borgarness, en hjónin Helga Halldórsdóttir og Gunnar Jónsson festu kaup á húsinu fyrir rúmum fjórum árum. Á þeim tíma var Kaupangur íbúðarhús en Helga og Gunnar innréttuðu fast- eignina sem gistiheimili og kaffihús og bættu þar með við rekstur sinn sem þau höfðu fyrir, Egils Guest- house. Í dag sér elsti sonur þeirra, Hafþór Ingi Gunnarsson, um dag- legan rekstur fyrirtækisins og hefur hann tekið eftir því að fleiri gestir eru að koma á kaffihúsið þetta sum- ar heldur en hefur verið. „Það er tvöföld aukning frá því í fyrra sem er mjög jákvætt,“ segir Hafþór Ingi ánægður í samtali við Skessuhorn um liðna helgi. „Ég tel að stiginn sem pabbi minn setti upp hérna fyrir utan hafi margt með það að gera,“ bætir hann við. Við Kaup- ang er brekka sem leiðir að lista- verkinu Brákinni eftir listamanninn Bjarna Þór Bjarnason. „Við fengum styrk fyrir efniskostnaði frá sveitar- félaginu til að byggja tröppur upp að listaverkinu og kláraðist það verkefni í sumar. Eftir það höfum við tekið eftir mikilli fjölgun gesta hingað inn til okkar á kaffishúsið. Margir sem ganga upp að Brákinni sjávarmegin taka eftir tröppunum þegar á topp- inn er komið, ganga niður og stoppa í kaffi og bakkelsi hjá okkur. Áður en tröppurnar komu þá snéri fólk oft við á toppnum. Núna er þetta svona hringur sem fólk í göngutúr getur haft not af.“ Viðskiptavinur ársins Viðskiptavinur ársins hjá Kaffi Brák er Magnús Guðbjarnarson frá Straumfirði en hann er dugleg- ur að heimsækja kaffihúsið. „Þetta er í fyrsta skipti sem við gefum út titilinn, Viðskiptavinur ársins. Hugmyndin á bakvið þetta er að sýna þakklæti til tryggra viðskipta- vina sem að þessu sinni er Maggi í Straumfirði. Hann er heimamað- ur sem kemur reglulega til okkar í heimsókn. Stærsti hluti gesta okkar er þó erlendir ferðamenn sem eru okkar helsta tekjulind. Það er aft- ur á móti extra gaman að fá heima- fólk til okkar, sérstaklega heima- menn sem koma reglulega, það er alls ekki sjálfsagt í svona litlum bæ,” segir Hafþór. Magnús segir titilinn ekki hafa komið sér á óvart. „Hingað er gott að koma og setjast niður. Það er gott andrúmsloft hérna inni og það er alltaf vel tekið á mót mér,“ seg- ir Magnús um leið og hann fær sér sopa af kaffi. „Ég fæ mér alltaf sneið af gulrótarköku og tvær kleinur með kaffinu mínu,“ bætir hann við glað- ur í bragði. Magnús kemur í hvert skipti um kaffitímaleytið í heimsókn og segir gaman að hitta fólk hverju sinni. „Það er gott að fara á svona kaffihús. Svona hittir maður alls- konar fólk og það er skemmtilegt.“ Ásamt því að vera reglulegur gest- ur á Kaffi Brák þá sér Magnús um að losa gáminn hjá Rauða krossi Ís- lands sem stendur við Félagsbæ í Borgarnesi. „Ég átti að prófa að vera í þessu verkefni í einn og hálf- an mánuð hjá Rauða krossinum. Ég byrjaði um miðjan nóvember og átti að vera út desember 2007,” útskýr- ir Magnús. „En þetta prufu-verkefni hefur núna enst í ellefnu ár,“ segir Maggi í Straumfirði og hlær. Kaffi Brák er einungis opið um helgar í vetur þangað til annað verður auglýst, en kaffihúsið hef- ur yfirleitt einungis verið opið yfir sumartímann. „Við ætlum að sjá til hvernig þetta þróast. Það veltur allt á aðsókninni. Ferðamenn eru farn- ir að ferðast um landið allan ársins hring og þess vegna langaði okkur að prófa að hafa opið um helgar yfir veturinn. Við ætlum að sjá hvernig október verður og taka svo stöð- una,” segir Hafþór að lokum. glh Gott sumar hjá Kaffi Brák í Borgarnesi Húsið Kaupangur sem hýsir starfsemi Kaffi Brákar og Egils Guesthouse. Hafþór Ingi Gunnarsson sér um rekstur Kaffi Brákar og Egils Guesthouse. Magnús Guðbjarnarson er Viðskiptavinur ársins hjá Kaffi Brák. Byggður var stigi til að auðvelda göngugörpum leiðina að Brákinni sem sést á toppnum.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.