Skessuhorn - 10.10.2018, Page 18
MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 201818
Sauðamessa var haldin hátíðlega í Borgarnesi síðastliðinn
laugardag. Skipuleggjendur hátíðarinnar þurftu þó að aðlaga
dagskrána að íslensku veðri, en hitastigið hélt sig í kring-
um núll gráður og mikið rok og rigning gekk á með köflum.
Öll dagskrá sem átti að fara fram í Skallagrímsgarði var því
færð inn í Hjálmaklett þar sem meðal annars Sauðamessu-
markaðurinn fór fram. Fólk var ánægt með aðlögunina og
margir nýttu tækifærið og kíktu inn í Hjálmaklett, í skjól frá
veðrinu. Gestir kíktu á markaðinn þar sem allskonar prjóna-
vörur voru í boði, fólk gæddi sér á kjötsúpu og fylgdist með
dagskrá á sviði en þar hélt meðal annars Bjarni Benedikts-
son, fjármála- og efnahagsráðherra, tölu fyrir mannskap-
inn. Á sviðinu var meðal annars boðið upp á ostasmökkun
og umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar voru afhent-
ar af Ragnari Frank Kristjánssyni, sviðsstjóra umhverfis- og
skipulagssviðs (sjá í annari frétt).
Síðast en ekki síst atriða sem fram fóru á sviðinu var læra-
kappátið þar sem fjórir einstaklingar kepptust um að borða
eins mikið af lambakjöti og þau gátu á þremur mínútum.
Á meðal keppanda var Halldór Óli Gunnarsson, sigurveg-
ari frá því í fyrra, en hann freistaði þess að verja titil sinn og
tókst það. Hann gerði sér lítið fyrir og borðaði 420 grömm
af lambakjöti á þremur mínútum eða 80 grömmum meira en
næsti keppandi, Eiríkur Þór Theodórsson, sem varð í öðru
sæti.
Einnig var boðið upp á ball fyrir yngri kynslóðina þar sem
Meginstreymi spilaði en seinna um kvöldið var hinn árlegi
Sauðamessudansleikur. Þar nýttu margir tækifærið til að
sletta úr klaufunum og dansa sig inn í nýjan dag og betra
veður. glh
Sauðamessan í Borgarnesi var vel sótt
Allskonar vörur voru í boði á Sauðamessumarkaðinum.
Hið árlega kappát fór fram, þar sem keppst er um að borða sem mest af lambalæri
á þremur mínútum.
Boðið var upp á dansiball fyrir yngstu kynslóðina að dagskrá lokinni. Krakkarnir
voru á öllum aldri.
Hjónin Ólafur Guðmundsson og Þuríður Guðmundsdóttir fengu Umhverfisviður-
kenningu Borgarbyggðar fyrir Snyrtilegasta býlið 2018.
Halldór Óli Gunnarsson varði titil sinn
frá því í fyrra með yfirburðum. Hann
borðaði 420 grömm af lambakjöti á
þremur mínútum eða 80 grömmum
meira en næsti keppandi.
Þessum þótti kjötsúpan góð.
Þær Hugrún Hanna og Ingibjörg
Jónasdóttir fengu verðlaun fyrir
lopapeysur sínar. Hugrún Hanna fyrir
frumlegustu hönnunina og Ingibjörg
fyrir þá fallegustu.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, flutti ávarp í tilefni dagsins.
Margir nýttu tækifærið og gæddu sér á íslenskri kjötsúpu.
Eiríkur Jónsson kynnti dagskrárliði á sviði í Hjálmakletti.
Margir fylgdust með atriðum á sviðinu í Hjálmakletti.