Skessuhorn


Skessuhorn - 10.10.2018, Side 30

Skessuhorn - 10.10.2018, Side 30
MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 201830 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Ert þú að lesa einhverja bók þessa dagana? Spurni g vikunnar Steinþór Hans Grönfeldt Ekki í augnablikinu. Ingigerður Jónsdóttir Já, ég er að lesa Mánastein. Pétur Helgi Pétursson Nei, enga bók. Heiðrún Bjarnadóttir og Hekla Ísabell Mikaelsdóttir Já, Syndafallið og Hekla er að lesa Lubbi finnur málbeinið. Árni Guðjónsson Já, ég er að lesa nýjustu bókina eftir Arnald. Myrkrið veit. (Spurt í Borgarnesi) Skólahlaupið Brekkósprettur var hlaupið í Brekkubæjarskóla á Akra- nesi síðastliðinn föstudag. Flest- ir nemendur skólans, kennarar og nokkrir foreldrar að auki skemmtu sér saman þegar hlaupinn var víð- ur hringur umhverfis skólann. Það lá vel á nemendum þar sem þeir hlupu hvern hringinn á fætur öðr- um, til þess að safna sem flestum stigum fyrir sinn árgang, en sá ár- gangur sigrar sem hleypur flesta hringi. klj/ Ljósm. Ragnheiður H. Guðjónsdóttir. Brekkósprettur í Brekkubæjarskóla Það var vel hægt að skemmta sér á leiðinni og spjalla saman. Fyrstu bekkingar fengu sumir hjálp við að ná alla leið. Fyrir hlaupið, meðan sól var enn lágt á lofti, var tekin góð upphitun. Börnin hlupu og gengu til skiptis. Rósa Björk Árnadóttir hefur verið að bjóða upp á krakkajóga á Akra- nesi fyrir krakka á aldrinum 7-13 ára. Hún er menntaður heilsu- markþjálfi og krakka jógakennari frá Childplay Yoga og Little Flo- wer Yoga auk þess sem hún er kenn- ari í Kundalini jóga. Á námskeiðun- um kennir hún börnum jóga í gegn- um leik og tónlist. „Ég nota tónlist- ina til að kenna börnunum hreyf- ingarnar og svo leikum við okkur og reynum að hafa gaman,“ segir Rósa. Í lok hvers tíma leiðir Rósa börnin í gegnum hugleiðslu og slökun. „Þeg- ar ég var að læra að kenna krakka- jóga var mér sagt að börn væru svo ör og ættu erfitt með að taka þátt í slökun. En það hefur ekki verið mín reynsla. Fyrir mörg börnin er þetta hápunkturinn. Þau eru spennt að fá augngrímurnar sínar og slaka á, sum þeirra sofna og eru svo ekki tilbúin að standa upp og fara heim eftir tím- ann,“ segir Rósa glöð. Næsta jóganámskeið hefst 15. október og kennt verður á mánu- dögum og miðvikudögum. Rósa tek- ur við skráningum í sími 822-0860 en einnig er hægt að hafa samband við hana í gegnum Facebook síð- una Mín besta vinkona er ég - Minn besti vinur er ég. arg Býður upp á krakkajóga á Akranesi Rósa Björk Árnadóttir býður upp á krakkajóga á Akranesi. Í síðustu viku fengu fimm íþrótta- félög og -sambönd styrki til að standa fyrir verkefnum sem ætlað er að hvetja börn af erlendum uppruna til þátttöku í íþróttastarfi. Verkefnið er samstarfsverkefni Íþrótta- og Ól- ympíusambands Íslands og Ung- mennafélags Íslands. Af félögun- um fimm sem hljóta styrk eru tvö á Vesturlandi; Íþróttabandalag Akra- ness og Héraðssamband Snæfells- og Hnappadalssýslu. Hin félögin þrjú eru Íþróttabandalag Vestmannaeyja, Valur og Taekwondodeild Keflavík- ur. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, flutti erindi um hlutfall barna af erlendum uppruna í íþrótt- um. Kom fram í máli hennar að talið væri að um tíu prósent íbúa landsins væru innflytjendur en samanlagt væri fyrsta og önnur kynslóð innflytjenda um tólf prósent þjóðarinnar. Sam- kvæmt niðurstöðu rannsóknar sem lögð var fyrir 8.-10. bekk árið 2016 stunda 56% barna og ungmenna nær aldrei íþróttir ef þau koma frá heim- ilum þar sem engin íslenska er töl- uð. 46% stunda nær aldrei íþróttir meðal barna og ungmenna frá heim- ilum þar sem íslenska er töluð ásamt öðru tungumáli. Sagði Margrét slá- andi hve stórt hlutfall barna og ung- menna af erlendum uppruna virtist ekki stunda íþróttir. Þar að auki fluttu stutta fyrirlestra þau Maciej Baginski, körfuknatt- leiksmaður úr Njarðvík og Samar E. Zahilda, taekwondokona úr Ár- manni. Maciej flutti fimm ára frá Póllandi með foreldrum sínum en Samar á foreldra frá Pakistan. Lýstu þau reynslu sinni og mæltu með því að foreldrar barna af erlendum upp- runa skrái börn sín í íþróttir. Sögðu þau þátttöku sína í íþróttum hafa haft mjög jákvæð áhrif á líf sitt. En þátttaka í íþróttum væri ekki aðeins jákvæð fyrir börn af erlendum upp- runa, heldur hefði hún einnig já- kvæð félagsleg áhrif á foreldrana. Þeir geti eignast nýja vini og eflt félagsleg tengsl í gegnum íþróttastarf barnanna. kgk Hvetja börn af erlendum uppruna til að taka þátt í íþróttum ÍA og HSH fengu styrk til málefnisins Fulltrúar íþróttafélaganna fimm sem fengu styrk, ásamt Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra og fulltrúum íþróttahreyfingarinnar. Ljósm. ÍSÍ. Knattspyrnumarðurinn Leó Örn Þrastarson skrifaði um síðustu helgi undir nýjan þriggja ára samn- ing við Víking Ólafsvík. Leó Örn var í sumar lánaður til Skallagríms og spilaði með liðinu í 18 leikjum í 4. deildinni og skoraði tvö mörk. Skallagrímur endaði sem kunnugt er í öðru sæti deildarinnar og fór upp um deild. Á myndinni er auk Leós, Jóhann Pétursson formaður Víkings Ólafsvík. þa Leó Örn á heimaslóðir ÍA bar sigurorð af liði Stál-úlfs á útivelli, 91-108, þegar liðin mætt- ust í 2. deild karla í körfuknattleik á sunnudagskvöld. Sigurinn var fyrsti sigur Skagamanna í Íslandsmótinu í körfuknattleik í meira en ár, en lið- ið tapaði öllum leikjum sínum í 1. deildinni á síðasta keppnistímabili. Eftir tvo leiki hafa Skagamenn því tvö stig í sjötta sæti deildarinn- ar. Næst mæta þeir Reyni Sand- gerði, sem situr á botninum eins og staðan er í dag. Leikur ÍA og Reyn- is fer fram á Akranesi sunnudaginn 21. október næstkomandi. kgk/ Ljósm. úr safni/ jho. Fyrsti sigurinn í meira en ár

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.