Skessuhorn


Skessuhorn - 10.10.2018, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 10.10.2018, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 2018 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Skallagrímskonur máttu játa sig sigraðar gegn Val, 71-51, þegar lið- in mættust í fyrstu umferð Dom- ino‘s deildar kvenna sl. miðviku- dagskvöld. Leikurinn á Hlíðarenda fór hægt af stað og liðin höfðu skorað sjö stig hvort þegar komið var fram yfir miðjan fyrsta leikhluta. Eftir það náðu Skallagrímskonur góðri rispu og leiddu með átta stigum fyrir ann- an fjórðung, 9-18. Valsliðið kom sér snarlega upp að hlið Skallagríms í upphafi annars leikhluta og fylgdi Borgnesingum eins og skugginn það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Staðan í hléinu var 29-33, Skallagrími í vil. Valur náði undirtökunum í leikn- um snemma í síðari hálfleik. Lið- ið náði átta stiga forskoti um miðj- an þriðja fjórðungi og tókst með góðum endaspretti að auka hana í tólf stig áður en leikhlutinn var úti. Skallagrímskonur náðu ekki að svara fyrir sig og það sem eftir lifði leiks jók Valur hægt og rólega for- ystuna og vann að lokum með 20 stigum, 51-71. Shequila Joseph var atkvæðamest í liði Skallagríms með 17 stig og 17 fráköst. Bryesha Blair skoraði 13 stig og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var með átta stig og fimm stoðsend- ingar. Í liði Vals var Brooks Johnsons með 20 stig og 16 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 18 stig og ellefu frá- köst, Bergþóra Holton Tómasdótt- ir 14 stig og fimm fráköst og Ásta Júlía Grímsdóttir ellefu stig og sex fráköst. Næsti leikur Skallagríms er jafn- framt fyrsti heimaleikur vetrarins. Hann fer fram í kvöld, miðvikudag- inn 10. október, þegar liðið mætir Breiðabliki í Borgarnesi. kgk/ Ljósm. úr safni/ Skallagrímur. Botninn datt úr leik Skallagríms í síðari hálfleik Snæfellskonur gerðu sér lítið fyr- ir og lögðu Íslandsmeistara Kefla- víkur, 87-75, þegar liðin mættust í Domino‘s deild kvenna á laugar- dag. Leikurinn var jafnframt fyrsti heimaleikur Stykkishólmsliðsins í vetur. Snæfellskonur byrjuðu af krafti og komust í 10-0 áður en gestirn- ir komust á blað. Þær höfðu yfir- höndina allan fyrsta leikhlutann og höfðu afgerandi forystu að honum loknum, 34-18. Keflavíkurliðið tók aðeins við sér í öðrum fjórðungi en Snæfell var þó áfram mun sterkara lið vallarins og leiddi með 14 stig- um í hléinu, 50-36. Snæfellskonur héldu upptekn- um hætti í þriðja leikhluta og réðu ferðinni inni á vellinum. Þær leiddu 73-55 eftir þiðja leikhluta og sigldu síðan sigrnium heim í þeim fjórða. Keflavík náði að minnka forskot- ið niður í 12 stig en sigur Snæfells var aldrei í hættu. Lokatölur urðu 87-75. Kristen McCarthy var algerlega frábær í liði Snæfells með skoraði 28 stig 15 fráköst, átta stoðsend- ingar og hvorki fleiri né færri en tíu stolna bolta. Helga Hjördís Björns- dóttir var með 20 stig og Gunn- hildur Gunnarsdóttir 15 stig, fimm fráköst og sjö stoðsendingar. Brittany Dinkins var atkvæða- mest í liði Keflavíkur með 35 stig, tólf fráköst og sex stoðsendingar og Bryndís Guðmundsdóttir 17 stig. Snæfell hefur sigrað báða leiki sína í vetur og hefur því fjögur stig eftir tvo fyrstu leikina. Næst leikur Snæfell gegn Stjörnunni á útivelli miðvikudaginn 17. október næst- komandi. kgk Snæfell sigraði Íslandsmeistarana Kristen McCarthy átti stórleik bæði í vörn og sókn þegar Snæfell lagði Íslands- meistara Keflavíkur. Ljósm. úr safni. Snæfell tapaði stórt gegn Vestra, 80-47, þegar liðin mættust á Ísa- firði í fyrstu umferð 1. deildar karla í körfuknattleik á föstudagskvöld. Snæfellingar skoruðu fyrstu stig leiksins, sem fór rólega af stað, en ekki leið á löngu þar til heimamenn í Vestra náðu undirtökunum og leiddu með sex stigum að loknum fyrsta leikhluta, 14-8. Snæfellingar héldu í við Vestra framan af öðr- um fjórðungi og um hann miðjan var staðan 24-18. Þá náðu heima- menn góðum kafla á meðan hvorki gekk né rak hjá Snæfelli. Fyrir vikið leiddi Vestri með 17 stigum í hálf- leik, 37-20. Snæfellingar náðu ekki að koma til baka í síðari hálfleik. Heima- menn héldu uppteknum hætti í þriðja leikhluta og framan af þeim fjórða. Á lokakafla leiksins bættu Vestramenn svo enn við forskot sitt og unnu að lokum stórsigur, 80-47. Dominykas Zupkauskas var stigahæstur í liði Snæfells með 17 stig og sex fráköst að auki. Darrell Flake skoraði tíu stig og tók sex frá- köst en aðrir höfðu minna. Nebosja Knazevic var atkvæða- mestur í liði Vestra með 26 stig, tíu fráköst og níu stoðsendingar. Nemanja Knazevic skoraði 18 stig og reif niður 18 fráköst. Næst leikur Snæfell föstudag- inn 12. október næstkomandi þeg- ar liðið tekur á móti Hetti í fyrsta heimaleik vetrarins. kgk/ Ljósm. Vestri. Snæfell steinlá gegn Vestra Skallagrímur varð að játa sig sigr- aðan gegn Íslandsmeisturum KR í fyrstu umferð Domino‘s deildar karla sl. fimmtudag. Borgnesing- ar voru sterkir framan af fyrri hálf- leik og höfðu yfirhöndina á löngum köflum. En heimamenn í KR náðu að snúa dæminu við í þeim síðari og sigruðu að lokum með 109 stigum gegn 93. Skallagrímsmenn voru ákveðn- ir í upphafi leiks. Þeir leiddu með tveimur til þremur stigum en KR fylgdi þeim hvert fótmál. Heima- menn leiddu reyndar eftir fyrsta leikhluta, 28-26, en Borgnesingar tóku forystuna strax aftur í upphafi annars fjórðungs og leiddu þar til undir lok fyrri hálfleiks. Þá náði KR smá rispu, tók forystuna og hafði sex stiga forskot í hálfleik, 58-52. KR-ingar þéttu varnarleikinn eftir hléið og gerðu Skallagríms- mönnum erfitt fyrir. Borgnesingar náðu bara að skora fjögur stig fyrstu fimm mínútur síðari hálfleiksins og heimamenn náðu 14 stiga for- ystu, 70-56. Skallagrímsmenn náðu ekki að svara fyrir sig og KR-ing- ar leiddu með ellefu stigum fyrir lokafjórðunginn, 86-75. Aftur fóru Borgnesingar hægt af stað í þeim leikhluta og voru stigalausir fyrstu fjórar mínúturnar. Þá var staðan orðin 94-75 og brekkan orðin æði brött fyrir leikmenn Skallagríms. Það sem eftir lifði leiksins stjórn- uðu KR-ingar ferðinni og sigruðu að lokum með 16 stigum, 109-93. Matej Buovac var stigahæstur leikmanna Skallagríms með 25 stig og fimm fráköst að auki. Aundre Jackson skoraði 23 stig og tók fimm fráköst, Eyjólfur Ásberg Halldórs- son var með 20 stig, fimm fráköst og átta stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson skoraði tíu stig og tók fimm fráköst og Bjarni Guð- mann Jónsson var með tíu stig. Julian Boyd fór mikinn í liði KR- inga með 37 stig og tólf fráköst. Jón Arnór Stefánsson var með 15 stig og sex stoðsendingar, Orri Hilm- arsson skoraði tólf stig, Sigurður Þorvaldsson var með ellefu stig og sex fráköst og Emil Barja tíu stig, átta fráköst og sjö stoðsendingar. Næsti leikur Skallagríms er jafn- framt fyrsti heimaleikur liðsins í vetur. Sá fer fram í Borgarnesi ann- að kvöld, fimmtudaginn 11. októ- ber, þegar Borgnesingar fá Grind- víkinga í heimsókn. kgk Eyjólfur Ásberg Halldórsson átti góðan leik gegn KR. Ljósm. úr safni/ kgk. Skallagrímur varð að lúta í gras gegn Íslandsmeisturunum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.