Skessuhorn


Skessuhorn - 24.10.2018, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 24.10.2018, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 201810 Fyrir um það bil einu og hálfu ári tóku lögregluembættin á Íslandi í notkun ný strokupróf. Eru þau fyrst og fremst notuð við umferðareftir- lit, í þeim tilfellum sem ökumenn eru grunaðir um akstur undir áhrif- um fíkniefna. Skessuhorn leit við hjá Lögreglunni á Vesturlandi þar sem Trausti Freyr Jónsson varð- stjóri og Jónas Hallgrímur Ottós- son lögreglufulltrúi fræddu blaða- mann um nýju strokuprófin, sem þeir segja að hafi gefið góða raun. „Nú höfum við haft þessi strokupróf í vel á annað ár. Reynslan af þeim hefur verið mjög góð og tilkoma þeirra þýðir miklu minna inngrip í líf fólks en áður,“ segja þeir. Áður en þessi próf komu í notkun þurfti að láta fólk taka þvagpróf. Þá þýddi það að handtaka þurfti fólk, færa á lögreglustöð og gefa þvagsýni í viðurvist lögreglumanns. „Það gat tekið langan tíma, stundum nokkr- ar klukkustundir, fyrir utan að það er óþægileg lífsreynsla að pissa fyr- ir framan annað fólk. Stöku sinnum kom fyrir að ekkert mældist í þvagi og þá var búið að eyða miklum tíma og gera mikið inngrip í líf fólks að tilefnislausu,“ segja þeir. „Með til- komu strokuprófanna er þetta úr sögunni,“ bæta þeir við. Greinir öll algengustu efnin Með nýju strokuprófunum er mælt fyrir neyslu á kannabis, benzódía- zepíni, amfetamíni og metamfetam- íni, ópíum og kókaíni. „Til eru próf sem mæla fyrir fleiri lyfjaflokkum en við teljum þetta próf duga, því öll langalgengustu fíkniefnin falla undir þessa fimm flokka,“ segir Jónas. „Ef viðkomandi hefur nýlega neytt lyfja úr einhverjum af þessum lyfjaflokkum þá gefur strokupróf- ið það til kynna. Gefi storkuprófið jákvæða niðurstöðu er viðkomandi handtekinn, færður niður á lög- reglustöð og tekið af honum blóð- og þvagsýni,“ útskýra þeir og bæta því við að strokuprófin séu mjög áreiðanleg. „Ef strokuprófið gef- ur jákvæða niðurstöðu fyrir einum af þessum lyfjaflokkum mælist það nánast undantekningarlaust einn- ig í blóðinu,“ segir Trausti. Það er þó alltaf blóðið sem gildir þegar kemur að því að sækja menn til saka fyrir brot af þessu tagi. „Ef maður er með efni í blóðinu þá er maður undir áhrifum, annars ekki,“ segir Jónas. „En líkaminn getur verið að brjóta efnið niður í langan tíma eftir að það er horfið úr blóðinu og áhrifin hverfa. Þess vegna má sjá merki um neyslu í þvagi löngu eftir að neyslu er hætt, eða svo lengi sem niðurbrot efnisins á sér stað í líkamanum. Það tekur mjög mislangan tíma fyrir líkamann að brjóta niður ólík efni og fer það einnig eftir hversu mikil neysla þeirra hefur verið,“ bætir hann við. „Harðari efni eru almennt fljótari að hverfa úr lík- amanum. Til dæmis er aðeins hægt að sjá merki um neyslu kókaíns og amfetamíns í örfáa sólarhringa og áfengi hverfur jafnvel enn hraðar úr líkamanum,“ segir Trausti. „En síðan getur líkaminn til dæmis verið allt frá nokkrum dögum upp í nokkrar vikur að losa sig við öll merki um kannabisneyslu. Það er vegna þess að THC, virka efnið í kannabis, binst fitu í líkamanum. Ef um langvarandi daglega neyslu er að ræða getur það tekið allt að 72 daga fyrir líkamann að brjóta efnið niður og það kemur fram í þvagsýni,“ bætir Jónas við. Neysla bundin efnahagsástandi Það er nokkuð þekkt að umferð- arlagabrotum þar sem fíkniefni koma við sögu eru fleiri þegar efnahagsástand er gott. Á síðasta ári urðu 33 umferðarslys þar sem neysla fíkniefna er skráð sem or- sök, samkvæmt slysaskýrslu Sam- göngustofu fyrir árið 2017 sem gefin var út í ágúst síðastliðnum. Sé litið til bæði ölvunar- og fíkni- efnaaksturs var fjöldinn tvöfalt meiri, eða 66. Að því er fram kemur í afbrota- tölfræði Ríkislögreglustjóra voru á síðasta ári skráð 66 umferðar- lagabrot í umdæmi Lögreglunn- ar á Vesturlandi þar sem ekið var undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Voru þau 47 árið 2016 en 127 árið 2015. Sé litið til alls landsins voru brotin hins vegar 2.056 tals- ins og hafa þau aldrei verið fleiri. Eru það rösklega 600 fleiri brot en í fyrra og rúmlega 800 fleiri en árið 2015. Á sama tímabili má sjá nokkrar sveiflur í fjölda brota inn- an einstakra lögregluumdæma. Í öllum tilfellum eru brotin þó fleiri á síðasta ári en árið 2016. „Það þekkist að neysla er meiri þegar efnahagsástand er gott og eins þegar markaðurinn er góður fyrir notaða hluti. Þá er auðveld- ara að koma hlutum í verð og fjár- magna neyslu, hvort sem um er að ræða neyslu ólöglegra fíkni- efna eða aðra neyslu,“ segir Jón- as. „Þá er alveg sama hvaða þjóð- félagshóp um er að ræða. Brotum virðist fjölga í öllum hópum þeg- ar vel árar og við höfum afskipti af fólki úr öllum stigum þjóðfélags- ins vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna,“ bætir Trausti við. Hvort beint orsakasamband sé milli efnahagsástands og akst- urs undir áhrifum er erfitt að full- yrða um. Aðrar breytur kunna að eiga þar hlut að máli. Það breytir því ekki að fylgnin á milli er nokk- uð skýr. „En allt umferðareftir- lit er frumkvæðisvinna. Að stöðva ökumenn við fíkniefnaakstur ger- ist ekki nema lögreglumenn fari út og fylgist með umferðinni. Nú hefur lögreglan fengið þetta góða tæki sem strokuprófin eru til að auðvelda þá vinnu. Það getur því verið að fjölgun skráðra brota af þessu tagi sé að hluta tilkom- in vegna betri búnaðar lögreglu,“ segja þeir Jónas og Trausti að end- ingu. kgk Góð reynsla af nýjum strokuprófum lögreglu Trausti Freyr Jónsson lögregluþjónn tekur hér strokusýni af blaðamanni til að sýna virkni tækisins. Ljósm. jho. Á nokkrum sekúndum sést hvort viðkomandi hafi t.d. neytt kannabisefna, ben- zódíazepíns, amfetamíns og metamfetamíns, ópíum eða kókaíns. Ljósm. kgk. Tappinn var tekinn úr Lýsuhólslaug 4. október síðastliðinn. Var þetta í síðasta skipti sem laugin var tæmd í þeirri mynd sem hún hefur verið í frá árinu 1981. Aðdáendur laugar- innar þurfa þó ekki að örvænta því stefnt er að því að opna nýja og end- urbætta Lýsuhólslaug næsta vor. Að sögn Sigrúnar H Guðmundsdóttur frá Kálfárvöllum verður steypt ný laug og heitur pottur auk þess sem sundlaugargarðurinn fær yfirhaln- ingu. „Gamla laugin var timbur- laug með dúk en nýja laugin verð- ur steypt. Við verðum áfram með sama klórlausa, náttúrulega og þör- ungaríka ölkelduvatnið sem við höf- um alltaf verið með,“ segir hún og bætir því við að gestir laugarinn- ar þurfi ekki að hafa miklar áhyggj- ur af of miklum breytingum. „Lýsu- hólslaug, eða Lýsulaugar eins og við kjósum að kalla hana, verður áfram lítil og sæt laug úti í sveit,“ segir hún. „Hin laugin var orðin svo lé- leg að það var nauðsynlegt að ráðast í þessar endurbætur.“ Veturinn ræður því hvenær ný laug verður opnuð Aðspurð hvort breytingar verði gerðar á húsakosti við laugina neit- ar Sigrún því. „Það er ekki langt síðan við gerðum smá endurbætur á búningsher- bergjum svo það verður ekki ráðist í slíkar framkvæmdir núna. Það er samt eitthvað sem þarf að huga að von bráðar og við munum taka þetta lið fyr- ir lið næstu árin.“ Ferðamenn hafa verið duglegir að heim- sækja laugina og segist Sigrún hafa fundið vaxandi eftirspurn eftir opnun á haustin og vorin. „Við höfum verið að opna í maí og verið með opið aðeins fram á haustið. Eftir endurbætur kemur alveg til greina að hafa opið lengur fram á haustið og jafnvel að opna fyrr á vorin.“ Hún segir þó ólíklegt að hægt verði að opna fyrr næsta vor. „Það verður allt að ráðast af því hversu vel framkvæmdir munu ganga. Það mun alveg fara eft- ir því hvenær vetur konungur ætlar að mæta og hversu slæm- ur hann verður,“ segir hún og hlær. „Þessi hlýi tími sem við höfum haft núna í haust hef- ur verið mjög dýrmætur fyrir okkur. Við vonumst bara eftir góðum vetri og að hægt verði að opna sem fyrst,“ segir Sig- rún að endingu. arg Lýsuhólslaug tæmd í síðasta sinn Mannlaus Lýsuhólslaug. Ljósm. aðsend.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.