Skessuhorn - 24.10.2018, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 20182
síður þakklátur fyrir að hafa feng-
ið hana í hendur að nýju og að ekk-
ert tjón virðist hafa orðið á henni.
Hann segist ætla að sigla skútunni
aftur vestur á Ísafjörð strax og færi
gefst en þarf fyrsta að fara vestur til
að sækja segl hennar. Hann kveðst
afar þakklátur Landhelgisgæsl-
unni fyrir þátt hennar í að skútan
fannst hratt og örugglega eftir að í
ljós kom að henni hafði verið stol-
ið í Ísafjarðarhöfn. Kvaðst hann í
samtali við fréttaritara ekki vilja tjá
sig frekar um málið þar sem hann
átti eftir að gefa skýrslu hjá lögregl-
unni á Vestfjörðum vegna málsins.
Eftir komuna til Rifs og handtöku
mannsins sem sigldi skútunni frá
Ísafirði var hún innsigluð. Mættu
lögregluþjónar á miðvikudaginn í
Rifshöfn og rufu innsiglin svo eig-
andinn gæti kannað ástand hennar.
af
Næstu daga mun lista- og menning-
arhátíðin Vökudagar standa yfir á
Akranesi og um komandi helgi verður
haustfagnaður Félags Sauðfjárbænda
í Dalasýslu. Fölbreytt og skemmtileg
dagskrá verður á báðum þessum við-
burðum en allar nánari upplýsingar
er að finna í auglýsingum í Skessu-
horni vikunnar.
Á morgun er útlit fyrir norðlæga átt
5-13 m/s og él, einkum á norðan-
verðu landinu, og hiti um og undir
frostmarki. Á föstudag er spáð norðan-
átt 8-13 m/s við austurströndina og
dálítil él á Norður- og Austurlandi. Létt-
skýjað á Suðurlandi og frost 0-6 stig.
Á laugardag er útlit fyrir fremur hæga
breytilega átt og víða bjart veður en
norðanátt 8-13 m/s og lítilsháttar él á
Austurlandi framan af degi og áfram
kalt í veðri. Vaxandi sunnanátt og
þykknar upp vestanlands um kvöldið.
Á sunnudag er spáð allhvassri sunnan-
átt með rigningu eða slyddu en þurrt
á Norðurlandi og hlýnandi veður. Á
mánudag er útlit fyrri suðaustanátt
og rigningu, einkum á Suðaustur-
landi, en þurrt fyrir norðan og hiti
2-7 stig.
Í síðustu viku var spurt á vef Skessu-
horns „Gengur þú með armbandsúr?“
Flestir lesendur, eða 52% sögðust allt-
af ganga með armbandsúr. 24% les-
enda eru hættir að ganga með arm-
bandsúr og 13% segjast stundum
ganga með armbandsúr. Fæstir, eða
11% svöruðu því að þeir hefðu aldrei
gengið með armbandsúr.
Í næstu viku er spurt:
Hvernig tölvu
notar þú mest?
Sundkonan knáa Brynhildur Trausta-
dóttir hjá Sundfélagi Akraness synti
sig inn á Norðurlandameistaramót
um liðna helgi og er hún Vestlend-
ingu vikunnar að þessu sinni.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Veðurhorfur
Vestlendingur
vikunnar
Kvennafrí-
dagurinn í dag
Síðastliðið ár hafa frásagn-
ir kvenna af áreitni, ofbeldi og
misrétti á vinnustöðum undir-
strikað að brýnt sé að tryggja ör-
yggi kvenna og jaðarsettra hópa
á vinnumarkaði. „Nú er nóg
komið, konur eiga að vera óhult-
ar heima og óhultar í vinnu,“
segir í tilkynningu um baráttu-
fundi sem halda á víða um land
í dag. Hér á Vesturlandi er vitað
að halda á baráttufundi í Borg-
arnesi, á Bifröst, Grundarfirði
og Ólafsvík. Gefinn er fyrirvari
um að mögulega eru fleiri fundir
í landshlutanum, án þess að rit-
stjórn hafi verið kunnugt um þá
í gær. „Samkvæmt nýjustu tölum
Hagstofu Íslands um launamun
kynjanna eru meðalatvinnu-
tekjur kvenna 74% af meðalat-
vinnutekjum karla. Konur eru
því með 26% lægri atvinnutekjur
að meðaltali. Samkvæmt því hafa
konur unnið fyrir launum sínum
eftir 5 klukkustundir og 55 mín-
útur miðað við fullan vinnudag
frá kl. 9–17. Daglegum vinnu-
skyldum kvenna er því lokið kl.
14:55. Með þessu áframhaldi
ná konur ekki sömu launum og
karlar fyrr en árið 2047 – eftir 29
ár! Eftir því getum við ómögu-
lega beðið,“ segir í tilkynningu
frá samtökum kvenna og launa-
fólks. -mm
Átak gegn ofbeldi
LANDIÐ: Á fundi ríkisstjórn-
ar Íslands í gær var kynnt tillaga
til þingsályktunar um aðgerða-
áætlun gegn ofbeldi og afleið-
ingum þess. Áætlunin nær til
til næstu fjögurra ára og verður
unnið í samstarfi fjögurra ráðu-
neyta. Stýrihópur með fulltrú-
um hlutaðeigandi ráðuneyta
hefur unnið að áætluninni í
samstarfi við fjölda aðila á síð-
ustu misserum. Áætlunin tekur
til ofbeldis í ólíkum birtingar-
myndum en aðgerðirnar taka til
líkamlegs, kynferðislegs og and-
legs ofbeldis. Áætlunin bygg-
ist á þremur meginþáttum, þ.e;
vakningu sem felur í sér for-
varnir og fræðslu, viðbrögðum
sem snúast um verklag og máls-
meðferð og valdeflingu þar sem
áhersla er lögð á styrkingu þol-
enda í kjölfar ofbeldis.
-mm
Fjórðungssamband Vestfirðinga,
SSNV og Samtök sveitarfélaga
á Vesturlandi réðu í sumar De-
liotte til að vinna skýrslu um áhrif
veiðigjalda í landshlutanum. Bor-
in eru saman fiskveiðiárin 2016
og 2017. Í skýrslunni, sem nýver-
ið kom út, kemur skýrt fram hversu
mikil áhrif veiðigjöld hafa á fyrir-
tæki í kjördæminu og sennilega
eru áhrif þeirra mest á Snæfells-
nesi. Greiningin náði til stærstu
fyrirtækja í bolfiskvinnslu með lög-
heimili í póstnúmerunum 300 til og
með 570. Samanstendur hún af fé-
lögum sem greiddu 81,1% af veiði-
gjöldum á þessu svæði fiskveiðiár-
ið 2017/18. Sjávarútvegsfyrirtæki í
Norðvesturkjördæmi greiddu 2,5
milljarða króna í veiðigjöld fyrir
fiskveiðiárið 2017/18, en á landinu
öllu voru veiðigjöld 11,2 milljarð-
ar það ár. Til að setja þessar tölur
um veiðigjöld í samhengi við aðrar
fjárhagsstærðir hefur Vífill Karls-
son hagfræðingur hjá SSV bent
á að 2,5 milljarðar króna í veiði-
gjöld sem fyrirtækin í kjördæminu
eru að borga er álíka há upphæð
og heildartekjur 2500 íbúa sveit-
arfélags. „Snæfellsbær sem er með
tekjuhærri sveitarfélögum og með
íbúafjölda í kringum 1.650 er með
heildartekjur upp á 1.850 milljónir
króna,“ segir Vífill.
Afnám sérstakrar lækkunar veiði-
gjalda hefur umtalsverð áhrif á fyr-
irtækin í landshlutanum. Reikn-
ar Deliotte það út að ebitda væri
um 7% lægri ef sérstakrar lækk-
unar veiðigjalda nyti ekki við, en
þar er um að ræða skuldaafslátt.
Greindar eru í skýrslunni tekjur og
ebitda framlegð þessara ára sem og
greiðslugeta og arðsemi eiginfjár
fyrirtækjanna. Meðal helstu niður-
staðna þá lækkaði ebitda framlegð
sjávarútvegsfélaga í Norðvestur-
kjördæmi um 38% milli áranna
2016 og 2017. Tekjur fyrirtækj-
anna drógust saman um 19% milli
ára, en kostnaður lækkaði jafnframt
nokkuð. Samanlögð ebitda þeirra
40 félaga sem mynda úrtakið nam
4,6 milljörðum króna árið 2017.
Arðsemi eigin fjár var 4,8%. Á því
tímabili sem var til skoðunar þró-
uðust ytri hagstærðir almennt með
neikvæðum hætti fyrir sjávarút-
vegsfyrirtæki. Verðlag sjávarafurða
hefur lækkað verulega í íslensk-
um krónum og launavísitala hef-
ur hækkað töluvert. Einnig hafði
tveggja mánaða verkfall sjómanna
neikvæð áhrif á tekjumyndun og
framlegð félaganna á fiskveiðiárinu.
Þá kemur fram að ebitda framlegð
félaga sem stunda vinnslu dróst
meira saman en þeirra sem einung-
is eru í útgerð. Afkoma og tekjur
lækkuðu í öllum veiðikerfum en
hlutfallslega var samdráttur mestur
hjá félögum í aflamarkskerfi.
mm
Skýrsla um áhrif veiðigjalda
í Norðvesturkjördæmi
Eigandi frönsku skútunnar Inook
Lorient sem stolið var frá Ísafirði
aðfararnótt sunnudagsins 14. októ-
ber á Ísafirði kom til landsins síð-
astliðið þriðjudagskvöld. Hélt hann
rakleiðis vestur á Snæfellsnes næsta
morgun til að kanna ástand skút-
unnar sem liggur í Rifshöfn. „Ég
er í áfalli yfir að skútunni hafi verið
stolið,“ sagði eigandinn í samtali við
Skessuhorn. Hann kvaðst engu að
Eigandinn vitjaði skútu sinnar