Skessuhorn


Skessuhorn - 24.10.2018, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 24.10.2018, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 201818 Hjónin Jón Bjarni Jónsson og Vil- borg Viðarsdóttir bjuggu um árabil á Akranesi en fluttust til Reykjavik- ur 2009 og svo til Noregs árið 2014. Jón Bjarni er fæddur og uppalinn á Akranesi og hafði búið þar alla tíð áður en hann flutti til Reykjavikur og svo til Noregs. Hann vann í 23 ár hjá HB Granda og síðustu árin var hann yfirvélstjóri á fjölveiði- skipinu Ingunni AK. Árið 2011 tók hann sér leyfi frá HB Granda og vann við uppsetningu á plastend- urvinnslu í Gufunesi. Eftir það var hann ekki tilbúinn að snúa til baka í fiskiríið og sótti því um vinnu í Noregi. Í dag er Jón Bjarni yfir- vélstjóri á einu skipi fyrirtækis- ins Island Offshore sem sér m.a. um að þjónusta borpalla og þjón- ustupalla í olíuiðnaðinum. „Ég hef verið á mörgum skipum hjá fyrir- tækinu en fyrir rétt rúmum mán- uði fór ég á nýtt skip sem kallast PSV, eða Platform Supply Vessel. Það er skip með allt sem þarf fyr- ir borpalla auk þess sem við sjáum líka um að ferja affallið sem kem- ur við boranir,“ segir Jón Bjarni í samtali við Skessuhorn. Jón Bjarni segir blaðamanni að hann hafi prófað ýmis mismun- andi störf hjá Island Offshore. Nú síðast var hann á skipi með ROV, eða robot, sem tengjast og stjórna borholum, sjá um viðhald og ýmsa prufuferla í samráði við bor- eða framleiðslupalla. „Þetta eru tæki sem við köllum robot kafbáta. Skipin fara að borholum og slaka þar niður þessum kafbátum sem finna svo borholurnar og sjá um alla vinnu við þær og hafa stjórn á öllu gas- og olíuflæði um holurnar. Kafbátunum er stjórnað af tækni- teymi um borð í skipinu,“ útskýrir Jón Bjarni. Er ekki á leiðinni heim að svo stöddu Jón Bjarni byrjaði að vinna hjá Isl- and Offshore í Noregi árið 2012 og stóð þá aldrei til að flytja fjöl- skylduna með sér út. „Ég vinn að jafnaði fjórar vikur í einu og er fjórar vikur heima. Okkur þótti því bara upplagt að ég myndi fljúga á milli,“ segir Jón Bjarni. „Vilborg og börnin fluttu 2014 til Nor- egs en ætlunin var samt ekkert að setjast hér að bara prufa í þrjú ár. Við keyptum raðhús i Sandefjord og leigðum húsið á Íslandi,“ bæt- ir hann við. Eftir tvö ár var kom- ið annað hljóð í fjölskylduna og ákveðið var að selja húsið heima á Íslandi. „Það voru eiginlega börn- in sem vildu ekki fara heim aftur. Okkur langaði það reyndar ekki heldur. Hér er gott veður 360 daga á ári og hægt er að sigla um skerja- garðinn og baða sig í sjónum á sumrin og fara á skíðin á veturna,“ segir hann brosandi. „Það er fínt að taka svona eitt og hálft til tvö ár í nýju landi áður en maður tek- ur ákvörðun um framhaldið. Það er svo margt sem maður þarf að venjast í nýju landi svo það er ekki hægt að ákveða sig um framtíð- ina fyrr en maður er kominn yfir ákveðinn hjalla og þekkir alla kosti nægilega vel,“ segir Jón Bjarni og bætir því við að ekki standi til að flytja aftur heim eins og staðan er í dag. „Við erum hér með þrjú yngstu börnin okkar en það elsta er heima á Íslandi. Börnin eru mjög ánægð hér og við líka. Vil- borg vinnur hér á hjúkrunarheim- ili og líkar það vel og ég er ánægð- ur í vinnunni minni, það er ekk- ert sem togar okkur heim í raun og veru.“ Líkar fjölbreytni Eins og fyrr segir vann Jón Bjarni áður á togaranum Ingunni AK og aðspurður kveðst hann ekki geta hugsað sér að vinna á togara aft- ur. „Ég fer aldrei aftur í fiskiríið. Mér líkaði það reyndar vel á þeim tíma en eftir að hafa kynnst starf- seminni hér fer ég ekki til baka. Ingunn AK var eitt besta skip sem hægt var að komast á heima. Það var allt frekar nýtt og tæknilegt en ekkert samanborið við skip- in sem ég hef unnið á hér,“ seg- ir Jón Bjarni. Hjá Island Offshore er mikil áhersla á öryggi og tækni- framfarir. „Island Offshore vinnur fyrir eigendur olíuborpallanna og alla þá sem stjórna olíuiðnaðinum. Í þeim bransa eru miklir pening- ar og skipta því öll smáatriði miklu máli. Vegna þess eru miklar kröfur gerðar um að búnaðurinn sem er notaður sé alltaf af bestu gerð. Það er því mjög regluleg endurnýjun á öllum tækjabúnaði og skipin sem við erum á eru ein þau fullkomn- ustu sem finnast í heiminum. Nú er verið að skoða að setja hybrid búnað í skipin en það ætti að vera auðvelt því þau eru öll dísil knú- in. Við erum með svo fullkomn- ar tölvur sem stjórna nærri öllu og það krefst þess að við þurfum alltaf að vera á læra eitthvað nýtt. Þessu fylgir reyndar mikil pappírs- vinna, námskeið og endurmennt- un því það er allt mikilvægt til að gæta fyllsta öryggis,“ segir hann og heldur áfram. „En það hentar mér vel, ég er nýjungagjarn og endist alla jafnan ekki lengi í því sama. Hér er engin hætta á því að staðna í starfi og ég fæ alltaf að gera eitt- hvað nýtt reglulega,“ segir Jón Bjarni að endingu. arg/ Ljósm. aðsendar Hætti í fiskiríinu og fór í olíuna Rætt við Jón Bjarna Jónsson sem starfar á skipi sem þjónar olíuborpöllum Til vinstri á myndinni er borpallur sem er fjarlægður eftir borverkefnið. Eftir stendur framleiðslupallurinn sem er fyrir miðju á myndinni. Lengst til hægri er hótel sem er notað fyrir mannskapinn sem vinnur við framleiðslupallinn. Þegar búið er að bora og framleiðslupallurinn fullbúinn er hótelið fjarlægt og eftir stendur aðeins framleiðslupallurinn. Mobil Offshore Unit, eða MOU, skip með torn offshore krana og tvo robot kafbáta. Jón Bjarni Jónsson starfar nú fyrir Island Offshore í Noregi. Á þessari mynd má sjá stjórnherbergið. Í gegnum þessar fjórar tölvur er öllu stjórnað sem tengist vélarúmi og öðrum vélbúnaði. Á myndinni er skip sem liggur u.þ.b. tíu metra frá framleiðslupalli. Fimm skrúfur sjá um að halda skipinu nákvæmlega á sama stað allan tímann á meðan á vinnu stendur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.