Skessuhorn - 24.10.2018, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 201812
Kúariða hefur greinst á nautgri-
pabúi í Skotlandi. Þetta er fyrsta til-
felli hefðbundinnar kúariðu í land-
inu í tíu ár. Fáein tilfelli hafa komið
upp í Evrópu á undanförnum árum
en lítil hætta er á að sjúkdómur-
inn komi upp á Íslandi, samkvæmt
tilkynningu frá Matvælastofnun.
Dreifingarbann hefur verið sett á
nautgripi frá búi í Aberdeenshire í
Skotlandi eftir að kúariða greindist
við reglubundna sýnatöku úr dauð-
um grip frá búinu. Þarlend stjórn-
völd telja að neytendum og bú-
greininni stafi ekki hætta af frekara
smiti skv. upplýsingum yfirvalda
þar í landi.
Hættan á að kúariða komi upp á
Íslandi er óveruleg sökum þess að
hún hefur aldrei greinst hér á landi,
lifandi nautgripir hafa ekki verið
fluttir inn síðan 1933, bannað hef-
ur verið að flytja inn kjöt- og beina-
mjöl síðan 1968 og óheimilt er að
fóðra nautgripi á kjöt- og beina-
mjöli síðan 1978. Kúariða er ekki
smitandi sjúkdómur á milli naut-
gripa. Smitefnið finnst ekki í mjólk
eða mjólkurvörum. Rannsóknir
benda til þess að eini áhættuþáttur-
inn í dreifingu sjúkdómsins sé þeg-
ar nautgripir eru fóðraðir á kjöti
eða beinamjöli úr sýktum nautgrip-
um. Kúariða getur borist í menn
með neyslu á sýktu kjöti (Creutz-
feldt-Jakob).
Árið 2017 greindust sex kúa-
riðutilvik innan Evrópusambands-
ins (þrjú á Spáni, tvö í Frakklandi
og eitt á Írlandi). Auk þess greind-
ist eitt tilfelli í Bandaríkjunum. Öll
tilvikin voru af óhefðbundnu kúa-
riðugerðinni.
mm
Fyrsta tilfelli kúariðu
í Skotlandi í áratug
Þórdís Kolbrún R Gylfadótt-
ir ferðamálaráðherra hefur birt
á samráðsgátt stjórnvalda frum-
varp til laga sem breytir ákvæðum
varðandi heimagistingu í landinu.
Breytingarnar sem lagðar eru til
varða allar starfssvið Sýslumanns-
ins á höfuðborgarsvæðinu sem
hefur umsjón með skráningu og
eftirliti á heimagistingu í landinu.
Frumvarpið verður í opnu samráði
til 24. október nk.
Í fyrsta lagi er lagt til að skrán-
ing heimagistingar verði bundin
við bæði þinglýst eignarhald og
lögheimili en samkvæmt núgild-
andi löggjöf er skráningin ein-
göngu bundin við lögheimili. Með
þeirri breytingu er markmiðið að
koma í veg fyrir lögheimilisskrán-
ingar til málamynda. Í öðru lagi
er lagt til að sýslumaður geti lagt
stjórnvaldssektir á þá sem reka
leyfisskylda gististarfsemi án leyf-
is, en samkvæmt núgildandi lög-
gjöf ber sýslumanni að senda slík
brot áfram til viðkomandi lög-
reglustjóra. Sýslumaður hefur
hins vegar heimild til að beita ein-
staklinga stjórnvaldssektum vegna
brota á skráningarskyldu heima-
gistingar. Því hefur verið mun-
ur á málsmeðferð aðila sem leiðir
til þess að búast má við að hærri
sekt liggi við því að stunda óskráða
heimagistingu en ólöglega rekstr-
arleyfisskylda starfsemi í atvinnu-
skyni. Reynslan sýnir að sjaldan
eru gefnar út ákærur í slíkum mál-
um heldur er þeim lokið með lög-
reglusekt. Markmiðið er að koma í
veg fyrir ólíkar niðurstöður vegna
sambærilegra brota, flýta máls-
meðferð og draga úr kostnaði sem
hlýst af formlegri og kostnaðar-
samri ákærumeðferð fyrir dóm-
stólum.
Í þriðja lagi er lagt til að sýslu-
maður fái heimild til að beita
stjórnvaldssektum ef aðili með
skráða heimagistingu skilar ekki
inn nýtingaryfirliti í samræmi
við ákvæði laganna. Hann hefur
til þessa ekki haft nein úrræði til
að knýja fram skil á nýtingaryfir-
liti sem torveldar eftirlitshlutverk
hans.
mm
Skerpt á reglum um heima-
gistingu í nýju frumvarpi
Fyrirtækið EM Orka mun standa
fyrir kynningarfundi vegna fyr-
irhugaðs vindorkugarðs í landi
Garpsdals í Gilsfirði í kvöld, mið-
vikudaginn 24. október. Þar verður
verkefnið kynnt, farið yfir hvernig
það mun birtast íbúum í nágrenn-
inu og hver ávinningur Reykhóla-
hrepps mun verða af því. Þá munu
fulltrúar verkfræðistofunnar Mann-
vits kynna umhverfismats verkefn-
isins.
Fundurinn verður haldinn í Nes-
heimum, gamla Kaupfélagshúsinu í
Króksfjarðarnesi og hefst kl. 20:00.
kgk/ Ljósm. úr safni.
Kynningarfundur um
vindorkugarð í Garpsdal
Mikil umræða hefur verið um erfitt
rekstrarumhverfi fyrirtækja í ferða-
þjónustu og því haldið fram að af-
koma þeirra hafi versnað á síðustu
misserum. Til að kanna hvort þessi
staðhæfing ætti við rök að styðjast
fól Ferðamálastofa endurskoðun-
arfyrirtækinu KPMG að gera út-
tekt á rekstri fyrirtækja í ferðaþjón-
ustu. Niðurstaðan hefur nú verið
kynnt í viðamikilli skýrslu. Fram
kemur að ebidta framlegð hótela
á landsbyggðinni var almennt mun
lakari en á höfuðborgarsvæðinu á
fyrstu sex mánuðum ársins 2018.
Hún var í raun neikvæð á lands-
byggðinni í öllum landshlutum, en
jákvæð á höfuðborgarsvæðinu. Af-
koma fyrirtækja virðist versna eftir
því sem fjær dregur höfuðborgar-
svæðinu. Ebidta framlegð fyrstu 6
mánuði 2018 var neikvæð á Suður-
landi um 1% af veltu, neikvæð um
6,1% af veltu á Vesturlandi, en á
Norðurlandi var hún neikvæð um
20,4%. Virðist þetta staðfesta þá
skoðun að ferðamenn dvelji skem-
ur á landinu, gisti mest á höfuð-
borgarsvæðinu en fari síður út á
land og því minna sem fjær dregur
höfuðborginni.
Fram kemur í skýrslu KPMG
að laun sem hlutfall af tekjum hafa
hækkað mikið og eru þau að jafn-
aði hærra hlutfall af tekjum hjá
hótelum á landsbyggðinni en á
höfuðborgarsvæðinu. Laun sem
hlutfall af tekjum námu 46,9% hjá
hótelum á landsbyggðinni 2017 en
þetta hlutfall var 38,7% á höfuð-
borgarsvæðinu. Meðalverð á her-
bergi og herbergjanýting er mun
lægri á landsbyggðinni en á höfuð-
borgarsvæðinu. mm
Rekstrarafkoma landsbyggðar-
hótela versnar til muna
Sýn hf, móðurfélag Vodafone á Ís-
landi, vill fá að koma á framfæri
upplýsingum í framhaldi af birt-
ingu fréttar Skessuhorns í síð-
asta tölublaði undir fyrirsögninni
„Vodafone vill leggja af fjarskipta-
samband í Hítardal.“ Í tilkynningu
frá Vodafone kemur fram að fyrir-
tækið er í samskiptum við sveitar-
stjórn Borgarbyggðar um stöðuna í
Hítardal. „Við vonumst eftir ásætt-
anlegri lausn á málinu. Vodafone
mun áfram leggja metnað sinn í að
veita öllum íbúum Borgarbyggðar
góða þjónustu, eins og við leggjum
okkur fram um að þjónusta land-
ið allt sem best. Sem dæmi um það
má nefna að 4G dreifing Vodafone
er mjög víðtæk bæði yfir landið og
miðin en dreifingin nær til meira
en 98% landsmanna eftir búsetu en
það hvíla ekki alþjónustukvaðir á
Vodafone lögum samkvæmt,“ segir
í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Vodafone bendir á að Fjarskipta-
sjóður styrkir ljósleiðaravæðingu
sveitarfélaga og Hítardalur gæti
verið forgangsverkefni sé tekið mið
af stöðunni þar. Forsaga málsins,
samkvæmt tilkynningu Vodafone,
er að Lofthraði, sem hefur oft verið
kennt við eMax þráðlaus fjarskipti,
fylgdi með í kaupum Vodafone á
fjarskiptahluta 365 samstæðunn-
ar. Í kjölfar sameiningarinnar við
Vodafone var ákveðið að samþætta
núverandi fjarskiptakerfi Vodafone
við þráðlaust fjarskiptakerfi Loft-
hraða/eMax á 6 – 8 mánuðum.
Var sú ákvörðun byggð á nokkrum
þáttum, meðal annars því að not-
endum kerfisins hefur fækkað mjög
undanfarin ár, eða úr u.þ.b. 1.500
niður í u.þ.b. 200. Tekjur kerfisins
duga því ekki lengur fyrir rekstrar-
útgjöldum. Þá er kerfi Lofthraða/
eMax að mestu leyti byggt upp á
opnu tíðnisviði, sem getur eitt og
sér leitt til truflana á fjarskiptum
með neikvæðum afleiðingum fyr-
ir notanda. Því er kerfi Lofthraða/
eMax a.m.k. að hluta til orðin úr-
elt þar sem hröð þróun hefur orð-
ið m.a. í öðrum kerfum, svo sem
með uppbyggingu ljósleiðarakerfa
í dreifbýli og hraðri þróun í 4G og
4,5G farsímakerfum.
Þá segir í tilkynningu upplýs-
ingafulltrúa Vodafone að ákvörðun
fyrirtækisins hafi verið kynnt öllum
notendum Lofthraða/eMax ítarlega
með bréfi og notendum boðin net-,
farsíma-, heimasíma- og sjónvarps-
þjónusta í samræmi við það sem er
í boði á hverjum stað og það kynnt
í fjölmiðlum. „Þannig gafst öllum
hlutaðeigandi rúmur frestur til að
gera ráðstafanir og undirbúa þess-
ar breytingar,“ segir í tilkynningu
frá Vodafone vegna fréttar Skessu-
horns.
mm
Vodafone í viðræðum um
fjarskiptasamband í Hítardal
Hítardalur.