Skessuhorn


Skessuhorn - 24.10.2018, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 24.10.2018, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2018 21 það hefur gengið vel við æfingar undanfarnar vikur og áhorfend- ur mega búast við skemmtilegri kvöldstund. Þetta verður svolít- ið öðruvísi sýning en flestir eiga að venjast. Fjórir einþáttung- ar, spunnir saman, ekkert hlé og hver sýning verður rúmur klukku- tími að lengd. En ég á von að það verði létt stemning, mikill hlátur og fólk geti átt þarna ánægjulega kvöldstund,“ segir hann og bæt- ir því við að leikhópurinn ætli að gera smá tilraun á sýningunni en vill ekki ljóstra nánar upp hvað felst í henni. Tíu leikarar stíga á svið á sýn- ingunni, fjórir fullorðnir og fjórir yngri, auk þess sem tveir kynnar munu taka þátt í uppsetningunni. Þá eru ótaldir hljóð- og tækni- menn og þeir sem vinna störf bak- sviðs. Sýnt verður fjórum sinnum á meðan Vökudagar standa yfir, alltaf kl. 20:00 „og oftar ef það gengur extra vel,“ segir leikstjór- inn. „En ég vænti þess að áhorf- endur muni skemmta sér konung- lega og líka leikararnir á sviðinu, það helst alltaf svolítið í hend- ur,“ segir hann og bætir því við að hann vonist jafnframt til að kom- andi uppsetning verði vítamín- sprauta fyrir leikstarfið á Akranesi. „Leikfélagið hefur legið í dvala núna um nokkurra ára skeið, en ég vona að þessi sýning geti orð- ið liður í að ýta leikstarfi á Akra- nesi aftur af stað. Það er ekki langt síðan Skagaleikflokkurinn var eitt öflugasta áhugaleikfélag landsins og hann getur alveg orðið það aft- ur,“ segir Jóel. „Ef þetta tekst vel, fólk kemur á sýninguna og á hér ánægjulega kvöldstund þá verður það aðeins til að vekja áhuga fleira fólks að vera með í starfi félagsins þegar kemur að því að sýna næst,“ segir Jóel Sæmundsson að end- ingu. kgk Orlofssjóður BHM (OBHM) óskar eftir að taka á leigu sumarhús eða íbúðir um land allt og annars staðar í Evrópu til að framleigja til sjóðfélaga sumarið 2019. Húsnæðið þarf að vera í mjög góðu ástandi, fullbúið húsgögnum og öðrum viðeigandi húsbúnaði. Þar þarf jafnframt að vera pláss fyrir a.m.k. 6 til 8 manns í gistingu. Áhugasamir húseigendur sendi tölvupóst með myndum af eigninni á obhm@bhm.is Gott væri að fram kæmu upplýsingar um staðsetningu, byggingarár, ástand, stærð, fjölda svefnplássa og hugmyndir um leiguverð. ÁTT ÞÚ ORLOFSHÚS SEM ÞÚ VILT LEIGJA? Þjóðminjasafn Íslands sendir nú út spurningaskrá með heitinu „Lofts- lagsbreytingar og framtíðin“ í sam- vinnu við þjóðháttasöfn í Noregi og í Svíþjóð. Með spurningaskránni óskar Þjóðminjasafnið eftir liðsinni almennings við að safna upplýsing- um um afstöðu fólks til loftslags- breytinga af mannavöldum, hvaða áhrif þær hafa á líf þess og hvernig það ímyndar sér framtíð með eða án loftslagsbreytinga. Spurninga- skránni er svarað á netinu með því að smella á þennan tengil: http:// www.sarpur.is/Spurningaskra. aspx?ID=1877071 . Þar er jafnframt að finna skriflegar leiðbeiningar. Einnig er mögulegt að óska eftir að fá senda prentaða spurningaskrá eða að svara í tölvupósti. Umræður um loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa lengi verið í sviðsljósinu og kannski aldrei meira en núna. Hnattræn hlýnun get- ur haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir allt líf á jörðinni, sam- félög manna og daglegt líf, en sam- kvæmt rannsóknum á veðurfari eru loftslagsbreytingar af mannavöldum nú þegar til staðar. Spurningaskrá- in er liður í þjóðháttasöfnun Þjóð- minjasafns Íslands sem staðið hefur óslitið frá árinu 1960 og hafa flest svörin verið slegin inn í rafrænan gagnagrunn sem hægt er að skoða á vefslóðinni http://www.sarpur.is/ . Frekari upplýsingar eru veittar í síma 530 2294 en einnig má senda tölvupóst á agust@thjodminjasafn. is. -fréttatilkynning Þjóðminjasafn kannar lofts- lagsbreytingar og framtíðina Skagaleikflokkurinn ætlar að kitla hláturtaugar gesta menningarhá- tíðarinnar Vökudaga, sem hefst á Akranesi á morgun. Færðir verða á fjalirnar fjórir gríneinþáttung- ar, sem spunnir hafa verið saman í eina sýningu. Þessa dagana eru leikfélagar í Skagaleikflokknum önnum kafnir við æfingar á Gamla Kaupfélaginu, þar sem sýningarn- ar verða. Frumsýnt verður næst- komandi laugardagskvöld, 27. október. Leikstjóri er Jóel Sæ- mundsson. Hann segir ferlið ekki hafa gengið þrautalaust fyrir sig. „Upphaflega stóð til að sýna leikrit í fullri lengd með mörgum karakterum. En síðan datt fólk út eitt af öðru og við vorum komin niður í tíu leikara. Þá fundum við annað verk og byrjuðum að æfa það en þá duttu tveir í viðbót út, m.a. vegna veikinda. Allt í einu voru fjórar vikur farnar í súginn en þá fundum við þessa einþáttunga, bjuggum til smá grind í kringum þá og höfum æft af kappi undan- farnar vikur,“ segir Jóel. „Það verður meira að segja komið að- eins inn á það í sýningunni hvern- ig allt gekk á afturfótunum hjá okkur, það klikkaði nánast allt sem gat klikkað í raunveruleikanum,“ bætir hann við léttur í bragði. „En Skagaleikflokkurinn skemmtir gestum á Vökudögum „Létt stemning, mikill hlátur og ánægjuleg kvöldstund“ Jóel Sæmundsson leikstýrir fjórum gríneinþáttungum sem Skagaleikflokkurinn færir á fjalirnar á Vökudögum. Leikendur og kynnar í sýningu Skagaleikflokksins ásamt leikstjóranum. Ljósm. Skagaleikflokkurinn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.