Skessuhorn


Skessuhorn - 24.10.2018, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 24.10.2018, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2018 19 Byggingar- og skipulagsfulltrúi Laust er starf byggingar- og skipulagsfulltrúa í Kjósarhreppi. Leitað er eftir öflugun og hæfum einstaklingi sem hefur áhuga á starfi á þessu sviði. Um er að ræða hlutastarf. Starfsmaðurinn fer með framkvæmd byggingar- og skipulags skipulagsmála samkvæmt lögum og sinnir verk- efnum í samstarfi við skipulags- og byggingarnefnd sveitar- félagsins sem starfar í umboði hreppsnefndar ásamt því að vinna náið með oddvita/sveitarstjóra. Helstu verkefni: • Móttaka skipulags- og byggingarerinda • Undirbúningur og eftirfylgni funda skipulagsnefndar • Úttektir, mælingar og vettvangsathuganir • Útgáfa byggingarleyfa, framkvæmdaleyfa og stöðuleyfa. • Umsagnir vegna útgáfu rekstrar og/eða starfsleyfa • Yfirferð uppdrátta • Skráning fasteigna og stofnun lóða. • Umsjón með skjalavistun er varðar skipulags og byggingarmál og tryggja virkni gæðakerfis byggingarfulltrúa. Menntunar- og hæfniskröfur: • Umsækjendur skulu fullnægja menntunar- og hæfniskröfum 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 25. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010. • Þekking og reynsla af skipulags- og byggingarmálum ásamt opinberri stjórnsýslu er æskileg. • Mikilvægt er að umsækjandi hafi iðnmenntun í byggingariðnaði sem bakgrunn. • Góðir samskiptahæfileikar eru nauðsynlegir. • Skipulögð og fagleg vinnubrögð. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið. Laun og önnur starfskjör eru samningsatriði. Nánari upplýsingar veitir oddviti í síma 566 7100. Umsóknir ásamt fylgigögnum skal senda á netfangið: oddviti@kjos.is. Umsóknarfrestur er til 5. nóvember. FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Stykkishólmur 2018 Bifreiðaskoðun verður hjá Bílaverkstæðinu Dekk & Smur, Nesvegi 5 Fimmtudaginn 1. nóvember Föstudaginn 2. nóvember Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 438 – 1385 S K E S S U H O R N 2 01 8 Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Ólafur Páll Lind Egilsson bóndi á Hundastapa lést fimmtudaginn 18. október í Brákarhlíð, Borgarnesi. Útförin fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 27. október klukkan 14:00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð Brákarhlíðar, sjá heimasíðu www.brakarhlid.is. Sigurbjörg Ólafsdóttir Guðmundur Ólafsson Hrafnhildur Ólafsdóttir Hanna Kristín Lind Ólafsdóttir tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ólöf Guðrún Guðmundsdóttir Borgarbyggð tekur í gegnum starf- semi Safnahúss Borgarfjarðar þátt í tvenns konar menningardagskrá á landsvísu í ár. Annars vegar með tónleikum sem hluta af afmælis- dagskrá fullveldisins og hins vegar með sýningu um Hvítárbrúna nú í nóvember, en það verkefni er þátt- ur í viðburðaskrá Menningararfs- árs Evrópu. Það er Minjastofnun sem heldur utan um þá dagskrá hér á landi. Tónleikarnir voru haldnir í apríl í samvinnu við afmælisnefnd um Fullveldisárið, undir merkj- um verkefnisins „Að vera skáld og skapa“ í samstarfi við Tónlistar- skóla Borgarfjarðar sem einnig er stofnun á vegum sveitarfélagsins. Fjölbreytt vetrardagskrá Safna- húss er nú hafin, með opnun sýn- ingar á myndverkum Steinunn- ar Steinarsdóttur 1. september og myndamorgni og fyrirlestri Sigrún- ar Elíasdóttur um fantasíur og vís- indaskáldsögur 13. september s.l. Sýning um Hvítárbrúna Fimmtudaginn 1. nóvember n.k. kl. 19.30 verður sýningin um Hvítár- brúna opnuð, enda fór vígsla henn- ar fram þennan sama dag árið 1928. Sýningarstjóri er Helgi Bjarna- son frá Laugalandi í Stafholtstung- um. Heiður Hörn Hjartardóttir er hönnuður sýningarinnar. Viðburð- urinn er eins og áður sagði hluti af dagskrá Menningararfsárs Evr- ópu 2018 og er verkefnið unnið í samvinnu við Minjastofunun ríkis- ins og er helgað minningu Þorkels Fjeldsted, fyrrum bónda í Ferjukoti í Borgarhreppi. Verkefnið er stutt af Kaupfélagi Borgfirðinga. Fleira framundan Á myndamorgnum vetrarins verða gestir beðnir að aðstoða skjalasafn- ið við að greina ljósmyndir. Næsti myndamorgunn verður 15. nóvem- ber kl. 10.30, en eftir áramót verð- ur tímasetningunni breytt í 10.00. Fimmtudaginn 6. desember verður aðventuopnun í Safnahúsi, þá verður m.a. lengd opnun á bóka- safni og þýðing Magnúsar Ásgeirs- sonar á Aðventu Gunnars Gunn- arssonar lesin af sjálfboðaliðum. Þrír fyrirlestrar verða haldnir eft- ir áramót og er það mikið tilhlökk- unarefni. Nánar verður sagt frá þeim síðar, en þeir eiga það sam- eiginlegt að vera um efni af fagsv- iðum safnanna. Laugardaginn 16. mars verður opnuð sýning á verkum myndlistar- konunnar Josefinu Morell, en hún er verðugur fulltrúi þeirrar grósku- miklu myndlistarstarfsemi sem fer fram í héraðinu. Sumarsýning Safnahúss 2019 (opnuð 18. maí) verður úr safni Hallsteins Sveinssonar (Listasafn Borgarness) og annast Helena Guttormsdóttir myndlistarmaður val efnis og sýningarstjórn. gj Menningarstarf Safnahúss á fullveldis- og menningarári Verkefnið um Hvítárbrúna er unnið í samvinnu við Minjastofunun ríkisins og er helgað minningu Þorkels Fjeldsted, fyrrum bónda í Ferjukoti í Borgarhreppi, en verkefnið er stutt af Kaupfélagi Borgfirðinga. Snyrtistofu Jennýjar Lind í Borgar- nesi verður lokað föstudaginn 30. nóvember nk. eftir 29 ára rekstur. Aðspurð um ástæðu lokunarinnar svarar Jenný því að; „einhvern tíman lokar maður.“ Hún segir nú sé ein- faldlega komin tímamót. „Starfsum- hverfið hefur breyst mikið frá því ég byrjaði og í dag eru áherslurnar orðn- ar aðrar. Hluti af rekstrinum hef- ur verið að selja snyrtivörur og veita faglega ráðgjöf en með árunum hef- ur salan dregist saman. Fyrst komu stóru verslanakeðjurnar sem höfðu tök á að bjóða vörur á allskonar til- boðum en svo með tilkomu inter- netsins er maður einnig komin í sam- keppni við vefverslanir,“ segir Jenný og heldur áfram: „Einyrkjastarfið getur verið krefjandi. Það getur verð gott að vera bara launþegi,“ bætir hún kát við, en Jenný hefur undan- farin ár starfað á Brákarhlíð í Borgar- nesi samhliða rekstri snyrtistofunnar. „Ég mun vera áfram á Brákarhlíð og líkar það bara vel. Ég hef átt marga góða og trygga viðskiptavini síðastliðin 29 ár sem ég er þakklát fyrir. Án þeirra hefði ég ekki verið svona lengi starfandi. Ég á mér þann draum líka að geta verið svolítið frjáls en það er bindandi að reka fyrirtæki. Sonur minn er flutt- ur til Japan og mig langar að eiga auðveldara með að ferðast svo ég geti heimsótt hann. Þó ég hætti með snyrtistofuna er lífið langt í frá búið,“ segir hún glöð. Að lokum vill Jenný koma því að til allra sem eiga gjafabréf á snyrti- stofuna að nýta þau næstu vikur. „Ég ákvað að tilkynna þetta snemma um lokunina því ég vil endilega að allir sem eiga eitthvað inni hjá mér hafi tækifæri til að nýta það áður en ég hætti. Ég hvet því alla sem eiga gjaf- bréf eða inneign hjá mér að nýta það,“ segir hún. arg Jenný Lind lokar snyrtistofunni Jenný Lind Egilsdóttir snyrtifræðingur lokar Snyrtistofu Jennýjar Lind í Borgarnesi eftir 29 ár í rekstri. Ljósm. glh.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.