Skessuhorn


Skessuhorn - 24.10.2018, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 24.10.2018, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 201814 Siglt um Norður- Íshafið með hval- kjöt til Japans LANDIÐ: Siglt var með um 1.500 tonn af hvalkjöti úr nýlið- inni hvalveiðivertíð með frysti- skipi frá Hafnarfirði áleiðis til Japans laugardaginn 13. október. Skipinu verður siglt um Norður- Íshafið til Japans. Þegar sú sigl- ingarleið er valin er venju sam- kvæmt siglt upp með strönd Noregs, tekin olía í Noregi og farið norður fyrir Rússland um Norður-Íshafið áleiðis til Osaka í Japan. Samkvæmt skipavefn- um Marine Traffic er í ferðaáætl- un skipsins gert ráð fyrir að það komi til hafnarborgarinnar Osaka 15. nóvember. Í frétt Morgun- blaðsins síðastliðinn miðviku- dag var haft eftir Kristjáni Lofts- syni, forstjóra Hvals hf., að skip- inu sé siglt þessa leið þar sem hún er margfalt styttri en að fara suð- urfyrir, en norðurleiðin er ein- ungis fær þegar ís lokar ekki sigl- ingaleiðum. Í fréttinni var jafn- framt haft eftir Kristjáni að eitt- hvað af hvalkjöti væri enn eftir í frystigeymslum Hvals hf. en því jafnframt lofað að nóg verði til af hvalrengi fyrir komandi Þorra. 146 hvalir voru veiddir á vertíð- inni í sumar á 98 dögum. -mm Boða samstarf um forvarnir AKRANES: Bæjarráð Akraness samþykkti á síðasta fundi sínum að hefja viðræður um forvarnar- starf á Akranesi við forsvarsmenn Minningarsjóðs Einars Darra - Ég á bara eitt líf. Var bæjarstjóra falið að hefja viðræðurnar. Minn- ingarsjóður Einars Darra stend- ur fyrir og styrkir baráttuna Ég á bara eitt líf, sem berst gegn fíkni- efnum, með áherslu á misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja meðal ung- menna á Íslandi. -kgk ÖBÍ andsnúið starfsgetumati LANDIÐ: Stjórn Öryrkjabanda- lags Íslands skorar á stjórnvöld að efla núverandi kerfi örorku- mats í stað tilraunakennds starfs- getumats, eins og það er orðað í tilkynningu frá stjórn ÖBÍ. Þar segir að núverandi kerfi örorku- mats sé í grundvallaratriðum vel uppbyggt, sveigjanlegt og traust. Bandalagið vill efla það og draga úr tekjutengingum í stað þess að leggja út í þá tilraunastarfsemi sem fólgin er í starfsgetumati sem ekki hefur verið sýnt fram á að fái staðist. „Starfsgeta öryrkja er gjarnan afar sveiflukennd. Með tilkomu starfsgetumats í stað ör- orkumats er hætt við að öryrkjar lendi í alvarlegri afkomuóvissu. Þá þarf að hafa í huga að íslenskt atvinnulíf býður ekki upp á nægi- lega mörg og fjölbreytt störf við hæfi þeirra öryrkja sem treysta sér til að vinna. Almannatrygg- ingar refsa öryrkjum fyrir at- vinnuþátttöku með ósanngjörn- um skerðingum. Starfsgetumat í stað núgildandi örorkumats er óraunhæft,“ segir í tilkynningu ÖBÍ. -mm Kattafló fannst á innfluttum hundi í einangrunarstöð fyrir gæludýr í liðinni viku og var greiningin staðfest af sníkjudýrafræðingum á Tilraunastöð HÍ í meinafræði á Keldum. Samkvæmt tilkynningu frá Matvælastofnun verður grip- ið til nauðsynlegra ráðstafana til að hefta útbreiðslu smitsins, m.a. hafa þau dýr sem hugsanlega hafa komist í snertingu við smitið, ým- ist beint eða óbeint, þegar feng- ið fyrirbyggjandi sníkjudýrameð- höndlun. Kattafló (Ctenocephalides fel- is) hefur greinst í stökum tilfell- um á Íslandi en talið er að takist hafi að uppræta hana í hvert sinn. Kattaflóin hefur fundist víðs veg- ar í heiminum á yfir 50 tegundum af spendýrum og fuglum og getur hún valdið hýslum sínum miklum óþægindum og jafnvel veikindum. Jafnframt getur hún borið með sér fjölda sjúkdóma, af völdum bakt- ería, bandorma og annarra sníkju- dýra. Algengustu einkenni flóasmits hjá dýrum eru kláði vegna of- næmisviðbragða við flóabiti. Fló- in verpir allt að 50 eggjum á dag í feld hýsilsins. Eggin falla af dýrinu og klekjast þá út á teppum, hús- gögnum og í glufum í gólfi. Lirf- urnar púpa sig á 1-2 vikum en flóin heldur sig í púpunni þar til hentugur hýsill er til staðar eða í allt að ár. Þar sem flóin getur lif- að lengi (við kjöraðstæður) í um- hverfi dýranna nægir ekki að með- höndla smituð dýr til þess að upp- ræta flóasmit. Innandyra skal ryk- suga vel gólf og húsgögn og þvo bæli og teppi dýranna í þvottavél og nota svo skordýraeitur sem ætl- uð eru til notkunar innanhúss. Skömmu áður en hundar og kettir eru fluttir til landsins skal meðhöndla þá gegn bæði inn- og útvortis sníkjudýrum. Þrátt fyrir slíka meðhöndlun greinast sníkju- dýr reglulega í dýrum í einangrun en ávallt er gripið til viðeigandi ráðstafana til þess að koma í veg fyrir að smit berist í innlend dýr. Í sumum tilfellum er viðkomandi dýrum auk þess fylgt eftir að lok- inni útskrift til þess að tryggt sé eins og kostur er að smit hafi verið upprætt. Það er mikils um vert að koma í veg fyrir að kattafló nái fótfestu hér á landi. Matvælastofnun hvet- ur því fólk til að vera á varðbergi og hafa samband við dýralækni ef það telur sig sjá flær á dýrum sín- um. mm Kattafló á innfluttum hundi í einangrunarstöð Hinn árlegi Fjölmenningardagur var haldinn í Frystiklefanum í Rifi síðastliðinn laugardag. Björn Hilm- arsson forseti bæjarstjórnar setti há- tíðna og bauð gesti velkomna. Síð- an tók sendiherra Póllands, Gerard Pokruszynski, til máls og hélt stutt ávarp á íslensku og pólsku en Pól- verjar eru á eftir Íslendingum fjöl- mennastir í Snæfellbæ, af þeim 20 þjóðernum sem þar búa. Að þessu sinni voru sex lönd sem buðu uppá mat frá sínu landi. Maturinn var frá Póllandi, Bosnía, Tékklandi, Þýskalandi, Rúmen- íu og Íslandi. Kunnu gestir vel að meta og voru duglegir við að smakka hina ýmsu rétti sem voru á boðstólnum, en alls mættu 400 manns á þennan viðburð. Auk matarins voru kynningar frá Svæðisgarðinum og HSH. Skóla- kór Snæfellsbæjar og skólahljóm- sveit Lýsuhólsskóla var með atriði. Loks sungu þau Hanna Imgrant, Margrét Gísladóttir og Emil Breki Hilmarsson. af Fjölmenni á fjölmenningar- degi í Snæfellsbæ Þessi pólsku börn voru hátíðleg og klæddust pólska þjóðbúningnum. Pólski sendiherrann á Íslandi flutti ávarp. Íbúi frá Bosníu bauð upp á kræsingar. Gestir biðu í röðum að fá að smakka á þeim réttum sem var boðið uppá. Barnakór Grunnskóla Snæfellbæjar í góðu stuði og fluttu meðal annars frum- samið lag um stærstu borgir Finnlands.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.