Skessuhorn


Skessuhorn - 24.10.2018, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 24.10.2018, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 201826 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Auk þess birtum við lausn á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessu- horni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukk- an 15:00 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akra- nesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni. Alls bárust 72 lausnir við krossgátunni í blaði síðustu viku. Lausnin var: „Hvatvísi“. Vinningshafi að þessu sinni Axel Gunnar Guðjóns- son, Grenigrund 45, 300 Akranesi. Tónn Við- auki Laun Gal- gopi Leit Temur Bergmál Tóft Svik Epjast Spila Eink.st Frekjan Frændi Tuð Álút Ikt Köngull Hrinan Lítil Vafa- laust 2 Arður Sósa Flói Erta 7 Kvöld- sól Snið Reifi Hjól Örlátur Korn Útlim Stertur Veð Ofn Sverta Tóku Ras Væta Hópur Kvöld Hreinn Bölv Vagga Elskar Eink.st Aur Stöng Stillt Kopar Þegar 5 Skokk Sýður Sérhlj. Varð valdur að Basl Tónn Far 1 Hnusa Röð Fis Hávaða Brakaði 51 Inn Dægur- lag 9 Arinn Hár Sómi Nögl Land- bára Fugl Lærði Átan Að Stjórn 4 Spotti Fagur 3 Kveik- ur Á skipi Muldur Átt Kl.15 Öf.tvíhlj. Tindur Grípur Kona Nagar Ást- fólgin Andi For- feður Hita- tæki Tál Fágun Kona Skýlið Heiður Yndi Ávöxtur Vær Tæma Kassana 6 8 1 2 3 4 5 6 7 8 9 F R A M H L E Y P I N N Á R L A G A R Á R L A E I Ð A A S I S Ó L Ó N A S K I R S K A S S V A K T D E K U R Æ F I R E R L U A Ð A N E R N A R T A R M A I Ð R A U S M I N Ö G L Ú R A R K U L E D R Ú A Æ F E T A R L I U G L A Ó Ð Í A A R M A R E L L A R I L Ó K A N N S D R A G L Á S S N A R T T U Ð R A I L M A T A P A R A R A N N M E T U R U N I R F A U K N A K A R R I S N A N Ú Æ K R K U N N I R A N S S Á U K Æ N E I R Ð S A T T A R F U R D I V I K N A H V A T V Í S IL A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Vísnahorn Enginn hefur ennþá haft samband við mig út af lestrarmerkjavísum í síð- asta þætti þannig að það varð mér útlátalaust en hér kemur semsé úr- lesningin: ; sat á tröppum sá ég ,, — „ hér er bezt að hugsa sig um ( 100 / ) Eða sagt á mannamáli: Semíkomma sat á tröppum. Sá ég strik í gæsalöppum, hér er bezt að hugsa sig um. Hundrað brotastrik í svigum. Og næsta vísa: Á bögu er ég byrjaður botna þú með herkjum. „W : „ Sem auðvitað lesist: Á bögu er ég, byrjaður, botna þú með herkjum Tvöfalt vaff og tvípunktur í tilvitnunarmerkjum. Það er nú tæplega að það þurfi að birta ráðninguna á þessari: Þorsteinn sat á — — þægilegum, sló með, og : sig um, karl, og hafði (-). Þorsteinn sat á þankastrikum þægilegum sló með kommu og kólon sig um karl og hafði strik í svigum. Reglulega berast fréttir af óheppilegum áhrifum mannkynsins á Móður Jörð en í sjálfu sér fátt til ráða sem ekki er þá slæmt fyrir efna- hag hinna ríkari þjóða. Á sínum tíma orti Bjarni frá Gröf: Mannkynið er mesta heimsins plága og mönnum þarf að fækka yfirleitt því dauðinn sjálfur drepur alltof fáa og dagleg morð þau gagna ekki neitt. Við fáum ekki endalaust að traðka á okkar jörð og fjölga eins og mýs. Því verður fólki breytt í mold og maðka svo myndist aftur jarðnesk paradís. Og þótt svo taki heiminn aldir alda að endurbæta lífsins keðjuslit á menning vorri hann þarf ei að halda í honum enginn fær að svíkja lit. Svo ætla ég að óska þess við Drottinn eftir langa reynslu og syndabann hann fari ekki að flana í gamla pottinn og fikta við að skapa nýjan mann. Margt kom gott frá Bjarna sem ýmist er nefndur Bjarni frá Gröf (í Víðidal) eða Bjarni úrsmiður en hann starfaði lengst sem úrsmiður á Akureyri. Þetta er ein: Mjög þó sé í mörgu breytt mínum æskuvonum tíminn getur ekki eytt æskuminningonum. Og ætli það hafi ekki verið á tímum stuttu pilsanna og upphafsárum bikini sundfata sem þessi varð til: Upp um lærin allir sjá og allt í kringum naflann en mjög er hulin meyjum hjá margföldunartaflan. Verður hver að skilja þau orð eftir sínu höfði en það var hinsvegar Anna frá Steðja sem leit til baka yfir æviferilinn með þessum orðum: Er ég skoða útganginn ofbýður mér stórum Ég er orðin ástfangin af áttatíuogfjórum. Það mun hafa verið Halldór J. Einarsson sem orti þessa og væntanlega eftir annarskon- ar lífsreynslu. Kannske endingarbetri: Heim með þér í húmi gekk, hikandi þú bauðst mér inn. Í eldhúskróknum feiminn fékk fyrsta ástarkossinn minn. Þegar verið var að byggja skólahús og félagsheimili á Brúarlandi í Mosfellssveit stóðu að byggingunni ungmennafélag sveit- arinnar, kvenfélagið og hreppurinn. Eins og gengur miðaði byggingunni ekki óhæfilega hratt og stóð lengi kjallarinn einn og ei meir. Þótti mönnum þetta ekki reisulegt menning- arhúsnæði svo útlítandi og stóð enda skammt frá vegi og því takmörkuð sveitarprýði. Eitt sinn áttu þeir þar leið hjá Hjálmar á Hofi og Kolbeinn í Kollafirði og segir þá Hjálmar: Hús er reist við héraðsbraut Kolbeinn bætti við: Hreppsins þrenning á það Segir þá Hjálmar: Það ætti að standa ofaní laut Og síðan Kolbeinn aftur: Svo enginn þurfi að sjá það. Síðar var byggt ofaná húsið og gerði þá Lárus Halldórsson þessa vísu: Á Brúarlandi byggð er höll, barnaskóli fríður. Það ætti að flytja hann uppá fjöll svo allur sjái hann lýður. Lengi hafa menn velt fyrir sér misskiptingu auðsins og víst lítil hætta á að þær vangaveltur minnki nokkuð í bráð. Það eru nú orðin all- mörg ár síðan Kristján Ólason orti þessa en ætli hún sé ekki í fullu gildi enn: Allavega fengið fé, forsjá valdahringsins, boða þeir að besta sé bjargráð fátæklingsins. Jæja ætli það sé ekki rétt að ljúka þessu með þessari gömlu vísu sem ég vona sannarlega verði að áframhaldandi áhrínsorðum: Meðan eldur er í glóð og alda berst að sandi yrkir þjóð til yndis Ijóð í okkar kalda landi. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Ég er orðin ástfangin - af áttatíuogfjórum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.