Skessuhorn


Skessuhorn - 24.10.2018, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 24.10.2018, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2018 13 Á kvöldstund með Braga Þórðar þann 1. nóvember nk. hlýtur Bragi nafnbótina Heiðursborgari Akraness. Um áratuga skeið hefur Bragi safnað og geð út sögur af fólki og annan fróðleik um Akranes, alls 22 bækur auk fjölda annarra verka. Í verkum hans liggja ómetanleg verðmæti sem hann hefur bjargað frá því að falla í gleymsku og þannig lagt sinn skerf til samfélagsins á Akranesi. Bragi hefur ætíð haft hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi með velvilja og jákvæðni. Kvöldstundin fer fram á Bókasafni Akraness og hefst kl. 20:00. Allir velkomnir. Bragi Þórðarson hlýtur nafnbótina Heiðursborgari Akraness Fjármálaráðherra og Bændasamtök Íslands hafa undirritað samkomu- lag þess efnis að frá og með næstu áramótum muni ríkið taka yfir líf- eyrisskuldbindingar Bændasam- takanna að upphæð 172 milljónir króna á ári. Samkvæmt samningn- um mun framlag ríkisins vegna bú- vörusamninga lækka sem því nem- ur frá áramótum. Á vef Bændasamtakanna er sagt frá þessu: „Þegar Bændasamtök Ís- lands voru stofnuð árið 1995 með sameiningu Búnaðarfélags Ís- lands og Stéttarsambands bænda ábyrgðist ríkissjóður skuldbinding- ar Bændasamtaka Íslands í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR). Bændasamtökin hafa um árabil óskað eftir því að lífeyris- skuldbindingarnar yrðu færðar al- farið yfir til ríkisins enda arfur frá gamalli tíð þegar starfsfólk Bún- aðarfélagsins, Stéttarsambands- ins, Framleiðsluráðs og búnaðar- sambandanna greiddi í B-deildina. Frá því að Bændasamtökin voru stofnuð hafa lífeyrisskuldbindingar verið færðar á gjaldahlið þeirra en fjármögnunin komið úr búnaðar- lagasamningi og síðar rammasamn- ingi.“ Sigurður Eyþórsson, fram- kvæmdastjóri segir á vef Bænda- samtakanna að undirritunin sé þýðingarmikil fyrir samtök bænda en árlegar lífeyrishækkanir vegna skuldbindinganna hafa verið fjár- magnaðar af framlögum ramma- samnings milli bænda og ríkisvalds. „Bændasamtökin hafa um ára- bil leitað samninga um breyting- ar á ábyrgð þessara skuldbindinga. Þetta snýst um þá starfsmenn félaga og stofnana í landbúnaði sem töld- ust opinber eða hálfopinber og eiga lífeyrisréttindi í B-deild Lífeyris- sjóðs starfsmanna ríkisins. Það er svo sannarlega gleðiefni að þessu sé nú loksins lokið,“ segir Sigurður. mm Ríkið yfirtekur lífeyrisskuld- bindingar Bændasamtakanna Tek að mér að binda inn bækur á hóflegu verði Frekari upplýsingar í síma 557-7957 Bækur til sölu: Ingvi konungur, John F. Kennedy, Hrunadans heimsvelda, Stóra brandarabókin, Da Vinci lykillinn, Sannar kynjasögur, Hetjur í hafsnauð, Klárir í bátana, Í Rauðárdalnum, Vornætur á Elgsheiðum, Brasilíufar- arnir, Þorvaldur Guðmundsson í Síld og Fiski, Geymdar stundir 1. og 2. hefti, Konan sem kunni að þegja, Ísland á bresku valdsvæði, Lífsháski í Ljónadal, Gylfi Þ. Gíslason, Davíð Livingston, Íslenskir örlagaþættir eftir Sverri Kristjánsson og Tómas Guðmundsson, Harmsaga ævi minnar, Strandamannasaga, Kolsvíkurætt, Æviskrá Strandamanna, Saga stríðsstarfa, Nú brosir nóttin, Á refaslóðum, Strandamannabók, Sléttu- hreppur, Jeppabókin, Búvélar og ræktun, Ættir Austfirðinga, Saga Alþingis 5. bindi, Ritverk Gunnars Gunnarssonar, Nú er fleytan í nausti, Sunnudagsblað Tímans og Heimilistíminn, Frá ystu nesjum, Árbækur Ferðafélags Íslands, Múlaþing, Sjómannaalmanak 8. Árgangsvikan árg. 1946 og 47, Ritverk Jökuls Jakobssonar og margar aðrar bækur. Bara hringja og spyrja. Upplýsingar í síma 557-7957. Innbinding bóka og bækur til sölu SK ES SU H O R N 2 01 8 Kristín Snyrtistofa var opnuð á B59 Hoteli í Borgarnesi 10. októ- ber síðastliðinn og segist Krist- ín Snorradóttir, eigandi snyrtistof- unnar, vera ánægð með viðskiptin fyrstu vikuna. „Ég er mjög ánægð með viðtökurnar og bjartsýn fyr- ir framhaldinu,“ segir hún bros- andi þegar blaðamaður hitti hana á snyrtistofunni á mánudagsmorg- un. Kristín er fædd og uppalin í Reykjavík en flutti í Borgarfjörð- inn sumarið 2015 ásamt eiginmann sínum, Eggerti Magnússyni frá Ás- garði í Reykholtsdal, og Guðmundi syni þeirra. Kristín er snyrtifræð- ingur að mennt og hafði áður starf- að við fagið á snyrtistofunni Mecca spa á Hóteli Sögu í Reykjavík. Kristín segist aldrei hafa ætlað sér að læra snyrtifræði en að svo hafi hún fundið sig í faginu. „Ég var enginn rosalegur námsmaður en svo eftir að ég eignaðist eldri son minn ákvað ég að mennta mig. Ég fór í snyrtifræði í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti og strax frá fyrsta degi gekk mér rosalega vel. Ég fann mig í þessu námi,“ segir hún brosandi. Kristín stóð sig mjög vel í námi og útskrifaðist með við- urkenningu fyrir framúrskapandi árangur. „Ég tók líka þátt í Íslands- mótinu í iðn- og verkgreinum í mars 2014 og vann gullið í snyrti- fræðiflokki,“ segir hún stolt. Þýskar hágæða vörur Aðspurð hvernig það hafi komið til að hún opnaði snyrtistofu í Borgar- nesi segist hún haf séð auglýst eft- ir snyrtifræðingi á hótelið í Borgar- nesi og hún ákveðið að slá til. „Um leið og yngri sonur minn komst inn á leikskóla í september hafði ég samband við hótelstjórann og við komumst fljótt að samkomulagi og nú er ég búin að opna,“ segir hún. „Ég leigi aðstöðuna svo þetta er al- veg sjálfstæður rekstur hjá mér en ég er í góðu samstarfi við hótelið og þau vilja allt fyrir mig gera. Ég er mjög þakklát hótelinu og Jóel hótelstjóra fyrir þetta frábæra tæki- færi.“ Á snyrtistofunni mun Krist- ín bjóða upp á litun og plokkun, vax, fótsnyrtingu og andlitsmeð- verðir. „Litun og plokkun er allt- af vinsælast en vaxið hefur líka ver- ið mjög vinsælt,“ segir Kristín. „Ég nota eingöngu hágæða vörur frá Þýskalandi í meðferðunum. Í and- litsmeðferðum nota ég margverð- Kristín Snyrtistofa opnuð í Borgarnesi Kristín Snorradóttir hefur nú opnað snyrtistofu á B59 Hotel í Borgarnesi. launaðar vörur frá merkinu Janssen Cosmetics sem er þróað af læknum og snyrtifræðingum. Í fótameð- ferðum er ég með hágæða vörur frá merkinu Gewhol og OPI nagla- lökk,“ segir Kristín og bætir því við að hún muni einnig vera með þess- ar snyrtivörur til sölu fyrir þá sem vilja. Allar nánari upplýsingar um meðferðir, verð, opnunartíma eða bókanir má finna á Facebook undir Kristín Snyrtistofa. arg

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.