Skessuhorn


Skessuhorn - 24.10.2018, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 24.10.2018, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 43. tbl. 21. árg. 24. október 2018 - kr. 750 í lausasölu arionbanki.is Það tekur aðeins örfáar mínútur að skrá sig í viðskipti hjá Arion banka. Af því að okkar lausnir snúast um tíma og þægindi. Þægilegri bankaþjónusta gefur þér tíma Nýtt! Fæst án lyfseðils Eru bólgur og verkir að hrjá þig? 30% afslátt ur Grettissaga Einars Kárasonar laugardaginn 27. október kl. 16:00 fimmtudaginn 1. nóvember kl. 20:30 síðustu sýningar Kvöldstund með KK laugardaginn 3. nóvermber kl. 21:00 Miðapantanir: á landnam.is/vidburdir Tveir góðir á Sögulofti Landnámsseturs sími 437-1600 25. okt. – 4. nóv. Þessir frísklegu Dalakrakkar stóðu sig vel á Íslandsmeistaramóti Glímusambands Íslands sem fór fram á laugardaginn á Reyðarfirði. Meðal árangurs þeirra má nefna að Mikael Magnús Svavarsson varð í 1. sæti hjá 12 ára strákum, Embla Dís varð í 2. sæti í flokki 11 ára stelpna, Birna Rún varð í 2. sæti í minni flokki 12 ára stelpna og Jóhanna Vigdís Pálmadóttir varð í 2. sæti í stærri flokki 12 ára stelpna. Nánar um mótið á glima.is. Ljósm. Katrín Lilja Ólafsdóttir. Fyrir um hálfu öðru ári tóku lög- regluembættin á Íslandi í notkun ný strokupróf. Eru þau fyrst og fremst notuð við umferðareftirlit, í þeim tilfellum sem ökumenn eru grun- aðir um akstur undir áhrifum fíkni- efna. Reynslan af þeim hefur verið mjög góð og tilkoma þeirra þýðir miklu minna inngrip í líf fólks en áður, að sögn lögreglunnar á Vest- urlandi. Með nýju strokuprófun- um er mælt fyrir neyslu á kannabis, benzódíazepíni, amfetamíni og me- tamfetamíni, ópíum og kókaíni. Sjá nánar á bls. 10 Góð reynsla af strokuprófum Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar hef- ur ákveðið að útnefna Braga Þórð- arson heiðursborgara Akranes- kaupstaðar. Fer útnefningin fram við athöfn í Bókasafni Akraness að kvöldi fimmtudagsins 1. nóvember. Bragi segir í samtali við Skessuhorn að þessi viðurkenning hafi komið sér þægilega á óvart og kveðst hann í senn hrærður, stoltur en ekki síst þakklátur fyrir þá viðurkenningu sem hans gamla bæjarfélag sýni honum með þessum hætti. Þegar skoðað er æviágrip Braga Þórðarsonar er víða hægt að koma við á 85 ára tímabili. Bragi lærði prentiðn og setningu og starfaði í Prentverki Akraness í nærri þrjá áratugi. Fyrst við setningu, keypti síðan hlut í prentsmiðjunni og varð prentsmiðjustjóri, stækkaði hana og vélvæddi. Hann stofnaði ásamt Elínu Þorvaldsdóttur eiginkonu sinni Hörpuútgáfuna 1960 og ráku þau hana í 47 ár, en auk þess stofn- uðu þau og ráku Bókaskemmuna, bóka- og tölvuverslun á Akranesi. Hörpuútgáfan lagði áhersla á út- gáfuna sígildra bóka. Má þar nefna ljóðabækur, ævisögur, bækur um þjóðlegan fróðleik, héraðssögur og fleira sem að stórum hluta tengd- ist Akranesi og Borgarfjarðarhér- aði. Samhliða útgáfustörfum hefur Bragi verið afkastamikill rithöfund- ur og eftir hann liggur á þriðja tug bóka, fjöldi blaðagreina, hljóðbæk- ur og útvarpsþættir. Þá hefur Bragi starfað um áratuga skeið að félags- málum. Hann hefur verið virk- ur í skátahreyfingunni og starfaði lengi í góðtemplarareglunni. Bragi var fyrsti formaður Æskulýðsráðs Akraness og sat lengi í bókasafns- stjórn á Akranesi. Hann er heiðurs- félagi Skátafélags Akraness og Fé- lags íslenskra bókaútgefenda. Þá er hann einnig heiðursfélagi Odd- fellowreglunnar. Hann hlaut árið 2004 heiðursverðlaun minningar- sjóðs Guðmundar Böðvarssonar og á nýársdag 2007 var hann sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálka- orðu fyrir störf sín að bókaútgáfu og æskulýðsmálum. mm Bragi Þórðarson gerður að heiðursborgara Akraneskaupstaðar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.