Skessuhorn


Skessuhorn - 24.10.2018, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 24.10.2018, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2018 25 Þjóðarátakið Ég á bara eitt líf er komið með nýja og endurbætta vef- síðu, www.egabaraeittlif.is. „Það hef- ur lítið verið sofið undanfarið til að koma þessu í gagnið,“ segir Bára Tómasdóttir móðir Einars Darra í samtali við Skessuhorn. Síðan gefur gott heildaryfirlit yfir verkefni þjóð- arátaksins, sem eru orðin ótalmörg og yfirgripsmikil. Auðveldlega er hægt að styrkja átakið með ýmsum hætti. Nýjasta viðbótin er fatalína merkt Einari Darra en fötin verða seld til styrktar þjóðarátakinu. Einn- ig er hægt að fylgjast með fréttum af átakinu. Hönnuður fatalínunnar er Una Hlín Kristjánsdóttir hjá DUTY. Á síðunni er hægt að kaupa húfur, hettupeysur, stuttermaboli, töskur og háskólapeysur allar merktar með lógóinu Einar Darri. Fyrirsæturnar fyrir fatalínuna eru krakkar alls staðar að. „Þetta er ungt fólk héðan og það- an og út um allt. Okkur fannst öflugt að vera með fólk allsstaðar að því öll börn kannast við þennan veruleika,“ segir Bára. Myndirnar fyrir fatalín- una eru teknar í svefnherbergi Ein- ars Darra og eru mjög sterkar. Ljós- myndari er Ásta Kristjánsdóttir og Alexía Mist sá um förðun. Ég á bara eitt líf hefur einnig fána sem flakkar um fjallstinda. „Elísabet Pálmadóttur stjórnar því verkefni. Hún er aðstandandi sem missti bróð- ur sinn og er mikil útivistarkona,“ segir Bára og bætir við að fáninn sé núna í Ástralíu með vinkonu Einars Darra. Fjallgöngur eru skipulagðar reglulega og fánanum komið á nýjan stað og tekin mynd af honum. Fyrsta ferðin var upp á Úlfarsfell og þangað mættu fjölmargir aðstandendur og gera má ráð fyrir að fáninn verði víð- reistur. klj Ný vefsíða og fatalína frá Ég á bara eitt líf Bjarki Aron og Magnea eru vinir Einars Darra og eru hér í fötum úr nýju fatalínunni frá Ég á bara eitt líf. Ljósm. Ásta Kristjánsdóttir. Förðun: Alexía Mist. Pennagrein Haustin eru annasamur tími hjá kjörnum sveitarstjórnarfulltrú- um. Síðustu vikur hafa einkennst af ráðstefnum og samkomum um sveitarstjórnarmál. Fulltrúar Borg- arbyggðar fóru m.a. á haustþing SSV sem fram fór á Bifröst, lands- þing Sambands íslenskra sveitar- félaga á Akureyri og Fjármálaráð- stefnu sveitarfélaga sem haldin var í Reykjavík. Mörg spennandi verkefni eru framundan og auknar líkur á tölu- verðum breytingum á sveitar- stjórnarstiginu í náinni framtíð. Þær hugmyndir sem standa upp- úr að mati undirritaðrar snúa helst að eflingu sveitarstjórnarstigsins í víðu samhengi. Sigurður Ingi Jó- hannsson, samgöngu- og sveit- arstjórnarráðherra fjallaði um áhugaverðar hugmyndir í þess- um efnum sem sumar hverjar eru nokkuð róttækar. Í þessu samhengi fjallaði ráðherrann m.a. um fækk- un og stækkun sveitarfélaga með sameiningum þeirra samfara stór- auknum framlögum úr jöfnunar- sjóði á fjögurra til átta ára tímabili. Að því liðnu tækju gildi lagaákvæði um lágmarksfjölda íbúa í sveitar- félögum til að skerpa enn frekar á þessari áherslu. En hvað myndu slíkar aðgerð- ir raunverulega þýða fyrir sveit- arfélögin úti á landi? Ljóst er að ákveðnir annmarkar fylgja tilhög- uninni. Sá augljósasti er kannski sá landfræðilegi en landstór sveitar- félög glíma við áskoranir sem eru oft á tíðum mjög frábrugðnar þeim sem eru uppi á teningnum hjá þeim þéttbýlli. Horfa þarf sérstaklega til fjölkjarna sveitarfélaga þar sem vega þarf ákveðna hagsmuni sam- an í ljósi þess að þarfir samfélaga ákveðinna svæða geta verið mjög mismunandi í heildarsamhenginu. Markmiðið með breytingunum er að gera stjórnsýsluna sterkari og faglegri og því verður að gæta þess að yfirsýnin glatist ekki í ferlinu. Óumdeilt þykir að yfirsýn kjörinna fulltrúa yfir samfélagið og nándin við íbúana eru helstu styrkleikar sveitarstjórnarstigsins. Þó er augljóst að fjölmörg tæki- færi felast samt sem áður í þessari þróun. Til að mynda hafa verkefni færst í auknum mæli frá ríkinu yfir til sveitarfélaganna á seinni árum. Nýjasta dæmið eru málefni fatl- aðs fólks og hafa önnur verkefni verið talin ákjósanleg í þessu sam- hengi eins til dæmis öldrunarmál og rekstur framhaldsskóla. Með þessu er verið að bæta gæði þjón- ustunnar og færa hana nær íbúum. Þessar breytingar hafa í mörgum tilfellum verið sveitarfélögunum stór biti. Sum hver hafa átt erfitt með að koma á því þjónustustigi í félagsþjónustunni sem allir eru sammála um þurfi að vera til stað- ar. Í mörgum tilvikum hafa sveit- arfélögin komið á fót byggðasam- lagi eða öðru áþekku samstarfs- formi til að takast á við þessi verk- efni. Stækkun sveitarfélaga eykur umsvif þeirra og getu til að auka þjónustu bæði út frá faglegum og fjárhagslegum forsendum. Ef að þjónustusvæðin eru stærri eru meiri líkur á því að mögulegt sé að koma á sterkum einingum sem þjónusta sveitarfélögin með heild- stæðum hætti til að koma til móts við kröfur um fjölþættari og sér- hæfðari þjónustu en áður. Valdefling sveitarfélaga felst ekki síður í virku samstarfi milli sveitarfélaga og aukinni áherslu á umsvif landshlutasamtaka eins og SSV með sameiginlegri stefnu- mörkun í þeim málaflokkum sem mest mæðir á innan svæðanna. Þannig er stefnt að heildstæðum lausnum þar sem að sveitarfélög láta til sín taka í krafti fjöldans. Fulltrúar sveitarfélaga þurfa stöð- ugt að vera í hagsmunagæslu og vinna markvisst að því að eyða gráum svæðum í verkaskiptingu á milli ríkis og sveitarfélaga þannig að þjónustuþegarnir (íbúarnir) séu ávallt í forgrunni. Samtök sveit- arfélaga á Vesturlandi hafa unn- ið mjög gott starf í þessum anda en fyrir liggur m.a. Sóknaráætlun og Samgönguáætlun Vesturlands. Nýjasta afurð þessa samstarfs eru drög að Velferðarstefnu Vestur- lands sem tekur með heildstæð- um hætti á þeirri stöðu sem lýst er hér að ofan. Þar kunna að opnast möguleikar á frekari samþættingu á þjónustu t.d. við aldraða og ör- yrkja, auknu samstarfi hvað varðar forvarnarmál ýmiskonar, en einn- ig hafa verið uppi hugmyndir um aukið samstarf á Vesturlandi til að mynda í skipulagsmálum. Samstarfsfletirnir eru því margir og margvíslegir og tækifærin til að efla samvinnu sannarlega til staðar. Það er mikilvægt að kjörnir full- trúar séu á vaktinni varðandi þessi málefni, tilbúnir að horfa á stóru myndina og leggja þannig mat á heildarhagsmuni íbúa bæði með tilliti til þjónustustigs og fjárhags- legra þátta. Lilja Björg Ágústsdóttir Höfundur er forseti sveitarstjórnar og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð. Efling sveitarstjórnarstigsins - Aukin samvinna sveitarfélaga Pennagrein Skessuhorn hefur undanfarnar vik- ur sagt frá nýrri tegund dreifileið- ar sem er að ryðja sér til rúms hér á landi og gengur undir nafninu REKO. Fyrsta afhending Facebo- ok hópanna REKO Vesturland og REKO Reykjavík var laugardaginn 13. október síðastliðinn og gengu báðar vonum framar að sögn skipu- leggjenda. Á annan tug framleiðenda á Suð- vesturlandi afhentu neytendum vörur sínar á bílaplani Krónunnar á Akranesi. Stór hluti þeirra lagði svo leið sína til höfuðborgarinnar þar sem þeir afhentu borgarbúum vörur sínar á bílaplani Krónunnar í Lindum, ásamt framleiðendum af því svæði. Afhendingin gekk hratt og vel fyrir sig og fóru neytendur, framleiðendur og skipuleggjendur ánægðir heim. Næsta afhending REKO Vestur- lands verður 3. nóvember nk. í Fjöl- brautaskóla Snæfellinga í Grundar- firði milli kl. 11 og 12. Sú þarnæsta verður 17. nóvember á bílaplani Krónunnar á Akranesi milli kl. 11 og 12. Næsta afhending REKO Reykjavík verður einnig þann 17. nóvember á bílaplani Krónunnar í Lindum milli kl. 14 og 15. Fyrir þá sem ekki þekkja þá gengur dreifileiðin út á að bændur, heimavinnsluaðilar og smáfram- leiðendur ólíkra landssvæða stofni hóp á Facebook þar sem neytendur geta pantað, greitt rafrænt og sótt á fyrirfram ákveðnum afhendingar- degi. Sérstakur viðburður er stofn- aður í kringum hvernig afhending- ardag innan hvers REKO hóps og bjóða framleiðendur vörur sínar til sölu með stöðufærslu inn í við- burðinum. Áhugasamir senda þeim svo skilaboð þar sem þeir tilgreina hvað þeir vilji kaupa; annað hvort með athugasemdum við færslurnar eða í einkaskilaboðum. Kaupendur verða að hafa greitt rafrænt fyrir vörurnar fyrir afhendingardaginn, því óheimilt er að greiða á staðn- um. Þá er einnig óheimilt að bjóða vörur til sölu á staðnum því þetta er eingöngu afhending á fyrirfram pöntuðum og greiddum vörum - ekki markaður. Allir matvælafram- leiðendur með starfsleyfi hafa leyfi til að selja vörur sínar í gegnum þessa hópa. -fréttatilkynning Skipuleggjendur ánægðir með fyrstu REKO afhendingarnar Hlédís Sveinsdóttir og Arnheiður Hjörleifsdóttir standa fyrir REKO hópum Vesturlands og Reykjavíkur. Í kjördæmavikunni á dögunum voru þingmenn í sínum kjördæmum á fundum. Í Norðvesturkjördæmi er mjög fjölbreytt flóra mannlífs og um leið misjöfn aðstaða atvinnuhátta, heilbrigðismála, raforkuöryggis, netsambands, ástand samgangna og svo mætti áfram telja. Við sem berum hag landsbyggðarinnar fyrir brjósti og viljum stuðla að uppbygg- ingu hennar á öllum sviðum verðum að taka mið af röddum fólks á hverj- um stað. Í þau sex ár sem ég hef komið að pólitík í landsmálum hefur margt áorkast en annað gengið hægar svo sem samgöngubætur og raforkuaf- hendingar öryggi. Sjávarútvegur í Norðvesturkjördæmi á undir högg að sækja og spilar þar margt inn í svo sem veiðigjöld og fleira. Landbún- aður og þá sauðfjárbúskapur sér- staklega er með þeim hætti að sauð- fjárbændur margir hverjir þurfa að vinna aðra vinnu með búskapnum til að komast af. Fyrir ekki svo mörgum árum var atvinnuástand á Vestfjörðum sér- staklega suðurfjörðum frekar bág- borið. Nú síðustu árin hefur upp- bygging laxeldis á svæðinu gjör- breytt þessari mynd. En þeirri upp- byggingu fylgja töluverðar fæðingar hríðir, leyfi ég mér að segja. Saga vegasamgangna um Gufudalssveit á Barðaströnd er sorgarsaga sem er um tuttugu ára gömul og kannski orðin efni í heila bók. Af þeim fjölmörgu þáttum sem þessir fundir í áðurnefndri kjör- dæmaviku fjölluðu um, er tvennt af mörgu, sem mig langar að nefna öðru fremur, það er að vinna úr stöðunni sem blasir við á hverjum stað lausnarmiðað og án mikillar notkunar á baksýnisspeglinum. Talandi um baksýnisspegil þá byggðist Borgarnes upp á sínum tíma sem verslunar- og þjónustu- staður að mestu fyrir héröðin í upp- sveitum Borgarfjarðar og eins fyrir vestan og sunnan fjörðinn. Þar var sláturhús sem slátraði um og yfir 80 þúsund fjár á hausti, mjólkursamlag sem þjónaði öllu héraðinu og vest- ur á Snæfellsnes. Þar byggðist upp Sparisjóður Mýrasýslu sem kallaður var, hornsteinn í héraði og var vak- andi fyrir allri uppbyggingu á þeim tíma, fleira mætti telja. Þessi þjón- usta er fyrir nokkrum árum ekki á staðnum í dag, þó hefur hafist slátr- un aftur að einhverju marki á ný og er það vel. Með tilkomu Borgar- fjarðarbrúar (Halldóru) hefur þjón- ustan í kringum hana gert mikið fyrir staðinn. Það sem Borgarnes og nærsveitir misstu með því sem ég á undan taldi hefur reynst staðnum erfitt. Af því sögðu gladdi það mig mjög á fundi með sveitarstjórnar- mönnum frá Snæfellsnesi, Vestur- landi, Borgarbyggð og Akranesi sem haldinn var á nýju og glæsilegu Hót- eli B59 í Borgarnesi að menn skildu vera einróma um það að vinna úr málum sveitarfélaga eins og þau blasa við í dag með bjartsýnina að vopni. Tækifærin liggja í loftinu, við þurfum bara að rétta úr bakinu til að sjá þau. Sigurður Páll Jónsson. Höf. er þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hugleiðing eftir kjördæmaviku

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.