Skessuhorn


Skessuhorn - 24.10.2018, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 24.10.2018, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2018 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Kvennalið Skallagríms tók á móti Stjörnunni í hörkuleik síðastliðinn sunnudag í Domino´s deildinni. Í vikunni áður spiluðu þær þriðju um- ferðina við Keflavík og máttu sætta sig við 75:65 tap á útivelli. Skemmst er frá því að segja að leikurinn á sunnudaginn var öllu betri fyrir Skallagrím enda munar um áhorf- endur í Fjósinu. Unnu Borgnesing- ar með 79 stigum gegn 71 og lönd- uðu dýrmætum stigum í baráttunni. Hjá Skallgrími voru útlendingarnir lang atkvæðamestir á sunnudaginn. Breezy Blair gerði 21 stig, Shequila Joseph 19 og Maja Michalska 14. Næsti leikur er Vesturlandsslag- ur við Snæfell sem spilaður verður í Stykkishólmi í dag, miðvikudag. mm Skallgrímskonur sigruðu Stjörnuna Hér er Breezy Blair að setja körfu fyrir heimakonur í Borgarnesi. Ljósm. Skallagrímur. Á sunnudagskvöldið mættust KR og Snæfell í fjórðu umferð Domino‘s deildar kvenna. Leikið var í Vest- urbæ Reykjavíkur. Fyrir leikinn var Snæfell taplaust á toppi deildarinn- ar með sex stig, en í umferðinni á undan unnu Snæfellskonur Stjörn- una með 62 stigum gegn 53. Fyr- ir leikinn á sunnudaginn sat KR í öðru sæti með fjögur stig. Skemmst er frá því að segja að KR-ingar leiddu nær allan leikinn og sigruðu að lokum með 72 stigum gegn 69 eftir æsispennandi lokamínútur þar sem brugðið gat til beggja vona. Snæfellskonur áttu erfitt upp- dráttar í byrjun og fengu á sig sex stig. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 22-11 KR í vil. Sama var upp á teningnum í öðrum leikhluta, KR- konur voru grimmari og leiddu mest allan fjórðunginn með 10-12 stigum. Staðan í hálfleik var 37-30 fyrir Vesturbæingana. Í síðari leik- hluta byrjaði KR sömuleiðis betur og náðu mest 13 stiga forystu áður en Snæfellingar byrjuðu að saxa hægt og rólega á forskotið. Í lok þriðja leikhluta munaði aðeins einu stigi á liðunum. Snæfellingar kom- ust svo yfir í fyrsta skipti í leiknum í byrjun fjórða leikhluta 55-57. Jafn- ræði var með liðunum það sem eftir lifði leiks en KR-ingar voru sterkari á lokasprettinum og sigruðu eins og fyrr segir 72:69. Hjá Snæfelli var Kristen McCarthy stigahæst með 23 stig og Katarina Matijevic með 19. Stiga- hæstar í liði KR voru þær Kiana Jo- hnson með 15 stig og Orla O‘Reilly með 14 stig. Nú er það Vesturlandsslagur því Snæfell tekur á móti Skallagrími í Stykkishólmi í kvöld í fimmtu um- ferð deildarinnar. mm Berglind Gunnarsdóttir undir körfunni. Ljósm. Þorsteinn Eyþórsson. Snæfellskonur gáfu fyrstu stigin út Stjarnan bar sigurorð af Skalla- grími í þriðju umferð Dominos deildar karla á föstudaginn, en spil- að var í íþróttahúsi bæjarins sem nú ber hið athyglisverða nafn; „Mat- hús Garðabæjarhöllin.“ Skalla- grímur leiddi allan fyrri hálfleik en Stjarnan steig upp í fyrri hálfleik og landaði að endingu tíu stiga sigri, 82-72. Skallagrímur spilaði vel í fyrri hálfleik en Stjarnan að sama skapi illa. Það viðurkenndi þjálfar- inn Arnar Guðjónsson eftir leikinn. Mikill ákafi var í vörn Skallagríms og Stjarnan varð hreinlega undir í baráttunni. Þegar Stjarnan bætti varnarleikinn í síðari hluta leiks fóru hlutirnir hins vegar að gerast fyrir þá og engu líkara en Borgnes- ingar misstu taktinn. Engu að síður var frammistaða Skallagríms heilt yfir prýðileg, þótt ekki dygði hún til sigurs. Aundre J var atkvæðamestur í liði Skallagríms með 27 stig og Eyjólf- ur Ásberg með 15. mm/ Ljósm. Stjarnan/Bára Dröfn. ÍA tók á móti Reyni frá Sandgerði í 2. deildinni seinnipartinn á sunnu- daginn. Bæði lið höfðu leikið tvo leiki á tímabilinu, ÍA unnið einn og tapað einum á meðan Reynir hafði tapað báðum sínum leikjum. ÍA hafði ekki unnið heimaleik síð- an 5. janúar 2017 og Reynir Sand- gerði ekki unnið útileik jafn lengi. Það var því mikið undir hjá báðum liðum að láta til sín taka. Leikurinn fór ágætlega af stað hjá báðum liðum. ÍA spilaði góða pressuvörn sem Reynismenn áttu erfitt með að finna svör við. Skaga- menn náðu þá nokkrum auðveld- um sniðskotum eftir að hafa stol- ið boltanum. Skagamenn kláruðu fyrri hálfleikinn 61-44 og útlitið gott fyrir þá. Í þriðja leikhluta juku Skaga- menn við forustuna um sjö stig. Sandgerðingar komu svo aðeins til baka í fjórða leikhluta en það var of seint og dugði ekki til og lokatöl- ur í leiknum 103 – 85 langþráður heimsasigur ÍA, sá fyrsti í rúmlega 21 mánuð. Besti maður vallarins var Chaz hjá ÍA en hann setti niður 29 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 6 fráköst auk þess að stela nokkrum boltum. Einnig var Arnar Smári að skila góðu sem og Sindri Leví. mm/ Ljósm. jho. Langþráður heimasigur ÍA í körfunni Gáfu frá sér stigin í Mathús Garðabæjarhöllinni Brynhildur Traustadóttir sund- kona úr ÍA náði um helgina lág- marki á Norðurlandameistrara- mót sem fram fer í Finnlandi í des- ember. Þessum árangri náði hún á Extra-móti SH sem haldið var í Ás- vallalaug. Sundfélag Akraness átti níu sundmenn á mótinu. Árangur Skagakrakkanna var góður og náðu þau öll að bæta fyrri árangur. Guð- björg Bjartey Guðmundsdóttir synti sig meðal annars inn í Tokyo-hóp sem er framtíðarhópur Sundsam- bands Íslands. Brynhildur Traustadóttir átti mjög góða helgi og náði lágmarki í 400m skriðsundi á Norðurlandameistara- mótið sem verður í byrjun desemb- er. Synti hún á tímanum 4.28.33. Í 1500m skriðsundi setti hún Akra- nesmet í flokki 15-17 ára og bætti metið um 30 sekúndur. Brynhildur átti þriðja besta árangur kvenna á mótinu um helgina. mm Brynhildur náði lágmarki á NM í sundi Hópurinn frá Akranesi sem keppti á Extra móti SH. Brynhildur Traustadóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.