Skessuhorn


Skessuhorn - 24.10.2018, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 24.10.2018, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 201830 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hvaða bók lastu síðast? Spurni g vikunnar (Spurt í Snæfellsbæ) Anna Valvesdóttir: Hjá vondu fólki sem er ævi- saga séra Árna Þórarinssonar á Stóra-Hrauni. Harpa Björnsdóttir: Sogið eftir Yrsu. Pétur Bogason: Stormfuglar eftir Einar Kára- son. Ríkharður Kristjánsson: Síðasta bók sem ég las var eftir Jón Gnarr, en man ekki hvað hún heitir. Skagamaðurinn Jón Þór Hauksson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari A landsliðs kvenna í knattspyrnu til næstu tveggja ára. Aðstoðar- þjálfari hans verður Ian Jeffs, þjálf- ari meistaraflokks kvenna hjá ÍBV. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi sem Knattspyrnusamband Íslands hélt síðastliðinn mánudag. Jón Þór tekur við af Frey Alexand- erssyni sem hafði séð um þjálfun landsliðsins frá árinu 2013. Guðni Bergsson framkvæmd- arstjóri KSÍ óskaði nýja þjálfara- teyminu, þeim Jón Þóri og Ian, til hamingju með nýju stöðuna á sama tíma og hann þakkaði fráfar- andi þjálfurum fyrir góð störf síð- ustu ár. “Ég er stoltur og ánægð- ur að hafa fengið tækifæri til að sinna þessu verkefni næstu árin. Ég hlakka mikið til að vinna með þessu frábæra liði og frábæru leik- mönnum,” sagði nýi landsliðs- þjálfarinn á blaðamannafundinum, þakklátur fyrir tækifærið og fullur tilhlökkunar með nýja verkefnið framundan. Jón Þór er rótgróinn Akurnes- ingur og þjálfaði hjá ÍA um árabil ásamt því að hafa tekið stóran þátt í uppbyggingarstarfi yngri flokka hjá félaginu. Síðasta haust var hann ráðinn sem aðstoðarþjálfari Stjörnunnar í Garðabæ þar sem hann varð bikarmeistari með lið- inu. Nýi landsliðsþjálfarinn kvaðst ánægður að fá góðan undirbún- ingstíma með liðinu fram að næstu undankeppni sem hefst í september á næsta ári en það er undankeppni EM sem fram fer árið 2021. glh Jón Þór tekur við þjálfun A landsliðs kvenna Jón Þór Hauksson nýr þjálfari hjá A landsliði kvenna í knattspyrnu. Frá blaðamannafundi KSÍ. Síðastliðinn laugardag var spilað einmenningsmót í boccia í íþrótta- húsinu við Vesturgötu á Akranesi. Það var Íþróttanefnd FEBBN / FAB og FEBAN – Félög eldri borgara í Borgarfirði og Akranesi og nágrenni sem stóð að mótinu en keppnisstjóri var Flemming Jessen. Alls tóku 37 keppendur frá fimm félögum þátt sem er nokkuð færra en undanfarin ár. Ástæðan er sú að margir eldri borgarar eru er- lendis um þessar mundir. Að sögn Flemmings gekk mótið vel og all- ir héldu glaðir til síns heima að loknu móti. Úrslit urðu þessi: Konur 1. Ragna Guðvarðardóttir – Kópa- vogi 2. Oktavía Stefanía Helgadóttir – Mosfellsbæ 3. Guðrún Sigurðardóttir – Akra- nesi. Karlar 1. Böðvar Jóhannesson – Akranesi 2. Sveinn Jóhannsson – Garðabæ 3. Ásgeir Samúelsson – Akranesi mm Einmenningsmót í boccia spilað á Akranesi Skagamaðurinn Gunnlaugur Jónsson hefur skrifað undir nýj- an tveggja ára samning við knatt- spyrnufélag Þróttar R. Gunnlaug- ur tók við stjórn liðsins á vormán- uðum. Undir hans stjórn náði liðið 5. sæti í 1. deild karla í knattspyrnu á liðnu sumri. Gunnlaugur hefur áður þjálfar ÍA, Selfoss, Val og HK. Áður en hann tók við Þrótti í vor hafði hann stýrt liði Skagamanna, en lét af störfum þegar séð var að liðið félli úr Pepsi deild karla undir lok sumars 2017. kgk Gunnlaugur þjálfar Þrótt áfram Þessi flotti hópur krakka í 4. bekk úr Grunnskólanum í Borgarnesi hélt nýverið tombólu til styrktar Rauða krossinum og söfnuðu 29.500 krón- um. Nöfn barnanna eru: Freyja Ís- old Guðmundsdóttir, Elín Rós Stef- ánsdóttir, Rikka Emilía Einarsdóttir, Hera Björg Steinunnardóttir, Hall- dór Bjarni Steinunnarson, María Sól Fjeldsted, Alda Rut Eðvarð- sdóttir, Aþena Brak Björgvinsdóttir og Þóra Kolbrún Ólafsdóttir. arg Héldu tombólu fyrir RKÍ Knattspyrnufélag ÍA hefur gert tveggja ára samning við spænska sóknarmanninn Gonzalo Zamor- ano. Mun hann því leika með lið- inu í Pepsi deild karla næsta sum- ar. Gonzalo lék stórt hlutverk í liði Víkings Ó. í 1. deildinni á liðnu sumri og skoraði tíu mörk fyrir Ólafsvíkurliðið sem hafnaði í fjórða sæti deildarinnar. Áður hafði hann raðað inn mörkum fyrir Huginn í 2. deildinni og verður ÍA því þriðja íslenska félagið sem hann leikur með. Gonzalo er fæddur árið 1995 og kveðst fullur eftirvæntingar að sanna sig í Pepsi deildinni. „Ég er mjög glaður að skrifa undir fyrsta atvinnumannasamninginn minn við ÍA og get ekki beðið eftir upphafi deildarinnar og nýjum áskorunum sem framundan eru,“ er haft eftir Gonzalo í tilkynningu á vef KFÍA. kgk Gonzalo Zamorano semur við ÍA

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.