Skessuhorn


Skessuhorn - 28.11.2018, Qupperneq 10

Skessuhorn - 28.11.2018, Qupperneq 10
MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 201810 Einbýlishús á Akranesi óskast til leigu Rúmgott einbýlishús óskast til ótíma- bundinnar leigu á Akranesi og nágrenni. Skilvirkum greiðslum lofað. Áhugasamir hafi samband við Arnór Skúlason verkefnastjóra fasteignasviðs Kirkjumálasjóðs í síma 856 1510 eða á netfangið arnor@biskup.is. www.kirkjan.is SK ES SU H O R N 2 01 8 20% jólaafsláttur af þessum frábæru hleðslutækjum Fólk á aldrinum 25-34 ára stend- ur öðrum langt að baki þegar kem- ur að eldvörnum á heimilinu. Þetta er niðurstaða könnunar sem Gal- lup hefur unnið fyrir Landssam- band slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamanna og Eldvarnabandalagið. „Hvort sem litið er til fjölda reyk- skynjara eða slökkvibúnaðar stend- ur þessi aldurshópur mun lakar að vígi en aðrir. Kannanir sem Gal- lup hefur gert reglulega á undan- förnum árum sýna þó að heimilin efla almennt eldvarnir og eru þann- ig betur búin undir að bregðast við eldsvoða. Um helmingur heimila hefur nú þann eldvarnabúnað sem mælt er með, það er reykskynjara, slökkvitæki og eldvarnateppi,“ seg- ir í tilkynningu. Sláandi upplýsingar „Það er vissulega sláandi að ungt fólk, sem er líklegt til að hafa ung börn á heimilinu, er sinnu- laust gagnvart nauðsynlegum eld- vörnum. Það er umhugsunarefni nú þegar við erum að hefja árlegt Eldvarnaátak slökkviliðsmanna í grunnskólum um allt land. Hins vegar sýna kannanir Gallup okkur að fræðsla um eldvarnir skilar sér hægt og bítandi þegar á heildina er litið og ljóst er að stór hluti al- mennings er mjög meðvitaður um mikilvægi eldvarna á heimilinu,“ segir Hermann Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri LSS. Eldvarnir lakastar hjá 25-34 ára Tíu prósent svarenda á aldrinum 25-34 ára hafa engan reykskynjara og önnur 24% aðeins einn, sam- kvæmt könnun Gallup, en hlutfall þeirra sem hafa engan reykskynj- ara er mun lægra í öðrum aldurs- hópum, allt niður í 3%. Sömu sögu er að segja þegar litið er til slökkvi- tækja og eldvarnateppa á heimilum. Fólk á aldrinum 25-34 ára er mun ólíklegra til að hafa slíkan búnað á heimilinu en aðrir. Þannig segjast aðeins 49% unga fólksins eiga eld- varnateppi en þetta hlutfall er allt að 66% í öðrum aldurshópum og yfir 60 prósent að meðaltali. Eldvarnaátak hófst 22. nóvember og stendur fram í byrjun aðventu. Slökkviliðsmenn heimsækja þá nemendur í 3. bekk grunnskóla um allt land og fræða þá um eldvarnir. mm Ungt fólk býr við mun lakari eldvarnir en aðrir Hjá Vegagerðinni voru í síðustu viku opnuð tilboð í endurbygg- ingu 4,8 kílómetra kafla á Fróð- árheiði á Snæfellsnesi. Með lagn- ingu nýs vegar frá Valavatni niður að vegamótum Útnesvegar Ólafs- víkurmegin lýkur síðasta hluta endurgerðar vegarins yfir heiðina. Þar með sér fyrir endann á lang- þráðu verkefni sem í raun hef- ur tekið áratugi. Fjögur fyrirtæki buðu í verkið og reyndist lægsta tilboðið frá Borgarverki ehf. í Borgarnesi upp á 385,8 milljón- ir króna. Það jafngildir 93,7% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar sem hljóðaði upp á 411 milljónir. Næstlægsta tilboðið átti Þróttur á Akranesi, Suðurverk þar á eftir en hæsta tilboðið kom frá Munch í Kópavogi upp á 681,3 milljónir króna. Samkvæmt skilmálum í út- boðinu skal verkinu að fullu lokið 1. ágúst 2020. mm Borgarverk bauð lægst í framkvæmdir á Fróðárheiði Frá framkvæmdum við næststíðasta áfanga uppbyggingar vegarins yfir Fróðárheiði. Þá var verktakinn KNH frá Ísafirði. Ljósm. úr safni Skessuhorns. Guðjón Sigmundsson, staðarhald- ari á Hernámssetrinu Hlöðum í Hvalfjarðarsveit, og Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri skrifuðu á fimmtudaginn undir leigusamn- ing til átta ára fyrir félagsheimilið og tjaldvæðið að Hlöðum. Áður en skrifað var undir samninginn þakk- aði Linda Gauja fyrir að halda til haga öllum þessum munum og sögu sem tengist hernáminu í Hvalfirði og landinu öllu. Hún sagðist upp- numin að ganga um safnið og sjá alla munina sem þar eru og sagði starf Gauja að Hlöðum dýrmætt fyrir alla í sveitarfélaginu. Þá þakk- aði Gaui Lindu og sveitarstjórn fyr- ir samninginn sem hann sagði mik- ilvægan fyrir áframhaldandi starf- semi Hernámssetursins. arg Hvalfjarðarsveit og Hernáms- setrið gera leigusamning

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.