Skessuhorn


Skessuhorn - 28.11.2018, Síða 14

Skessuhorn - 28.11.2018, Síða 14
MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 201814 Alþýðusamband Íslands sendi í síð- ustu viku frá sér leiðbeiningar til al- mennings hvernig spara má ýmsan banka- og umsýslukostnað í dag- legu lífi. „Flest viljum við kom- ast hjá óþarfa kostnaði ef hægt er. Gjöld bankanna hafa hækkað töl- vert undanfarin ár eins og kom fram í úttekt verðlagseftirlits ASÍ nýver- ið og ýmsar aðgerðir hjá bönkun- um eru orðnar mjög dýrar. Við get- um hins vegar gert ýmislegt sjálf til að lækka bankakostnaðinn okkar en þessi grein fjallar um helstu leið- ir til þess,“ segir í upphafi, en eft- irfarandi leiðbeiningar eru birtar að beiðni ASÍ: Lækkaðu færslukostnaðinn Lækkaðu kostnaðinn við færslur hérlendis og notaðu kreditkort í stað debetkorts eða taktu út pen- ing. Hver færsla á debetkorti kost- ar 18-19 kr. en færslugjöld af kred- itkortum eru engin. Ef þú ert ekki með kreditkort geturðu tekið út reiðufé í hraðbanka með debetkorti en það kostar ekkert svo lengi sem þú passar að fara í hraðbanka sem er merktur bankanum þínum. Hraðbankar Úttekt reiðufjár Ef þú þarft að taka út reiðufé borg- ar sig að taka út af debetkorti í hrað- banka hjá þínum banka en það kost- ar ekkert. Úttekt með kreditkorti ber hins vegar með sér þóknun til bankans upp á 2,2% auk úttektar- gjalds upp á 115-130 kr. Innlögn reiðufjár Þarft þú að leggja reiðufé inn á reikning í öðrum banka eða inn á þinn eiginn reikning? Ef þú þarft að leggja reiðufé inn á reikning í öðr- um banka kostar það 495 kr. í útibú- um Arion banka, 375 kr. í útibúum Íslandsbanka og 100 kr. í útibúum Landsbankans. Það er mun hagstæð- ara að nota hraðbanka til að leggja reiðufé inn á reikning í öðrum banka en hjá Landsbankanum og Íslands- banka kostar það ekkert en í Arion banka kostar það 175 kr. Ekkert kostar fyrir viðskiptavini að leggja reiðufé inn á sinn eigin reikn- ing í útibúum Landsbankans og Ís- landsbanka en það kostar 195 kr. hjá Arion banka. Lækkaðu tilkynninga- og greiðslugjöld Tilkynninga- og greiðslugjöld hafa hækkað um tugi prósenta hjá öll- um bönkunum. Þú getur sparað þér pening með því að láta alla reikn- inga skuldfærast sjálfkrafa rafrænt en slík skuldfærsla kostar 120-130 kr. hjá bönkunum. Það kostar hinsvegar 420- 470 kr. að fá greiðsluseðil heim og rafrænn greiðsluseðill sem er ekki í skuldfærslu kostar 300-310 kr. Athugaðu einnig hvort þú ert að fá heimsenda reikninga frá þeim fyrir- tækjum sem þú ert að eiga viðskipti við. Með því að fá rafræna greiðslu- seðla í stað heimsendra reikninga getur þú sparað þér töluverðar upp- hæðir í hverjum mánuði. Ert þú að fara til útlanda? Kredit eða debet kort: Notaðu kred- itkort í stað debetkorts ef þú ert að greiða hjá þjónustu- eða söluaðila. Kreditkortafærslur í útlöndum kosta ekkert en hins vegar borgarðu 1% af öllum greiðslum í kostnað ef þú notar debetkort. Reiðufé Ef þú vilt vera með pening í lausu er- lendis er hagstæðast að taka út gjald- eyri áður en farið er út en útborgun í hraðbanka erlendis með debetkorti kostar 2% og 2,75% með kreditkorti (lágmarks þóknun vegna úttektar með kreditkorti í hraðbanka kostar 690 - 820 kr.). Líklegt er að bank- inn sem þú tekur út hjá leggi einnig gjald á úttektina og er upphæðin þá enn hærri. Í einhverjum tilfellum er hægt að panta gjaldeyri á netinu hjá bönkunum og sækja í útibú en einn- ig er hægt að taka gjaldeyri út úr ein- hverjum hraðbönkum. Það er dýrara að taka gjaldeyri út á flugvellinum þannig það er betra að gera það áður en þú leggur af stað í ferðina. Passaðu þig að taka ekki út of mikið svo þú sitjir ekki uppi með gjaldeyri eftir ferðina og þá er ekki gott að vera of mikið af lausafé á sér ef eitthvað kemur upp á. Greiða með greiðslukorti í sínum eigin gjaldmiðli? Þegar fólk verslar í útlöndum er það stundum spurt hvort það vilji greiða með greiðslukorti í sínum eigin gjaldmiðli í stað gjaldmiðli viðkomandi lands. Í flestum tilfell- um bætir þjónustuaðilinn yfirleitt álagsgreiðslu ofan á kaupverðið og í sumum tilfellum bætist einnig við þóknun. Ef maður vill komast hjá aukalegum kostnaði er því betra að borga í gjaldmiðli viðkomandi lands. Netbanki og app í stað þjónustu í útibúi Notaðu netbankann eins og þú get- ur í stað þess að fara í útibúin. Í net- banka eða appi greiðirðu lítið eða ekkert fyrir flesta þjónustu á með- an flestar aðgerðir kosta pening í útibúunum og geta upphæðirnar numið töluverðum fjárhæðum. Ekki láta hanka þig á FIT kostnaði FIT kostnaður er sá kostnaður sem þú borgar ef þú ferð fram yfir á debet kortinu þínu. Kostnaður- inn sem fylgir þessu er gífurlega hár en fyrir hverja umfram úttekt af kortinu sem nemur 5.000 kr. eða minna borgarðu frá 895– 950 kr. fyrir, eftir því hjá hvaða banka þú ert. Þetta er hlutfallslega mjög hár kostnaður sem hægt er að koma í veg fyrir með því að fylgjast með stöðunni á kortinu þínu. Ef þetta er eitthvað sem þú hef- ur oft lent í eða þú telur að sé lík- legt að þú munir lenda í gæti borg- að sig fyrir þig að vera með lítinn yfirdrátt á kortinu, 10-20 þúsund króna yfirdrátt sem nýtist þá ef að þú ert búinn með innistæðuna á kortinu í stað þess að borga FIT kostnað. Vextir af svo litlum yfir- drætti í nokkra daga eru í mesta lagi nokkrir tíkallar sem er mun minna en um 900 kr. Til að þetta borgi sig er ekki sniðugt að nýta yfirdráttinn nema í algjörri neyð. Þarft þú að fara í greiðslumat vegna íbúðaláns? Það gæti verið hagstæðara fyrir þig að fara í gegnum rafrænt greiðslu- mat en í greiðslumat í útibúi. Hjá Arion banka og Íslandsbanka er um 80% eða yfir 4.000 króna verð- munur á rafrænu greiðslumati og greiðslumati í útibúi fyrir einstak- linga. Verðmunurinn á greiðslu- mati fyrir hjón eða sambúðar- fólk eftir því hvort farið er í útibú eða greiðslumatið er framkvæmt rafrænt er yfir 5.000 hjá báðum bönkunum. Farðu í þinn banka í greiðslumat, allir bankarnir rukka mun hærra gjald fyrir greiðslu- mat ef þú ert ekki viðskiptavinur. Enginn verðmunur er á rafrænu greiðslumati eða greiðslumati í útibúi hjá Landsbankanum. Tilkynning með töluvpósti Ef þú ert hjá Íslandsbanka borgar þú 205 kr. fyrir hverja senda kvitt- un með tölvupósti eftir millifærslu í netbanka eða appi. Þá kostar hver innskráning í netbanka eða appi 10. kr. Sparaðu þér þennan kostn- að ef þú mögulega getur með því að sleppa kvittuninni eða fá hana senda með sms-i sem kostar 10 kr. og skráðu þig inn í netbankann með rafrænum skilríkjum eða not- endanafni og lykilorði. mm Mikið sem má spara við meðferð fjármuna ASÍ leiðbeinir hvernig spara má bankakostnað og í ferðlögum erlendis Fimm hefur verið úthlutað verð- laununum „Icelandic lamb Award of Excellence 2018,“ eða viðurkenn- ingu til framúrskarandi samstarfs- aðila Icelandic Lamb í flokki hand- verks og hönnunar. Það eru: Anna Þóra Karlsdóttir listakona, Guð- rún Bjarnadóttir hjá Hespuhúsinu í Andakíl, Hulda Brynjólfsdóttir og Tyrfingur Sveinsson fyrir Upp- spuna, Philippe Ricart handverks- maður á Akranesi og Erla Svava Sig- urðardóttir fyrir YARM. Verðlaunin afhentu Icelandic Lamb við hátíðlega athöfn í lista- miðstöðinni Mengi. Tilgangur við- urkenningarnar er að stuðla að aukn- um skilningi og þekkingu á gæðum íslensku ullarinnar og annarra sauð- fjárafurða sem handverksfólk, lista- menn og hönnuðir nýta sem hráefni í sköpun sína. Hún er hugsuð sem hvatning til frekari verðmætasköp- unar, nýsköpunar og vöruþróunar úr íslenskum sauðfjárafurðum. Icelandic lamb stóð að verðlaun- unum en markaðsstofan er í sam- starfi við yfir 200 innlenda aðila; veitingastaði, verslanir, framleið- endur, afurðastöðvar, listamenn, hönnuði og fleiri. Tilgangur sam- starfsins er að kynna íslenska sauð- fjárafurðir, mat, handverk og hönn- un fyrir erlendum ferðamönnum. Merki Icelandic Lamb er ætlað að undirstrika sérstöku íslenskra sauð- fjárafurða með tilvísun til uppruna, hreinleika og gæða. Tvö af Vesturlandi Tveir af verðlaunahöfum eru búsettir á Vesturlandi og bæði meðlimir í Ull- arselinu á Hvanneyri. Í rökstuðningi dómara um þau segir meðal annars: „Guðrún Bjarnadóttir hjá Hespu- húsinu hefur verið mjög ötul við að dreifa boðskap íslensku ullarinnar og tekið á móti mörgum hópum á vinnustofu sinni, enda er fólk mjög áhugasamt að fræðast meira um lit- unina á ullarbandinu og kíkja í pott- ana. Guðrún miðlar virkilega vel þekkingu sinni á hráefninu ásamt gæðum þess og möguleikum með náttúrulegri litun. Framsetning á efninu er fagleg og skemmtileg, og nýtir vel vefmiðla.“ Um listamanninn Philippe Rich- ard segir m.a.: „Philippe er einn af okkar fremstu listhandverksmönn- um og hefur starfað á Íslandi í ára- tugi, en er nú búsettur á Akranesi. Philippe er búfræðingur að mennt og hefur alltaf haft mikinn áhuga á handverki og listiðnaði. Framleiðsla vefstofunnar var þekkt um allt land og einnig erlendis. Philippe er mik- ilsvirtur listhandverksmaður og hefur einnig kennt á námskeiðum í mörg ár. Hann er mjög fjölhæf- ur, vinnur sín verk mest úr íslensku hráefni og þá helst úr íslensku ull- inni. Hann vinnur handofnar værð- arvoðir, sjöl og trefla úr íslensku bandi, með fjölbreyttum aðferðum, t.d. saluns-vefnaði og vaðmálsáferð, bæði fléttað vaðmál og víxlað vað- mál. Hönnun hans, aðferðir og til- finning fyrir hráefninu þ.e. íslensku ullinni er einstaklega góð. Hann leggur mikla áherslu á að viðhalda gömlu íslensku handverki.“ mm Viðurkenningar fyrir samstarf á sviði hönnunar úr ull Verðlaunahafarnir.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.