Skessuhorn


Skessuhorn - 12.12.2018, Síða 1

Skessuhorn - 12.12.2018, Síða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 50. tbl. 21. árg. 12. desember 2018 - kr. 750 í lausasölu arionbanki.is Gjafakort Arion banka er alltaf rétta jólagjöfin Þú velur fjárhæðina, þiggjandinn velur gjöfina. Gjafakort Arion banka er hægt að nota hvar sem er og fæst í öllum útibúum okkar. Gjöf sem gleður alla gleður alla Nýtt! Fæst án lyfseðils Eru bólgur og verkir að hrjá þig? Landnámssetur í desember sími 437-1600 Upplestur úr bókum laugardaginn 15. desember kl. 15:00 Gunnar Sæmundsson frá Hrútatungu Lilja Magnúsdóttir frá Hraunsnefi í Borgarfirði Bjarni Harðarson bóksali á Selfossi Halldóra Thoroddsen rithöfundur í Reykjavík Tilboð á heitu súkkulaði með rjóma & piparkökum SKATA SKATA SKATA Þorláksmessuskata 23. desember Nauðsynlegt er að panta borð Nánar um dagskrá á landnam.is/vidburdir Í blíðskaparveðri síðastliðinn laugardag var mannvirkið Guðlaug vígt við Langasand á Akranesi. Guðlaug var byggð í grjótvarnargarðinum neðan við stúku Akranes- hallar og Aggapall og samanstendur af útsýnispalli og laugum á tveimur hæðum. Í neðri laugina rennur úr þeirri efri en þegar stórstreymt er nær sjór auk þess að flæða í hana. Það er Akraneskaupstaðar sem á og rekur mannvirkið, en það var byggt með styrkjum sem fengust annars vegar úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða og hins vegar úr minningarsjóði hjónanna frá Bræðraparti. Á meðfylgjandi mynd njóta íbúar þess að vera í lauginni. Myndin var tekin á sunnudaginn að afloknu sjósundi. Ljósm. Guðni Hannesson. Sjá nánar bls. 10. Það sem af er þessu ári hefur Slökkvilið Akraness og Hvalfjarð- arsveitar farið í 38 útköll af ýmsu tagi. Flest útköllin hafa verið vegna elds í byggingum, eða ellefu talsins á jafn mörgum mánuðum. Með- al annarra verkefna má nefna að fimm sinnum fóru slökkviliðsmenn í vatnsdælingu, jafn oft stóðu þeir öryggisvaktir, farið var í þrjú útköll vegna umferðarslysa og gróðureld- ar voru þrír. Enn önnur verkefni voru útkall vegna ammoníaksleka, æfingar og hreinsunarstarf. Tólf útköll slökkviliðsins voru á hæsta forgangi, F1, en þá eru taldar líkur á að mannslíf geti verið í hættu. Tíu útkallana voru á öðrum forgangi og átján á þriðja. Að sögn Þráins Ólafssonar slökkviliðsstjóra er um töluverða fjölgun útkalla að ræða á þessu ári og sérstaklega er þróunin slæm í fjölda húsbruna. Til samanburðar voru útköll slökkviliðsins 25 árið 2017 og árið 2016 voru 32 útköll. Árið 2016 voru fimm útköll vegna elds í byggingum og tvö árið 2017. Fjöldi húsbruna hefur því marg- faldast á þessu ári, sem vissulega er áhyggjuefni, að sögn Þráins. Fjórtán sóttu um störf slökkvi- liðsmanna hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar þegar aug- lýst var í haust. „Það voru allir sem sóttu um teknir í fornám og nú er verið að velja úr hópnum. Við vilj- um geta tryggt að fjöldi slökkviliðs- manna hjá okkur fari í 30, en þeir eru 23 í dag. En það er að fleiru að hyggja. Í reglugerð sem gefin var út 1. ágúst síðastliðinn er bundið í lög að þegar íbúafjöldi er yfir 5000 á starfssvæði slökkviliðs skuli það vera mannað fjórum starfandi slökkvi- liðsmönnum á stöð á dagvinnutíma og fast skipulag utan þess. Nú er íbúafjöldinn á okkar starfssvæði um átta þúsund. Slökkviliðsstjóri er enn sem komið er eini fasti starfsmaður slökkviliðsins og þarf auk þess að sinna brunavarnaeftirliti sem skil- greint er 160% starfshlutfall á okk- ar svæði. Það sjá því allir að sveit- arfélögin verða að gefa verulega í hvað þennan mikilvæga málaflokk snertir. Það er einfaldlega ekki verj- andi að þurfa að treysta á að nægur mannskapur sé alltaf tiltækur til út- kalls og slökkvistarfa með óbreyttu skipulagi,“ segir Þráinn í samtali við Skessuhorn. Hann bætir því við að nú sé á lokametrunum gerð bruna- varnaáætlunar. Í henni sé tekið mið af þeim kröfum sem gerðar voru í reglugerðinni fyrr á þessu ári. „Ég er því vongóður um að aukið fjár- magn fáist í málaflokkinn,“ segir Þráinn. mm Að jafnaði einn húsbruni í mánuði Frá einu af ellefu útköllum vegna elds í byggingum á árinu. 20 ÁR

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.