Skessuhorn


Skessuhorn - 12.12.2018, Síða 8

Skessuhorn - 12.12.2018, Síða 8
MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMbER 20188 Gripinn tvisvar í sömu vikunni VESTURLAND: Tvisvar sinn- um í vikunni sem leið hafði Lög- reglan á Vesturlandi afskipti af ökumanni vegna gruns um akst- ur undir áhrifum ávana- og fíkni- efna í nágrenni Akraness. Reynd- ist sami maðurinn vera á ferðinni í bæði skiptin. Var hann stöðvaður með fjögurra daga millibili. Auk þess að vera grunaður um akst- ur undir áhrifum reyndist öku- maðurinn vera réttindalaus. Ekki voru fleiri teknir við akstur undir áhrifum í umdæminu í liðinni viku en allt of margir óku of hratt, að sögn lögreglu. Lögregla tók skurk í stöðubrotum í borgarnesi í vik- unni sem leið. Alls voru tólf öku- menn sektaðir fyrir að leggja bif- reiðum sínum ólöglega. -kgk Týndi kókaíninu sínu AKRANES: Poki fannst inni á gangi í fjölbýlishúsi á Akranesi í liðinni viku. Þeim sem fann pok- ann þótti hann eitthvað dularfullur og gerði því Lögreglunni á Vest- urlandi viðvart. Reyndist pokinn innihalda kókaín og virðist sem eigandinn hafi einfaldlega týnt efninu. Enginn hefur haft sam- band og gefið sig fram sem eiganda kókaínsins, að sögn lögreglu. Síð- astliðinn föstudag fór lögregla inn í hús í nágrenni Akraness og lagði þar hald á kannabisefni og búnað til ræktunar. Auk þess var lagt hald á landa og gambra, auk búnaðar til landaframleiðslu. Er þetta í annað sinn á stuttum tíma sem Lögregl- an á Vesturlandi stöðvar ólöglegt brugg í heimahúsi. -kgk Fasteigna- viðskipti í nóvember VESTURLAND: Alls var 36 kaupsamningum um fasteignir á Vesturlandi þinglýst í nóvem- ber. Þar af voru 12 samningar um eignir í fjölbýli, 18 samningar um eignir í sérbýli og sex samningar um annars konar eignir. Heildar- veltan var 1.143 milljónir króna í þessum viðskiptum og meðal- upphæð á samning því 31,8 millj- ón króna. Af þessum 36 voru 14 samningar um eignir á Akranesi. Þar af voru tíu samningar um eignir í fjölbýli og fjórir samn- ingar um eignir í sérbýli. Heild- arveltan var 543 milljónir króna og meðalupphæð á samning 38,8 milljónir króna. -mm Veruleg ásókn í óverðtryggð lán LANDIÐ: Ásókn í bæði óverð- tryggð lán og fasta vexti hef- ur aukist verulega á undanförn- um misserum. Í samantekt Við- skiptablaðsins kemur fram að taka nýrra óverðtryggðra lána umfram uppgreiðslur hjá bönk- unum hefur vaxið um 280% á fyrstu tíu mánuðum ársins miðað við sama tímabil fyrir ári. Þá hafa ný íbúðalán með óverðtryggðum föstum vöxtum numið 31,8 millj- örðum króna fyrstu tíu mánuði ársins miðað við um 6,7 milljarða króna á sama tímabili í fyrra, sem samsvarar 370% vexti milli ára. Þá hefur dregið úr nýjum verð- tryggðum lánum að frádregnum uppgreiðslum hjá bönkunum um 36% á fyrstu tíu mánuðum árs- ins. -mm Skylt að taka sýni BÚ: Matvælastofnun vill minna sauðfjáreigendur á að láta taka sýni úr full- orðnu fé til riðuskimun- ar. „Ef afföll verða á kind- um þá er mikilvægt að hafa samband við héraðsdýra- lækni sem mun sjá til þess að sýnin séu tekin eða hann leiðbeinir við að senda hausa beint á Keldur. Sýna- tökurnar og sendingar- kostnaður í þessu samhengi er bændum að kostnaðar- lausu,“ segir í tilkynningu. „Sýni úr öllu fullorðnu fé sem drepst eða er fellt af öðrum ástæðum en elli eða til fækkunar eru afar mikilvæg sýni til að reyna eins og kostur er að ná ár- angri í að útrýma riðu hér á landi. Aðgerðir til útrým- ingar riðu hófust árið 1986 og hefur náðst verulegur árangur fram til þessa. Ef kind sýnir einkenni riðu- veiki er eigendum og um- ráðamönnum sauðfjár skylt að tilkynna það héraðs- dýralækni. Á sýktum svæð- um skal ekki hýsa aðko- mufé né fóðra eða brynna því með heimafé, hvorki við fjárrag að hausti eða að vori né á öðrum tímum ársins. Ef hýsingin er óum- flýjanleg með tilliti til vel- ferðar fjárins skal ekki nota til þess fjárhús, hlöður eða fjós, heldur skal nota annan húsakost.“ -mm Kvenfélag Álftaneshrepps á Mýr- um færði nýverið brákarhlíð og Hollvinasamtökum heimilisins tvö hundruð þúsund króna peninga- gjöf. Gjöfin er framlag til byggingar gróðurhúss í garði við brákarhlíð. „Þetta er fyrsta gjöfin sem berst til þessa verkefnis í kjölfar umfjöllunar í Skessuhorni í haust þar sem þenn- an draum okkar um gróðurhús bar á góma. Þessir fjármunir sem um ræðir eru ágóði af jólabingói Kven- félagsins á síðasta ári,“ segir björn bjarki Þorsteinsson framkvæmda- stjóri brákarhlíðar. Framundan er næsta bingó Kven- félags Álftaneshrepps og verður það í Lyngbrekku sunnudaginn 16. des- ember klukkan 16:00. mm Fyrsta gjöfin í sjóð til byggingar gróðurhúss í Brákarhlíð Frá afhendingu gjafarinnar. F.v. Björn Bjarki Þorsteinsson, Svanhildur Björk Svansdóttir, formaður Kvenfélags Álftaneshrepps, Svandís Bára Steingrímsdóttir gjaldkeri og Halla Magnúsdóttir, forstöðumaður þjónustusviðs í Brákarhlíð. Nemendur í tíunda bekk Grunnskóla Grundar- fjarðar gerðu víðreist í liðinni viku. brugðu sér í skólaferðalag til Kóngs- ins Kaupmannahafnar. Haldið var utan síðast- liðinn föstudag og komið heim í gær, þriðjudag. Í hópnum voru ellefu nem- endur og fimm foreldrar. Meðal dagskrárliða var heimsókn í Jónshús. Á meðfylgjandi mynd eru ungmennin við skrif- borð Jóns Sigurðsson- ar. Á söfnum hér á landi eru varðveitt um sex þús- und sendibréf og svör við erindum sem bárust Jóni. Mörg þeirra voru skrifuð við þetta borð. Heimili Ingibjargar Einarsdóttur og Jóns Sigurðssonar er við Øster Voldgade 12. Það var miðstöð Ís- lendinga í Kaupmannahöfn allt frá 1852 til 1879. Húsið hefur verið í eigu Alþingis Íslendinga frá árinu 1967 þegar Carl Sæmundsen stór- kaupmaður gaf það í minningu Jóns og Ingibjargar. Daginn áður en grundfirski hópurinn kom í Jónshús var opn- uð sýningin Heimili Ingibjargar Einarsdóttur og Jóns Sigurðsson- ar, en húsið hefur nú verið endur- gert á grundvelli heimilda um líf þeirra hjóna í Kaupmannahöfn, byggingasögulegra rannsókna á íbúðinni sjálfri auk sagnfræðilegra rannsókna á heimilislífi um mið- bik 19. aldar í Kaupmannahöfn. mm/ Ljósm. Björg Ágústsdóttir Settust við skrifborð Jóns forseta

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.