Skessuhorn - 12.12.2018, Side 31
MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMbER 2018 31
Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is
DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ
VÖRUR UM ALLT LAND
Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu
um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins.
Ísak bergmann Jóhannesson og
Oliver Stefánsson hafa gengið til
liðs við sænska liðið IFK Norrköp-
ing frá ÍA. Greint er frá félagskipt-
unum á heimasíðu Knattspyrnu-
félags ÍA.
Ísak er 15 ára gamall og hefur
spilað einn leik með meistaraflokki
ÍA í 1. deild karla. Hann á að baki
sjö leiki fyrir U17 ára landslið Ís-
lands þar sem hann hefur skorað sjö
mörk. Þá hefur hann einnig spilað
sjö leiki fyrir U16 ára landsliðið og
skorað í þeim tvö mörk.
Oliver er 16 ára gamall og hef-
ur sömuleiðis leikið einn leik með
meistaraflokki í 1. deildinni. Hann
hefur leikið einn leik með U18 ára
landsliðinu, sjö leiki og eitt mark
með U17 og þrjá leiki með U16.
báðir voru þeir lykilmenn í liði
2. flokks karla sem fagnaði Íslands-
meistaratitlinum síðastliðið sum-
ar, í fyrsta sinn í 13 ár. báðir eiga
þeir stutt að sækja knattspyrnugen-
in. Ísak er sonur Jóhannesar Karls
Guðjónssonar, fyrrum atvinnu-
manns og núverandi þjálfara meist-
araflokks karla og Oliver er sonur
Stefáns Þórs Þórðarsonar, fyrrver-
andi atvinnumanns í knattspyrnu.
kgk
Tveir ungir Skaga-
menn til Norrköping
Oliver Stefánsson og Ísak Bergmann Jóhannesson. Ljósm. KFÍA.
Um síðustu helgi fór Íslansmót
(h)eldri spilara í bridds fram í
Reykjavík. Íslandsmeistarar 2018
eru hjónin björk Jónsdóttir og
Jón Sigurbjörnsson. Í öðru sæti
voru Aðalsteinn Jörgensen og Sig-
urður Sverrisson, en þriðja sæt-
ið tóku Hvanneyringarnir Lárus
Pétursson og Sveinbjörn Eyjólfs-
son. Forysta hjónanna var nokkuð
afgerandi en athygli vakti að ein-
ungis munaði 0,1 stigi á öðru og
þriðja sæti.
mm/ Ljósm. bí.
Íslandsmót eldri spilara
Skallagrímur og Valur áttust við í
Domino‘s deild karla í körfuknatt-
leik á mánudagskvöld. Leikið var í
borgarnesi og var góð stemning á
pöllunum að vanda. Leikurinn var
jafn og spennandi en í lokafjórð-
ungnum sigu gestirnir fram úr og
tryggðu sér að lokum níu stiga sig-
ur, 96-105.
Leikurinn hófst á mikilli þriggja
stiga skotsýningu beggja liða, sem
hittu þó misvel. Leikurinn var hrað-
ur og líflegur, Skallagrímsmenn
höfðu heldur yfirhöndina framan af
en Valsmenn áttu lokaorðið í fyrsta
leikhluta og leiddu með einu stigi
að honum loknum, 21-22. Gestirn-
ir byrjuðu betur í öðrum fjórðungi
en heimamenn náðu að vinna sig
inn í leikinn aftur og aðeins mun-
aði tveimur stigum í hléinu. Valur
leiddi, 48-50.
Skallagrímsmenn mættu ákveðn-
ir til síðari hálfleiks og jöfnuðu met-
in. Liðin fylgdust að næstu mínút-
urnar þar til Valur náði yfirhönd-
inni á ný og leiddi með fimm stig-
um fyrir lokafjórðunginn, 71-76. Í
fjórða leikhluta náði Valur að slíta
sig aðeins frá Skallagrími. Gestirnir
komust þrettán stigum yfir snemma
í leikhlutanum og lögðu þar grunn
að sigrinum. borgnesingar náðu
ekki að koma til baka og lokatölur
urðu 96-105, Valsmönnum í vil.
Aundre Jackson var atkvæða-
mestur í liði Skallagríms með 28
stig og tíu fráköst. Domagoj Samac
skoraði 24 stig og tók fimm fráköst
og bjarni Guðmann Jónsson var
með 17 stig og sjö fráköst.
Kendall Lamont Anthony átti
stórleik fyrir Val og var að öðrum
ólöstuðum besti maður vallarins.
Hann skoraði 48 stig, tók fimm frá-
köst og gaf sjö stoðsendingar. Aleks
Simeonov skoraði 13 stig og tók
tólf fráköst og þeir benedikt Grön-
dal og Austin Magnús bracey skor-
uðu ellefu stig hvor.
Skallagrímur situr í ellefta sæti
deildarinnar með fjögur stig eft-
ir níu leiki, tveimur stigum á und-
an botnliði breiðabliks en tveim-
ur stigum á eftir næstu liðum fyrir
ofan. Næsti andstæðingur Skalla-
gríms er topplið Tindastóls. Liðin
mætast norður á Sauðárkróki ann-
að kvöld, fimmtudaginn 13. des-
ember. kgk
Misstu gestina fram úr sér á lokasprettinum
Bjarni Guðmann Jónsson og félagar
hans í Skallagrími máttu játa sig
sigraða gegn Val. Ljósm. Skallagrímur.
Skallagrímskonur máttu játa sig
sigraðar eftir hörkuleik gegn
Stjörnunni í Domino‘s deild
kvenna í körfuknattleik. Leikið var
í Garðabæ á laugardag og lokatölur
urðu 73-62, heimakonum í vil.
Skallagrímskonur höfðu yfir-
höndina í upphafi leiks og leiddu
4-8 þegar fyrsti leikhluti var hálfn-
aður. Þá tók Stjarnan forystuna og
leiddi 16-14 eftir upphafsfjórðung-
inn. Mikið jafnræði var með liðun-
um í öðrum leikhluta og munaði
ekki nema örfáum stigum lengst
framan af. Þegar dró nær hálf-
leik tók Stjarnan þó að síga örlítið
lengra fram úr og hafði átta stiga
forskot í hléinu, 41-33.
Stjarnan hélt fast um forystuna í
þriðja leikhluta en Skallagrímskon-
ur voru aldrei langt undan. Næst
komust þær fimm stigum frá þeim
seint í leikhlutanum en Stjarnan átti
lokaorðið og fór með sjö stiga for-
skot inn í lokafjórðunginn. Hann
fór rólega af stað þar sem hvor-
ugt lið skoraði fyrstu mínúturnar.
Eftir það voru Skallagrímskonur
heldur öflugri og færðust hægt en
örugglega nær Stjörnunni. Stöð-
ugt meiri spenna færðist í leikinn
og þegar tvær mínútur voru eftir
höfðu Skallagrímskonur minnkað
muninn í tvö stig, 62-60 og leik-
urinn galopinn. En þá tók Stjarnan
ótrúlegan endasprett þar sem liðið
skoraði ellefu stig gegn tveimur og
tryggði sér sigurinn, 73-62.
Shequila Joseph skoraði 20 stig
og tók 14 fráköst í liði Skallagríms.
bryesha blair var með 20 stig einn-
ig, sex fráköst og sjö stoðsending-
ar.
Danielle Rodriguez átti stórleik
fyrir heimaliðið, skoraði 23 stig,
tók 13 fráköst, gaf átta stoðsend-
ingar, stal fjórum boltum og varði
fimm skot. bríet Sif Hinriksdóttir
var með 15 stig og Maria Florencia
Palacios skoraði tólf.
Skallagrímur situr í sjötta sæti
deildarinnar með sex stig eftir ell-
efu leiki, jafn mörg og Haukar í
sætinu fyrir neðan en fjórum stig-
um á eftir Val í sætinu fyrir ofan.
Næst leikur Skallagrímur í kvöld,
miðvikudaginn 12. desember, þeg-
ar liðið mætir Snæfelli í Vestur-
landsslag í borgarnesi.
kgk/ Ljósm. úr safni/
Skallagrímur.
Skallagrímskonur töpuðu
gegn Stjörnunni
Snæfell sigraði KR örugglega,
64-46, í toppslag Domino‘s deildar
kvenna í körfuknattleik. Leikið var
í Stykkishólmi á laugardag.
Snæfell byrjaði leikinn mun betur
og hélt KR í aðeins einu stigi fyrstu
sex mínútur leiksins. Eftir það náðu
gestirnir góðum spretti og minnk-
uðu muninn í 14-12 en Snæfells-
konur leiddu 18-14 að fyrsta leik-
hluta loknum. Annar leikhluti var
frekar skrítinn. Hann fór hægt af
stað, en það var aðeins lognið á
undan storminum. Snæfellskon-
ur náðu síðan með frábærum kafla
að breyta tveggja stiga forystu í 15
stiga forskot, 33-18. En þá var eins
og lok hefði verið sett á körfuna,
því þær skoruðu ekki meira síðustu
fjórar mínútur fyrri hálfleiks. KR
minnkaði muninn á meðan niður í
níu stig og Snæfell leiddi í hléinu
með 33 stigum gegn 24.
Þriðji leikhluti fór hægt af stað og
ekkert stig var skorað fyrstu mínút-
urnar. Þá tóku Snæfellskonur góða
rispu, komust í 39-25 og virtust
hafa náð góðum tökum á leiknum.
Þær leiddu með tveimur stigum fyr-
ir lokafjórðunginn og hleyptu KR-
liðinu aldrei nálægt sér aftur. Þvert
á móti juku þær forskotið hægt en
örugglega allan fjórða leikhluta og
sigruðu að lokum stórt, 64-46.
Kristen McCarthy var atkvæða-
mest í liði Snæfells með 24 stig, 13
fráköst og sex stoðsendingar. Ange-
lika Kowalska skoraði 13 stig og tók
átta fráköst en aðrar höfðu minna.
Vilma Kesanen skoraði 14 stig
fyrir KR og var sú eina úr liði gest-
anna sem komst í tveggja stafa tölu
á stigatöflunni.
Með sigrinum lyfta Snæfells-
konur sér upp að hlið Keflavíkur á
toppi deildarinnar. bæði lið hafa 18
stig eftir ellefu leiki. Næsti leikur
Snæfells er Vesturlandsslagur gegn
Skallagrími. Sá leikur fer fram í
borgarnesi í kvöld, miðvikudaginn
12. desember.
kgk
Kristen McCarthy fór fyrir liði Snæfells
sem sigraði stórt í toppslag helgarin-
nar. Ljósm. úr safni.
Öruggur sigur Snæfells
í toppslagnum