Fréttablaðið - 16.11.2019, Page 4

Fréttablaðið - 16.11.2019, Page 4
Fáðu fréttablað dagsins í tölvupósti kl. 3.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista blaðsins á www.frettabladid.is#nyskraning Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja vék tímabundið úr starfi sínu vegna uppljóstr- ana um meintar mútugreiðslur í Nami- bíu. „Ég er dapur yfir þessum kringumstæðum,“ sagði í yfir- lýsingu frá Björgólfi Jóhannssyni, sem tók við forstjórakef linu. Dovelyn Rannveig Mendoza sérfræðingur á sviði fólksf lutninga f lutti til Íslands frá Filippseyjum er hún var sextán ára eftir langan aðskilnað frá mömmu sinni. „Ákvörðun mömmu að f lytja til Íslands og fara að vinna í verksmiðju bjargaði okkur frá miklum erfiðleikum.“ Aðalheiður Borg- þórsdóttir bæjarstjóri á Seyðisfirði neitar að greiða reikning frá Matvælastofnun sem réð björg- unarsveit til að ná kindum úr fjalli. „Það þótti ekki forsvaranlegt að fara eftir fénu á þeim tímapunkti,“ sagði hún. Þrjú í fréttum Dapurleiki, bjargræði og björgun TÖLUR VIKUNNAR 10.11.2019 TIL 16.11.2019 10 prósent Íslendinga sinna umönn- un óvinnufærra fjölskyldumeð- lima og er það mun hærra hlutfall en í öðrum löndum Evrópu. 100 milljónum króna var á lokametrum gerðar fjárlaga- frumvarps bætt við til að halda megi gamla Herj- ólfi haffærum. 12 milljónir króna er upphæð miska- bótakröfu dóttur Kanadamanns sem lést í flugslysi í Barkárdal í Eyjafirði sumarið 2015. 11 skoruð mörk urðu niðurstaðan hjá Tjörva Þorgeirs- syni, leikmanni Hauka, er lið hans lék gegn Íslands- meisturum Selfoss. 54,4 megavattstundir af rafmagni er orkunotkun á Íslandi reiknuð á hvern íbúa. Íslendingar nota mesta orku af þjóðum heimsins. jeep.is UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 JEEP® RENEGADE LIMITED - Verð á sýningarbíl: 4.990.000 kr. JEEP® RENEGADE TRAILHAWK - Verð á sýningarbíl: 5.490.000 kr. JEEP® CHEROKEE LONGITUDE LUXURY - Verð á sýningarbíl: 7.490.000 kr. JEEP® CHEROKEE LONGITUDE LUXURY - Verð á sýningarbíl: 7.990.000 kr. JEEP® CHEROKEE LIMITED - Verð á sýningarbíl: 8.790.000 kr. ALVÖRU JEPPAR - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF ÖRFÁIR SÝNINGARBÍLAR Á FRÁBÆRU VERÐI SAMGÖNGUMÁL „Þetta er unnið á grundvelli gildandi samgöngu- áætlunar þar sem var samþykkt að skoða fjölbreyttar leiðir við fjármögnun stórra framkvæmda,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráð- herra, um drög að frumvarpi um samvinnuverkefni um vegafram- kvæmdir. Frumvarpið hefur nú verið kynnt í samráðsgátt stjórnvalda en sam- kvæmt því fær Vegagerðin heimild til að ganga til samninga við einka- aðila um samvinnuverkefni vegna sex tiltekinna vegaframkvæmda. Þau verkefni sem um ræðir eru hringvegur norðaustan Selfoss og brú á Ölfusá, hringvegur um Hornafjarðarfljót, Axarvegur, tvö- földun Hvalfjarðarganga, hring- vegur um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli og Sundabraut. Samkvæmt samgönguáætlun er gert ráð fyrir að veggjöld standi undir helmingi fjármögnunar vegar um Hornafjarðarfljót og Axarveg. Hinar fjórar framkvæmdirnar yrðu hins vegar fjármagnaðar að fullu með veggjöldum. Skal gjaldtaka ekki hefjast fyrr en opnað hefur verið fyrir umferð um viðkomandi umferðarmann- virki. Þá skal gjaldtakan ekki standa lengur en í 30 ár. Sigurður Ingi segir að þau verk- efni sem um ræðir séu valin út frá þeim skilyrðum að önnur leið sé í boði, þau séu skýr og afmörkuð og það sé þrýstingur um að þeim sé f lýtt þótt þeim hafi ekki verið for- gangsraðað í samgönguáætlun. „Ein af forsendunum fyrir svona gjaldtöku er að það sé raunveru- legur ávinningur í því að fara stytt- inguna eða nýju leiðina. Þú fáir fjárhagslegan ávinning þó svo þú greiðir.“ Of snemmt sé hins vegar að segja til um fjárhæð veggjaldanna. Sigurður Ingi segir að auðvitað hefði verið hægt að fara þá leið að smíða almennt frumvarp um sam- vinnuverkefni þar sem engin verk- Veggjöld nýtt til framkvæmda Sex samgönguverkefni eru tilgreind í frumvarpsdrögum um vegaframkvæmdir. Sundabraut og tvö- földun Hvalfjarðarganga eru þar á meðal en ráðgert er að gjaldtakan standi ekki lengur en í 30 ár. 5 6 4 3 2 1 efni væru tilgreind. „Þá værum við hins vegar komin í þá stöðu að það væri verið að taka mjög stórar ákvarðanir án aðkomu Alþingis. Þessi leið er lýðræðislegri og þingið getur auðvitað bætt við fram- kvæmdum eða fækkað þeim.“ Þá þurfi að huga vel að tíma- setningu verkefnanna, sérstaklega í tengslum við samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. „En það góða við þessi sex verkefni er að þau spanna svolítið stóran hluta af landinu. Dreifingin gæti þannig orðið ágæt og þau eru líka af mis- munandi stærðargráðu.“ Aðspu rðu r seg ist Sig u rðu r Ingi bjartsýnn á að áhugasamir fjárfestar finnist til að koma að umræddum framkvæmdum. „Það hafa margir komið niður í ráðu- neyti alveg frá því við fórum að viðra svona hugmyndir og lýst yfir áhuga sínum.“ Frumvarpsdrögin verða nú í umsagnarferli til 28. nóvember. Sigurður Ingi segist reikna með því að unnið verði hratt og vel úr þeim og málið komist inn á þingið fyrir jól. sighvatur@frettabladid.is ✿ Veggjöld koma við sögu í fjármögnun sex verkefna 1. Axarvegur Kostnaðarmat: 4 milljarðar Núverandi umferð: 220 bílar á dag 2. Hringvegur um Hornafjarðarfljót Kostnaðarmat: 4,9 milljarðar Áætluð umferð við opnun: 1.200 bílar á dag 3. Hringvegur um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli Kostnaðarmat: 6,5-7,9 milljarðar Núverandi umferð: 2.600 bílar á dag 4. Hringvegur norðaustan Selfoss, brú á Ölfusá Kostnaðarmat: 6,1 milljarður Áætluð umferð við opnun: 5.500 bílar á dag 5. Tvöföldun Hvalfjarðarganga Kostnaðarmat: 21,8 milljarðar Núverandi umferð: 7.300 bílar á dag 6. Sundabraut Kostnaðarmat: 60-74 milljarðar Áætluð umferð við opnun (2030): 11.400 yfir Kollafjörð, 32.300 yfir Elliðaárvog 1 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 6 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :3 9 F B 0 9 6 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 3 F -D A 5 4 2 4 3 F -D 9 1 8 2 4 3 F -D 7 D C 2 4 3 F -D 6 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 9 6 s _ 1 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.