Fréttablaðið - 16.11.2019, Blaðsíða 6
DÓMSMÁL Landsréttur hefur þyngt
refsingu yfir Nadeem Maqbool sem
dæmdur var í Héraðsdómi Reykja-
víkur í lok síðasta árs fyrir að afla
sér kennitölu hjá Þjóðskrá með föls-
uðu vegabréfi. Nadeem fékk fimm
mánaða skilorðsbundinn dóm í hér-
aði eftir að hann játaði þau brot sem
hann var ákærður fyrir. Þar sem
dómurinn var skilorðsbundinn var
ekki unnt að draga frá refsingunni
tæplega átta vikna gæsluvarðhalds-
vist sem hann hafði verið látinn
sæta, meðal annars vegna rann-
sóknar annarra sakamála sem hann
reyndist ekki eiga neinn hlut að.
Með dómi Landsréttar í gær var
orðið við kröfu ákæruvaldsins og
dómi yfir Nadeem breytt í fjögurra
mánaða óskilorðsbundið fangelsi.
Er í dómsorði kveðið á um að dagar
hans í gæsluvarðhaldi skuli dregnir
frá refsingunni.
„Óréttlæti venst illa,“ sagði Páll
Rúnar M. Kristjánsson verjandi,
inntur eftir viðbrögðum við hinum
nýfallna dómi en við meðferð
málsins í Landsrétti sagði hann
það í hróplegu ósamræmi við jafn-
ræðisreglu íslensks réttar að skjól-
stæðingur hans búi við lakari rétt
en aðrir í sambærilegum málum.
Hann sagði niðurstöðu nýjustu
dóma Héraðsdóms Reykjavíkur
í sambærilegum málum alltaf þá
sömu; 30 daga skilorðsbundið
fangelsi. Engum þeirra dóma hefði
verið áfrýjað af hálfu ákæruvaldsins
en málin ættu það einnig öll sam-
merkt að enginn sakborninganna
hefði sætt gæsluvarðhaldi.
„Mál þetta hófst á einhverjum
furðulegum misskilningi þar sem
ákærði var ranglega bendlaður
við mansalsmál en hinir grunuðu
í því máli eru pakistanskir ríkis-
borgarar. Þessi grunur átti ekki við
rök að styðjast en einhvern veginn
sogaðist ákærði inn í það mál, lík-
lega fyrir þær sakir að vera frá Pak-
istan,“ sagði Páll Rúnar við meðferð
málsins í Landsrétti í síðustu viku.
Ákvörðun um áfrýjun vakti furðu
Páls Rúnars. Ljóst væri að hún
hefði þann eina tilgang að bera í
bætifláka fyrir gæsluvarðhaldsvist
mannsins og freista þess að losa
ríkið undan bótaskyldu fyrir ólög-
mæta frelsissviptingu.
Nadeem kom hingað til lands
árið 2017 á sínu eigin vegabréfi og
óskaði eftir alþjóðlegri vernd. Hann
notaði fyrst fölsuð skilríki eftir að
umsókn hans var hafnað en hann
óttaðist þá að verða sendur til
heimalands síns þar sem hann sé
réttdræpur fyrir þær sakir að hafa
komið manni til aðstoðar sem ekki
er múslimi.
Páll Rúnar vék einnig að tíma
Nadeem hér á landi.
„Hann hefur verið upptekinn við
að elda mat og baka brauð. Hann er
listakokkur og er menntaður á sínu
sviði í hótel- og veitingaskóla. Hann
er það hæfileikaríkur að þegar hann
var settur í gæsluvarðhald þurfti
að taka rétti af matseðli veitinga-
hússins sem hann vann á, af því að
enginn annar en hann var fær um
að elda þá. Þetta er góður drengur
sem mætir til vinnu alla daga. Hann
hefur eignast vini og er vel liðinn af
þeim sem hann þekkja.“
Engar ákærur hafa verið gefnar
út í tengslum við mansalsmálið.
Meintur höfuðpaur þess máls
var úrskurðaður í gæsluvarðhald
9. október í fyrra og sat í gæsluvarð-
haldi í þrjá mánuði en er nú frjáls
ferða sinna. Í gæsluvarðhaldsúr-
skurði yfir manninum 9. janúar
var rannsókn lögreglu sögð á loka-
metrunum. Þótt liðnir séu tíu mán-
uðir frá þeim lokametrum er málið
enn í rannsókn samkvæmt svari
embættisins við fyrirspurn Frétta-
blaðsins. adalheidur@frettabladid.is
Hann er það hæfi-
leikaríkur að þegar
hann var settur í gæsluvarð-
hald þurfti að taka rétti af
matseðli veitingahússins
sem hann vann á.
Páll Rúnar M.
Kristjánsson
lögmaður
Minjastofnun Íslands úthlutar styrkjum úr Fornminjasjóði.
Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og rannsóknum á
fornminjum, sbr. reglur nr. 578/2014. Úthlutað er styrkjum til
eftirfarandi verkefna:
• Rannsókna á fornminjum (fornleifum og forngripum)
• Miðlunar upplýsinga um fornminjar
• Varðveislu og viðhalds fornminja
Sjóðnum er jafnframt heimilt að veita styrki til viðhalds annarra
menningarminja sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt
gildi, t.d. minja sem njóta ekki friðunar á grundvelli aldurs en teljast
hafa varðveislugildi, svo sem skipa, báta og annarra samgöngutækja.
Við næstu úthlutun verður sérstaklega horft til umsókna er lúta að
frágangi og skilum gagnasafna úr fornleifarannsóknum framkvæmdum
fyrir gildistöku núgildandi laga um menningarminjar.
Umsóknir eru metnar með tilliti til vísindalegs og menningarsögulegs
gildis og þeirrar stefnu sem mörkuð hefur verið í minjavernd, ásamt
gildi þeirra fyrir varðveislu þjóðararfleifðarinnar.
Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar, m.a. úthlutunarreglur, er að
finna á heimasíðu Minjastofnunar Íslands, www.minjastofnun.is.
Umsóknarfrestur er til og með 10. janúar 2020. Umsóknir sem
berast eftir að umsóknarfresti lýkur koma ekki til álita við
úthlutun.
Minjastofnun Íslands hefur eftirlit með að styrkt verkefni séu unnin í
samræmi við lög nr. 80/2012 og reglur stofnunarinnar og í samræmi
við innsend umsóknargögn.
Suðurgötu 39, 101 Reykjavík
Sími: 570 1300
www.minjastofnun.is
fornminjasjodur@minjastofnun.is
Minjastofnun Íslands
auglýsir eftir umsóknum um styrki úr
Fornminjasjóði
fyrir árið 2020
Café
AUSTURSTRÆTI • SKÓLAVÖRÐUSTÍG • LAUGAVEGI
AKUREYRI • VESTMANNAEYJUM
Komdu í kaff i
Blaðið í dag og safn eldri blaða á frettabladid.is
Telur dóm Landsréttar
brot á jafnræðisreglu
Landsréttur breytti dómi fyrir kennitölusvindl úr skilorði í fjögurra mánaða
fangelsi. Verjandi segir dóminn í hróplegu ósamræmi við sambærileg mál og
telur markmið með áfrýjun að bera í bætifláka fyrir óhóflegt gæsluvarðhald.
Dómur í máli Nadeem var kveðinn upp í Landsrétti í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
STJÓRNSÝSLA Þórdís Kolbrún R.
Gylfadóttir, ráðherra ferðamála,
mun fjármagna og fylgja eftir verk-
efni um áhættumat fyrir Reynis-
fjöru ásamt skilgreiningu verkferla.
Verkefnið verður í höndum lög-
reglunnar á Suðurlandi sem hyggst
vinna í samstarfi við Vegagerðina,
Veðurstofuna og almannavarna-
deild Ríkislögreglustjóra.
Áhættumatið mun taka til bæði
öldufalls og berghruns. Nokkur
banaslys hafa átt sér stað í Reynis-
fjöru undanfarin ár. Í vikunni
lenti ferðamaður í lífshættu eftir
að hann sogaðist út með einni
öldunni. Þá lokuðust ferðamenn
af inni í helli.
„Það er ekki ásættanlegt að það
liggi við stórslysi á einum vinsæl-
asta áfangastað landsins án þess að
gripið sé til viðeigandi ráðstafana.
Gerðar hafa verið ákveðnar úrbæt-
ur, yfirráðin eru f lókin auk þess
sem gestir eiga það til að hundsa
tilmæli og hættan getur verið mjög
mikil. Þess vegna er hér lagt til að
vinna áhættumat og lögreglan geti
á grunni þess lokað svæðinu þegar
þess þarf en það eru að öllum lík-
indum ekki nema um fimm til sjö
dagar á ári,“ segir Þórdís Kolbrún.
Tilgangurinn er að á grundvelli
áhættumatsins hafi yfirvöld laga-
heimildir til að loka svæðinu tíma-
bundið til að koma í veg fyrir slys.
Áætlað er að sú staða geti komið
upp í um 5 til 7 daga á ári á tíma-
bilinu nóvember til mars.
Þessu til viðbótar á eftir að ljúka
við að innleiða að fullu ölduspá- og
viðvörunarkerfi fyrir Reynisfjöru
sem ráðherra ferðamála fól Ferða-
málastofu að semja um við Vega-
gerðina árið 2017 og var fjármagn-
að með fé sem sett var til hliðar af
ráðstöfunarfé Framkvæmdasjóðs
ferðamannastaða.
Ölduspákerfið hefur þegar verið
þróað af Vegagerðinni; það er
aðgengilegt á vef Vegagerðarinnar
og upplýsingar úr því eru einnig
birtar á vef og upplýsingaskjáum
SafeTravel-verkefnis Landsbjargar.
Kerfið spáir fjóra daga fram í tím-
ann og getur þannig nýst við skipu-
lagningu ferða.
Síðari hluta verkefnisins er hins
vegar ólokið, en það er uppsetning
á mastri við fjöruna með viðvörun-
arljósi til marks um hættuástand.
Ástæðan er að ekki hefur fengist
leyfi hjá öllum landeigendum á
svæðinu, sem eru um 250 talsins,
til uppsetningar á því. – ab
Fjármagnar áhættumat á Reynisfjöru
Það er ekki ásætt-
anlegt að það liggi
við stórslysi á einum vin-
sælasta áfangastað landsins
án þess að gripið sé til
viðeigandi ráðstafana.
Þordís Kolbrún R. Gylfadóttir,
ferðamála-, iðnaðar-
og nýsköpunarráðherra
1 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
6
-1
1
-2
0
1
9
0
4
:3
9
F
B
0
9
6
s
_
P
0
9
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
8
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
3
F
-E
E
1
4
2
4
3
F
-E
C
D
8
2
4
3
F
-E
B
9
C
2
4
3
F
-E
A
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
9
6
s
_
1
5
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K