Fréttablaðið - 16.11.2019, Side 12
Golf GTE
5 ára ábyrgð fylgir fólksbílum HEKLU að uppfylltum ákvæðum ábyrgðarskilmála. Þá er að finna á www.hekla.is/abyrgd
www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
www.hekla.is/volkswagensalur
Jafnvígur á rafmagni & bensíni
Volkswagen Golf GTE nýtir rafmagn og bensín sem orkugjafa og þú getur farið allar
daglegar ferðir á rafmagni einu saman. Þú getur hitað Golf GTE í gegnum snjalltækið
þitt á morgnana og stigið um borð í hlýjan og umhverfisvænan bíl.
Verð frá
4.390.000,-
Tengiltvinnbíll
TÆKNI Tölvuleikjastreymisþjónust-
an Google Stadia fer í loftið víða um
heim á þriðjudaginn. Ekki liggur
þó fyrir hvenær þjónustan verður
opnuð hér á landi. Markmiðið er
háleitt, að standa við hlið Sony,
Microsoft og Nintendo í tölvuleikja-
heiminum. Þó að þjónustan sé ekki
farin í loftið eru komnar háværar
efasemdarraddir um að Stadia
standi undir væntingum.
Stadia er ekki eiginleg leikjatölva,
heldur kaupir notandinn fjarstýr-
ingu og spilar leiki í gegnum netið.
Hugmyndin er að í gegnum Stadia
verði hægt að kaupa leik og spila
hann í nánast hvaða tölvu, snjall-
síma eða snjallsjónvarpi sem er.
Og þegar farið er í ferðalag eða
með strætó verði svo hægt að halda
áfram með leikinn í snjallsímanum.
Búið er að opna fyrir niðurhal á
smáforritinu þó það virki ekki fyrr
en 19. nóvember. Þá verður opnað
fyrir tólf tölvuleiki en þeir hafa þó
áður komið út á öðrum leikjatölvum.
Helsta áhyggjuefnið er þörfin
fyrir öfluga nettengingu, en í tölvu-
leikjaheimi nútímans er það afar
illa séð ef leikir hiksta vegna slíkra
vandamála. Gerir það einnig að
verkum að notendur gætu hikað
við að greiða fullt gjald fyrir leiki
sem þurfa að nota netið til að spila.
Tímaritið Verge hefur eftir leikja-
framleiðendum að þar á bæ séu
menn hikandi við að framleiða leiki
aðeins fyrir Stadia. Því ef Stadia slær
ekki í gegn þá sé hætta á að Google
leggi þjónustuna niður. „Það sem
f lestir framleiðendur kvarta yfir
er, hvað gerist ef Google ákveður að
hætta með það skyndilega,“ hefur
vefurinn Games Industry eftir
Gwen Frey hjá Kine. Hún telur þær
áhyggjur þó ótímabærar.
Síðan hafa borist fregnir af
innanhússvandamálum. Hisashi
Koinuma, forstjóri Koei Tecmo,
sem kemur að þróun Stadia, sagði
við Wall Street Journal að hann ætti
von á ýmsum tæknilegum vanda-
málum í byrjun. – ab
Titringur vegna Stadia
Eina sem þarf til að spila Stadia er
fjarstýring. NORDICPHOTOS/GETTY
BRETLAND Boris Johnson, forsætis-
ráðherra Bretlands, segir engar sann-
anir fyrir því að Rússar hafi haft ein-
hver áhrif á bresk stjórnmál. Johnson
var í beinni útsendingu hjá breska
ríkisútvarpinu BBC í gær þar sem
hann svaraði innhringjendum. Feng-
ust þá svör við ýmsum spurningum.
Var hann meðal annars spurður
hvers vegna skýrsla leyniþjónustu-
nefndar breska þingsins væri ekki
birt fyrir þingkosningarnar 12. des-
ember næstkomandi. Í skýrslunni
hefur verið sagt að greint verði frá
gögnum bresku leyniþjónustunnar
um að Rússar hafi reynt að hafa
áhrif á þjóðaratkvæðagreiðsluna
um útgöngu Breta úr Evrópusam-
bandinu árið 2016. Einnig að Rússar
hafi reynt að hafa áhrif á þingkosn-
ingarnar 2017. Skýrslan hefur verið
tilbúin síðan í mars og er nú í yfir-
lestri á skrifstofu forsætisráðherrans.
Dominic Grieve, formaður leyni-
þjónustunefndarinnar, hefur hvatt
til að skýrslan yrði birt fyrir kosn-
ingar þar sem innihaldið skipti kjós-
endur máli. Hillary Clinton, fyrr-
verandi öldungadeildarþingmaður
í Bandaríkjunum, hefur einnig hvatt
til að skýrslan yrði birt.
Johnson svaraði þessu rólega og
sagði þetta ferli eðlilegt. „Það er engin
ástæða til að breyta hefðbundnu
verkferli og birta þessa skýrslu bara
af því að það eru kosningar,“ sagði
Johnson. Hann varaði við því að
stimpla Rússa sem einhver illmenni
og vísaði því á bug að Rússar hefðu
haft áhrif á kosningar í Bretlandi.
„Það eru engar sannanir fyrir því og
þú þarft að fara varlega. Það er ekki
hægt að kasta rýrð á alla sem koma
frá ákveðnu landi, bara vegna þjóð-
ernis þeirra.“
Johnson hafnaði sögusögnum um
að hann hefði boðið Nigel Farage,
leiðtoga Brexit-f lokksins, aðals-
tign í skiptum fyrir að afturkalla
frambjóðendur í mikilvægum kjör-
dæmum.
Hann var þá spurður hvort kjós-
endur gætu samsamað sig með
honum. „Ég hef ekki hugmynd um
það,“ sagði Johnson. „Það er bara
almenningur sem metur það. Þetta
er örugglega erfiðasta spurning
sem ég hef fengið.“ Talið barst þá að
börnunum hans og hvort þau væru í
einkaskóla. „Ég ræði ekki um börnin
mín opinberlega. Staðhæfingar um
að börnin mín hafi aldrei farið í opin-
bera skóla eru rangar,“ sagði Johnson.
„Ég vil að allir okkar skólar séu frá-
bærir og ég vil að öll börn hafi sömu
tækifærin.“ arib@frettabladid.is
Hafnar áhrifum
Rússa á kosningar
Forsætisráðherra Bretlands mætti í útvarpið og
svaraði innhringjendum í beinni. Sagði hann
engar sannanir fyrir áhrifum Rússa á kosningar.
Johnson setti sig í stellingar Winstons Churchill, forvera síns í embætti,
þegar hann heimsótti sælgætisverksmiðju í gær. NORDICPHOTOS/GETTY
1 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
6
-1
1
-2
0
1
9
0
4
:3
9
F
B
0
9
6
s
_
P
0
9
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
8
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
3
F
-E
9
2
4
2
4
3
F
-E
7
E
8
2
4
3
F
-E
6
A
C
2
4
3
F
-E
5
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
9
6
s
_
1
5
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K