Fréttablaðið - 16.11.2019, Síða 30

Fréttablaðið - 16.11.2019, Síða 30
urinn um að eignast öll þessi börn rættist að nokkru leyti því ég á tvö börn, einn stjúpson sem kemur mikið til mín og nú á ég eina litla ömmustelpu. Ömmuhlutverkið er stórmerkilegt og alveg frábært. Það kom mér á óvart en ég er svo tilbúin í þetta nýja hlutverk. Ég fæ að sýna henni hlýju án þess að hafa stjórn eða bera á henni alla ábyrgð.“ Ásta upplifir ekki eirðarleysi eins og margir gera í kjölfar skilnaðar. „Það er skrýtið að mörgu leyti að skilja. Það er auðvitað álag og það er alltaf svakalega erfitt, þó maður skilji í góðu eins og ég gerði. Það eru líka alltaf tækifæri í erfiðum verk- efnum og áföllum, þar vex maður og þá reynir virkilega á vöðva sem maður er ekki vanur að nota. Ef maður nær að styrkja þann vöðva þá er maður sterkari og getur miðl- að af reynslu sinni. Það er nýtt fyrir mér að hafa allan þennan tíma fyrir sjálfa mig, þegar strákurinn minn er hjá pabba sínum. Í raun og veru gæti ég allt eins hagað lífi mínu eins og unglingur ef ég hefði ekki margt á minni könnu,“ segir Ásta. „Þessi tími nýtist vel til að rækta sjálfa mig. Ég held að konur geri alltof miklar kröfur til sín. Ég gerði það að minnsta kosti eftir skilnaðinn og varð ofsalega þreytt og svolítið nei- kvæð líka. Vinkona mín leiddi mig hins vegar á réttan stað og benti mér á að koma á á öndunarnámskeið til Nicolai Engelbrecht. Ég þóttist fyrst ekki hafa tíma en lét mig svo hafa það að fara til hans. Þetta var algjört fyrir og eftir!“ lýsir Ásta. Öndunaræfingar og jóga Nicolai var staddur hér á Íslandi á síðasta ári og kenndi Íslendingum að nýta öndun til að leita inn á við, losa um streituvalda og erfiða lífsreynslu. „Þetta breytti mér, ég losaði um svakalega mikla spennu en hlóðst líka af mikilli orku. Ég hef aldrei fundið eins öf lugt verkfæri til að komast í gott jafnvægi og líða betur. Ég er mjög hrifin af þessum öndunaræfingum því þarna nær maður sambandi við kjarnann sinn og svo eru æfingarnar sjálf bærar. Allir geta gert þessar öndunar- æfingar heima hjá sér. Ég get kennt þér og svo kennir þú öðrum, ef allir gera þetta þá trúi ég að samfélagið verði betra. Við verðum þolin- móðari gagnvart okkur sjálfum og öðru fólki. Mér finnst með þessum einföldu aðferðum eins og það sé verndarhjúpur í kringum mig sem fyllir mig værð, og ég er fyrir vikið miklu tillitssamari við sjálfa mig og aðra.“ Snyrtivörur úr lýsi Hún nýtir nú reynslu sína og bak- grunn og hefur þróað nýjar snyrti- vörur og bætiefni úr lýsi sem eru framleiddar á Íslandi. Ásta stofnaði fyrirtækið Oil of Iceland og fyrsta vörulínan er komin á markað. Línan samanstendur af tveimur vörum, serum-dropum og bætiefni. „Serum-olían er náttúruleg afurð sem er búin til úr lífrænni sandal- viðarolíu og þorskalýsi. Bætiefnið samanstendur af ómega-3, kollageni og hyaluronic-sýru.“ Ásta var með mikið og þrálátt exem og ofnæmi frá unga aldri. Hún fór að prófa sig áfram með lýsi og bar á blettina og árangurinn var góður. „Ég vil leggja áherslu á húðheilsu og hvetja konur til að styrkja húðina, stærsta líffærið okkar. Við vitum að krem eða serum eitt og sér getur haft áhrif en það skiptir líka miklu máli að sofa vel, borða hollan mat, draga úr streitu, drekka nóg vatn og stunda einhvers konar hreyfingu. Að njóta lífsins og gefa sér tíma skiptir líka miklu máli,“ leggur Ásta áherslu á og segir að konur ættu að vera vakandi fyrir því að láta ekki selja sér skyndi- lausnir. „Það var alltaf til lýsi heima og ég eins og f lestir Íslendingar tók eina skeið á dag og tek enn. Ég vildi þróa vöru sem myndi bæta einhverju góðu við líf kvenna og legg áherslu á Við erum öll í sama stríðinu, segir Ásta. „Því miður þá gefa flestir það eftir að rækta líkama og sál. Það endar oftast neðst á „to-do“ listanum.“ MYND/KÁRI SVERRISS heildræna nálgun til að byggja upp húðina. “ Exem og ofnæmi Ástu var mjög erfitt viðureignar fyrir nokkrum árum og hún sýnir blaðamanni mynd af sér þar sem einkennin eru slæm. En nú bólar ekki á neinum einkennum. „Þetta var fyrir fjórum árum, ég þurfti oft að nota sterakrem, taka ofnæmislyf og fara í ljós til að halda exeminu niðri. Ég reyni að vera jákvæð og hugsa með mér að líkami minn sé einfaldlega svo klár að láta mig vita þegar ég þarf að fara betur með mig. Ef ég er í ójafnvægi, að borða óhollt eða nota óvandaðar vörur þá finn ég strax fyrir því. Í dag borða ég lítinn sykur og hveiti og engar mjólkurvörur. Svo nota ég auðvitað olíuna mína á næturnar. Ég er samt ekki hrifin af öfgum og það er mjög persónubundið hvað er til dæmis dýpri öndun, góður svefn, minna kaffi og meira vatn! Einfalt og kostar ekki mikið,“ segir Ásta og tekur það fram að þetta sé æviverkefni. „Auðvitað á ég slæma daga, að finna jafnvægi er æviverkefni. En öndunaræfingarnar hafa reynst svo vel að ég hef kennt vinum og fjölskyldu þær æfingar sem ég lærði af Nicolai og þær skipta sköpum í mínu lífi. Ég geri þessar æfingar á hverjum morgni áður en sonur minn vaknar og allt fer á fullt, þær taka stuttan tíma en breyta miklu. Lýsið er líka mikilvægt okkur Íslendingum og það er merkilegt hvað það virkar vel á húðina. Það getur í raun hver sem er prófað að kaupa sér lýsisflösku og borið á sig. Mín vara er betrumbætt að því leyti að hún er mildari, er í betri umbúð- um og ilmar betur. Svo er bætiefnið mikilvæg viðbót. Manstu þegar þú varst átta ára? Hvernig þér leið?“ spyr Ásta. „Það er þessi tilfinning um að allt sé hægt en á sama tíma er maður öruggur og rólegur. Á þessum aldri erum við svo beintengd kjarnanum okkar. Þegar maður verður fullorð- inn sækir að manni löngun til að finna þetta aftur. Ég er næst því að vera þar í lífinu núna.“ Upplifði óöryggi í Kaíró Ásta er nýkomin úr ferðalagi til Kaíró. Þangað fór hún á vegum Re- Cover-samtakanna í ljósmynda- verkefni tengt f lóttafólki. „Þetta var var magnað og lær- dómsríkt ferðalag. Ég fékk skila- boð frá vinkonu minni sem er búsett þar í landi um að ég skyldi koma með túrtappa með mér. Það er nefnilega varla hægt að kaupa þá þar. Það er skelfilegt, konur upplifa skömm vegna kynfæra sinna. Mikil skömm fylgir því að kona sé á blæð- ingum og ennþá eru ungar stúlkur að ganga í hjónaband með eldri karlmönnum. Ég fékk vægt menn- ingarsjokk í borginni, feðraveldið var svo yfirþyrmandi. Ég hef hvergi í heiminum fundið eins mikið fyrir því og þarna. Veruleiki kvenna í borginni er sá að þær eru algjörlega upp á eiginmenn sína komnar. Ef þú ert ekki gift, þá getur þú ekki leigt þér íbúð. Ég hef aldrei áður fundið fyrir jafn miklu virðingarleysi og jafnvel fyrirlitningu sem kona og í þessari borg. Það var stundum ekki hlustað á mig, það var eins og ég væri ekki til. Ég upplifði líka mikið óöryggi, þarna fannst mér að ef einhver myndi ráðast að mér í fjöl- menni þá myndi enginn koma mér til hjálpar.“ Sagði takk við mömmu sína Ásta segist hafa snúið heim til Íslands full þakklætis. „Ég sagði takk við mömmu og í huganum þakkaði ég öllum þeim konum sem börðust og berjast enn fyrir rétt- indum okkar. Þetta eru ekki sjálf- sögð réttindi og það er hægt að taka þau af okkur. Við þurfum að halda okkur við efnið. Það er sorglegt að árið 2019 halli svo mikið á konur í heiminum. Ég er þakklát fyrir að geta fengið mér hreint vatn úr krananum heima, andað að mér hreinu lofti og að hafa réttindi. Að vera ekki álitin úrhrak þótt ég sé einstæð móðir. Þetta var því góð ferð þótt hún hafi verið erfið. Ég er enn staðráðnari í en ég var áður að láta gott af mér leiða. Ein- hver gæti spurt: En hvað get ég gert til að breyta heiminum? Líðan kvenna í Kaíró? Óréttlæti heimsins? Ég lærði það þegar ég bjó á Indlandi þar sem margt fólk býr við mikla fátækt og erfiðleika að viðhorfið skiptir miklu máli. Ef velvildin ræður för, ef allir gera eitthvað eitt. Ef allir myndu hjálpa einni manneskju á hverjum degi, þá yrði lífið og heimurinn betri staður. Við getum hreinlega byrjað á litlu hlutunum, æða ekki út um dyrnar á morgnana eftir að hafa svolgrað í okkur kaffibollann. Heldur staldra við og gefa sér og öðrum það eina sem er raunverulega dýrmætt. Tíma.“ ÞARNA FANNST MÉR AÐ EF EINHVER MYNDI RÁÐAST AÐ MÉR Í FJÖLMENNI ÞÁ MYNDI ENGINN KOMA MÉR TIL HJÁLPAR. Ásta bjó um tíma í Síberíu. Hún segist hafa lært margt af því að búa víða um heim. er gott fyrir fólk. Sumir þola meira kaffi á meðan aðrir þurfa minni svefn. En við getum öll gert betur við okkur. Að gæta húðarinnar er spurning um að fjárfesta í heilsu sinni, til þess þarf tíma og alúð en alls ekki dýrustu kremin,“ segir Ásta og segir mikilvægt fyrir konur að standast þrýstinginn á að kaupa eitthvað sem þær þurfa ekki á að halda. Lítil atriði geta breytt miklu „Við erum öll í sama stríðinu, þurf- um að klára vinnudaginn, sinna fjölskyldu og vinum, gefa af okkur og reyna líka að rækta líkama og sál. Því miður gefa f lestir það eftir að rækta líkama og sál, það endar oftast neðst á „to do“-listanum,“ segir Ásta og segir einmitt þess vegna marga fasta í skyndilausnum. „Ég hef lært svo margt sjálf af því að vera undir álagi og vinna mig út úr erfiðleikum. Þegar við förum út um dyrnar á morgnana þá dugir ekki að fá sér bara sterkan kaffibolla til að koma mér af stað. Við vitum það vel að við þurfum að hlaða batteríin og næra sálina en erum svolítið ráðalaus. Hvað er hægt að gera? Ég hef verið að æfa mig í því að finna lausnir á þessum vanda í mörg ár og er þakklát fyrir alla veggina sem ég hef rekist á, þeir gerðu mig að því sem ég er. Ég byrjaði fyrir tvítugt að lesa Dale Carnegie og Brian Tracy, fór ung í Al-Anon. Síðar fór ég að leita í jóga og hugleiðslu. Ég náði hins vegar aldrei almennilega að hugleiða fyrr en ég lærði rétta tækni við að anda. Við erum öll að leita að því rétta. En staðreyndin er sú að það eru nokkur lítil atriði sem geta breytt mjög miklu í lífi hvers og eins. Það Framhald af síðu 28 1 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 6 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :3 9 F B 0 9 6 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 3 F -D F 4 4 2 4 3 F -D E 0 8 2 4 3 F -D C C C 2 4 3 F -D B 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 9 6 s _ 1 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.