Fréttablaðið - 16.11.2019, Page 33

Fréttablaðið - 16.11.2019, Page 33
KYNNINGARBLAÐ Átta teymi voru valin til verkefnis- ins og fengu þau vinnu- aðstöðu í Setri skapandi greina við Hlemm. Helgin L A U G A R D A G U R 1 6. N Ó V EM BE R 20 19 EINSTAKT KOLLAGEN RAKAKREM Fæst í flestum apótekum, Heilsuver og www.heilsanheim.is Annar hópurinn af tveimur sem eru þátttakendur í Snjallræði þetta árið. Uppskeruhátíð verður haldin fimmtudaginn 28. nóvember í borgarstjórnarsal Reykjavíkur og eru allir velkomnir. Hóparnir hafa unnið hörðum höndum við verkefni sín og fengið þjálfun og gott húsnæði til þess. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Snjallræði fór af stað með krafti í ár. Alls bárust 46 umsóknir um þátttöku en þetta er í annað sinn sem hraðall- inn er haldinn. Að honum standa Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Höfði – friðarsetur Reykja- víkurborgar og Háskóla Íslands. Markmiðið er að veita fólki sem hefur ástríðu fyrir bættu samfélagi vettvang til þess að þróa hug- myndir sínar áfram og finna þeim sjálf bæran farveg svo þær geti blómstrað og dafnað. Hraðallinn hófst á hönnunar- spretti undir handleiðslu Svöfu Grönfeldt og samstarfsfélaga hennar frá MIT designX, þeim Kate Mytty og Matthew Claudel. Á viku tímabili gafst Snjallræðis- teymunum kostur á að nýta hönn- unarhugsun til þess að komast að kjarnanum í eigin hugmyndum og finna þeim skapandi lausnir og sjálf bæran farveg. „Þetta snýst um að beita hönnunarhugsun í nýsköpun og hanna sprotafyrir- tæki sem huga betur að þörfum fólks og umhverfisins alls,“ segir Svafa Grönfeldt. Hönnunarspretturinn veitti jafnframt mikilvægan innblástur og setti tóninn fyrir vinnuna næstu sex vikurnar þar sem Nýsköpunarmiðstöð, Listahá- skóli Íslands, Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík sjá um að kafa dýpra í efnið og fylgja því eftir. Þá nutu teymin einnig mikilvægs fjárstuðnings frá afar öflugum fyrirtækjum á sviði sam- félagsábyrgðar, Össuri, Deloitte, Marel, Icelandair og Landsvirkjun. Teymin sem taka þátt í Snjall- ræði í ár ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Þau hafa und- anfarnar sex vikur unnið hörðum höndum að því að finna lausnir á mörgum af helstu áskorunum samtímans. Þarfir fólks og umhverfis í forgrunni Hvernig getum við dregið úr matarsóun með hjálp nýjustu tækni, alið upp heila kynslóð með græna fingur, dregið úr barnadauða í Malaví og gefið fólki aukna valkosti við lífslok? Snjallræði er áhugavert nýsköpunarverkefni. ➛? Vinningsteymin átta sem valin voru til þátttöku í hraðlinum í ár kynna hugmyndir sínar og afrakstur af vinnunni á stórglæsilegri uppskeruhátíð fimmtudaginn 28. nóvember nk. í borgarstjórnarsal Reykjavíkur. Viðburðurinn er öllum opinn en takmörkuð sæti í boði og nauðsynlegt að skrá sig á www.snjallraedi.is 1 6 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :3 9 F B 0 9 6 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 4 0 -1 0 A 4 2 4 4 0 -0 F 6 8 2 4 4 0 -0 E 2 C 2 4 4 0 -0 C F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 9 6 s _ 1 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.