Fréttablaðið - 16.11.2019, Side 34
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s.
550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Jóhanna Helga Viðarsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli
Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is,
s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103,
Átta teymi valin
Alls voru átta teymi valin til verk-
efnisins og fengu þau vinnuað-
stöðu í Setri skapandi greina við
Hlemm, stuðning við að þróa
hugmyndina áfram og koma henni
í framkvæmd. Þau nutu þjálfunar
frá fremstu sérfræðingum á sviði
samfélagslegrar nýsköpunar og
fengu aðgang að neti mentora sem
styðja við einstök verkefni. Hér
fyrir neðan eru fjögur þessara
verkefna kynnt.
Verkefnið Tré lífsins
Eitt teymið í Snjallræði heitir Tré
lífsins. Að því standa þær Sigríður
Bylgja Sigurjónsdóttir mannvist-
fræðingur, sem er núna í fullu
starfi við að gera verkefni þeirra
að veruleika, Oktavía Hrund,
sem starfað hefur við kennslu og
ráðgjöf, og Olga Margrét lög-
fræðingur.
Tré lífsins hyggst bjóða upp
á nýja valmöguleika við andlát
þannig að fólk geti skrásett sögu
sína og hinstu óskir fyrir andlát.
Eftir andlátið lifir minning ástvina
áfram á minningasíðu. Aska hins
látna verður jafnframt gróður-
sett ásamt tré í minningagarði þar
sem tréð vex upp til minningar
um hinn látna. „Verkefnið okkar
fjallar í grunninn um að veita val-
kost og frelsi til vals. Það skiptir
okkur máli að einstaklingar geti
haft áhrif á hvernig lífslok verða,
að það sé möguleiki til staðar sem
gerir okkur kleift að láta lífsgildin
endurspeglast við lífslok, sem sagt
óháðan umhverfisvænan val-
kost,“ segir Oktavía og bætir við að
þeim hafi verið bent á Snjallræði.
„Okkur fannst það smellpassa
við bæði grunngildi og tilgang
verkefnisins. Það er mikilvægt að
Ísland hafi vettvang eins og Snjall-
ræðið sem fer út fyrir hið hefð-
bundna frumkvöðlaform og beinir
sjónum að frumkvöðlum sem hafa
sjálf bærni og samfélagslegt hugvit
að leiðarljósi,“ segir hún.
Hugmynd þeirra kviknaði fyrir
fimm árum. „Verkefnið hefur tekið
verulegan þróunarkipp á þessu ári
og það að taka þátt í Snjallræðinu
hefur sérstaklega ýtt þeirri þróun
áfram. Það hefur gengið afar vel að
nýta þau tækifæri sem við höfum
mótað og sóst eftir á þessu ári,“
segir Oktavía og segir að það sé
ekki spurning að verkefnið eigi
eftir að verða að veruleika. „Við
höfum unnið okkur í gegnum
þær meginhindranir sem voru til
staðar í upphafi en núna erum við
að klára þá vinnu sem mun nýtast
okkur við að gera þetta að veru-
leika fyrr en síðar,“ segir hún.
„Við erum mjög ánægðar með
bæði formið sem Snjallræðið
býður upp á og þann stuðning
sem við höfum fengið. Sérstaklega
sjáum við sterka og fjölbreytta
mentora sem góðan kjarna þeirrar
þjálfunar sem okkur hefur verið
boðið í gegnum Snjallræðið.“
Verkefnið
Samfélagsgróðurhús
Rúnar Þór Þórarinsson og Friðrik
Atli Sigfússon vinna að verkefni
sem nefnist Samfélagsgróðurhús
en það hófst sem vinkill út frá
öðru verkefni sem þeir segja að
sé dálítið sérstakt. „Verkefnið
Samfélagsgróðurhús snýst um
að hanna og reisa gróðurhús á
leikskólum landsins, þar sem
börn leika sér að plöntum og
því að planta. Það spannst út frá
verkefninu ABC Lights sem snýst
um að hanna birtu- og hitastýrða
lýsingu fyrir gróðurhús sem mun
spara framleiðendum, neytendum
og þjóðarbúinu hundruð milljóna
króna á ári, styrkja matvæla-
framleiðslu og vernda umhverfið.
Við vinnum að því með tveimur
félögum okkar, Þorgeiri og Sturlu
Jónssonum. Það er spennandi
Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir , Olga Margrét Kristínardóttir Cilia og
Oktavía Hrund Jónsdóttir eru með verkefnið Tré lífsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Rúnar Þór Þórarinsson og Friðrik Atli Sigfússon vinna
að verkefni sem nefnist Samfélagsgróðurhús.Renata Stefanie Bade Barajas og Jillian Verbeurgt vinna að verkefninu GreenBytes.
Kristín Linda Ragnarsdóttir og Sveinbjörn Gizurarson vinna að verkefni
sem nefnist Rephaiah en þau vilja setja lyf á markað fyrir börn í Malaví.
verkefni en mjög tæknilegs eðlis
og mun taka tíma í þróun en hins
vegar er hægt að ráðast í Sam-
félagsgróðurhúsin undir eins. Við
vinnum í þessu af elju og erum
sem stendur með dálítinn styrk í
gegnum Frumkvæði, eigin sjóði og
stöku tilfallandi tekjur,“ segja þeir.
Þegar Rúnar er spurður hvers
vegna þeir hefðu tekið þátt í Snjall-
ræði, svarar hann: „Við vorum með
vinnuaðstöðu hjá Nýsköpunar-
miðstöð á Setri skapandi greina
við Hlemm en það var úrvalsfólk
þar sem benti okkur á að verkefnið
okkar ætti líklega mjög vel heima
í Snjallræði. Við sáum að þetta
væri vettvangurinn fyrir okkur,
þar sem við værum með fram-
kvæmanlega, varanlega lausn á
samfélagslegu vandamáli sem
mikill ávinningur væri af að leysa.
Þorgeir vinur okkar teiknaði síðan
fyrir okkur fyrsta gróðurhúsið.“
Rúnar segir að verkefnið felist
annars vegar í hugsjón og hins
vegar í framkvæmd lausnarinnar.
Hugsjónin – hugmyndafræðilega
verkefnið – er að bæta heilsufar
barna og þar með þjóðarinnar á
skömmum tíma með menningar-
aðlögun.
„Verkefnið – veraldlega fram-
kvæmdin – er að hanna snotur,
þægileg og upphituð gróðurhús,
fjármagna byggingu þeirra og
reisa við alla leikskóla landsins.
Þau verða afhent fullbúin; hituð
með affallsvatni af leikskólunum
sjálfum, endingargóðum og spar-
neytnum LED-ljósum til að geta
ræktað allt árið og þeim plöntum
sem börnin og kennarar þeirra
vilja rækta ásamt þeim bökkum og
verkfærum sem til þarf,“ útskýrir
Rúnar.
„Verkefnið hefur gengið mjög
vel. Við hófum vinnuna við Sam-
félagsgróðurhús ehf. í raun um
viku eftir að við höfðum skilað
umsókn í Tækniþróunarsjóð fyrir
ljósalausn ABC Lights en svar við
henni berst í desember. Snjall-
ræði fór í gang í októberbyrjun
og við þróum módelið utan um
Samfélagsgróðurhús ehf. algerlega
samhliða því og njótum góðs af því
prógrammi sem sett hefur verið
upp.“
Rúnar segir engan vafa á að verk-
efnið verði að veruleika. „Mikil-
vægt er að almenningur vilji taka
þátt í þessu með okkur. Það kemur
í ljós á næstu vikum og mánuðum
hvort svo er en við höfum fundið
fyrir miklum áhuga. Við höfum
notið góðs á undanförnum vikum
af aðstöðu, þjálfun, tengslamynd-
un, andrúmsloftinu, stemningu
og drifkrafti. Allt hefur þetta farið
talsvert fram úr væntingum. Hér
er prógrammið svo stíft að við
höfum í raun ekki náð að fullnýta
okkur það sem til boða stendur,
þannig að úr nægu verður að vinna
á komandi vikum.“
Verkefnið The GreenBytes
Renata Stefanie Bade Barajas
og Jillian Verbeurgt vinna að
verkefninu GreenBytes sem er
lausn þar sem sölugögn, reiknirit
og vélanám er nýtt til að draga úr
matarsóun á veitingastöðum og
auka um leið hagnað þeirra.
Renata og Jillian útskrifuðust
fyrir stuttu úr meistaranámi í
sjálf bærri orku frá Háskólanum í
Reykjavík. Þær eru nú í fullu starfi
við verkefni sitt í Snjallræði og
telja að þær geti gert plánetunni
gagn með viðskiptahugmynd
sinni. Þær segjast einnig hafa ein-
beitt sér að því að horfa til sjónar-
horns vísindanna.
„Við erum að þróa þjónustu sem
gengur út á hversu mikinn mat
veitingahús ættu að panta fyrir
næstu daga til að koma í veg fyrir
sóun. Við erum mjög ánægðar
með þróun verkefnisins, höfum
búið til gott markaðsefni auk þess
sem við höfum gert Facebook- og
Instagram-síður auk heimasíðu. Þá
höfum við þróað markaðsáætlanir
og tekjuskipulag. Þegar verkefninu
lýkur verðum við komnar með
áætlun sem mun nýtast okkur til
að halda áfram með þjónustuna,“
segir Renata.
Þær stöllur eru mjög ánægðar
með aðstöðuna sem þær hafa
fengið í Setri skapandi greina við
Hlemm og hafa áhuga á að leigja
þar rými áfram til að klára verk-
efnið. „Þjálfunin sem við höfum
fengið er mjög dýrmæt og að vinna
með leiðbeinendum hefur orðið
til þess að við fengum nýja sýn á
suma þættina,“ segir hún.
Verkefnið Rephaiah
Sveinbjörn Gizurarson, prófess-
or við lyfjafræðideild Háskóla
Íslands, og Kristín Linda Ragn-
arsdóttir, framkvæmdastjóri
Hananja ehf., vinna með verkefnið
Rephaiah en markmið þess er að
setja á fót óhagnaðardrifin samtök
sem hafa það að markmiði að
framleiða lífsnauðsynleg lyf fyrir
ung börn í Malaví. Með því mætir
teymið þeirri gríðarlegu þörf sem
er til staðar meðal þessa við-
kvæma hóps.
Þau segjast hafa sótt um þátt-
töku eftir umfjöllun á Facebook
um Snjallræði og hraðalinn.
„Markmið þessa hraðals var mjög
áhugavert og við sáum að það
gæti nýst verkefni okkar mjög vel
og sóttum því um,“ segja þau og
bæta við að verkefnið hafi gengið
vonum framar. Við erum búin að
vera að vinna að þessu verkefni
síðastliðin þrjú ár og það verða
líklega um tvö til þrjú ár í að verk-
efnið verði að veruleika,“ segja þau
og segjast vera ákaflega ánægð og
þakklát fyrir þá aðstöðu og þjálfun
sem þau hafa fengið í ferlinu.
Frekari upplýsingar um hraðal
inn er að finna á síðu Snjallræðis,
snjallraedi.is.
Við höfum notið
góðs á undan-
förnum vikum af
aðstöðu, þjálfun, tengsla-
myndun, andrúms-
loftinu, stemningu og
drifkrafti.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 6 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R
1
6
-1
1
-2
0
1
9
0
4
:3
9
F
B
0
9
6
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
4
0
-1
5
9
4
2
4
4
0
-1
4
5
8
2
4
4
0
-1
3
1
C
2
4
4
0
-1
1
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
9
6
s
_
1
5
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K