Fréttablaðið - 16.11.2019, Page 48

Fréttablaðið - 16.11.2019, Page 48
Lögfræðingur á skrifstofu vinnu- markaðar og starfsendurhæfingar Félagsmálaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf lögfræðings á skrifstofu vinnumarkaðar og starfsendurhæfingar. Meginhlutverk skrifstofunnar er að undirbyggja stefnumarkandi ákvarðanir ráðherra og að hafa heildarsýn yfir þá málaflokka sem falla undir málefnasvið skrifstofunnar sem og önnur viðfangsefni sem undir ráðuneytið heyra, eftir því sem við á. Enn fremur er það hlutverk skrifstofunnar að hafa yfirsýn yfir framkvæmd stefnu stjórnvalda á málefnasviði skrifstofunnar og fylgja henni eftir, meðal annars með gerð lagafrumvarpa, þingsályktunartillagna og reglugerða sem og með þátttöku í nefndarstörfum innanlands og erlendis. Lögð er áhersla á gott samráð og samstarf við önnur ráðuneyti og stofnanir, svo sem Vinnumálastofnun og Vinnueftirlit ríkisins, sem og Alþingi og ýmsa hagsmunaaðila. Leitað er eftir einstaklingi sem er reiðubúinn að takast á við krefjandi, áhugaverð og fjölbreytt verkefni á sviði vinnumarkaðar og starfsendurhæfingar þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð og sjálfstæði í starfi. Um er að ræða fullt starf. Helstu verkefni og ábyrgð Helstu verkefni tengjast löggjöf á málefnasviði skrifstofunnar, svo sem um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, atvinnuleysistryggingar, vinnumarkaðsaðgerðir, atvinnuréttindi útlendinga, Ábyrgðasjóð launa og fæðingar- og foreldraorlof. Kröfur um menntun og hæfni • Fullnaðarpróf í lögfræði með embættis- eða meistaraprófi. • Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum. • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. • Sveigjanleiki og samstarfshæfni. • Skipulagshæfni. • Mjög gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti. • Góð kunnátta í ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti. • Þekking og starfsreynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu æskileg. • Kunnátta í einu Norðurlandamáli æskileg. Frekari upplýsingar um starfið Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins. Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hvernig viðkomandi uppfyllir þær kröfur um menntun og hæfni sem gerðar eru. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. reglur nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Ráðuneytið hvetur karla jafnt sem konur til að sækja um starfið. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Upplýsingar um starfið veitir Bjarnheiður Gautadóttir, skrifstofustjóri, í síma 545-8100, bjarnheidur.gautadottir@frn.is. Umsóknarfrestur er til 2. desember 2019. Umsóknir skulu fylltar út á Starfatorgi, www.starfatorg.is. Félagsmálaráðuneytið, 15. nóvember 2019. Við ráðum WWW.RADUM.IS | 519 6770 | RADUM@RADUM.IS Stjórnendaleit Reynsla og gott tengslanet sérfræðinga Ráðum skilar árangri þegar finna þarf æðstu stjórnendur eða fólk í stjórnir fyrirtækja. Ráðningar millistjórnenda og sérfræðinga Góður gagnagrunnur, gott tengslanet og ára­ löng reynsla á ráðningarmarkaði eykur líkurnar á því að finna hæfasta einstaklinginn í starfið. Almennar ráðningar á markaði Öflun umsækjenda í almenn störf er ein helsta áskorun fyrir tækja í dag. Þekking á markaðnum er því mikilvæg og þar skiptir reynslan miklu máli. Með leit í gagna grunni eða aug lýsingu í viðeigandi miðlum aðstoðar Ráðum fyrirtæki við að finna hæfasta ein staklinginn í starfið. Sveigjanleg nálgun Sérstaða Ráðum liggur í sveigjanlegri nálgun á ráðningar verkefnið. Fyrir utan að sjá um allt ráðningar ferlið komum við til móts við þarfir fyrir tækja með því að sjá um hluta þess ef þörf krefur, t.d. bakgrunns kannanir, hæfnis mat eða starfs tengdar æfingar. Matstæki Ráðum notast við nýjustu aðferðir við að meta hæfni og persónuleikaþætti sem geta skipt sköpum í ráðningum. Ráðum er í sam starfi við banda ríska mannauðs lausna fyrirtækið CEB sem er í farar broddi í persónu leika prófum og öðrum mats tækjum sem eru sér stak lega hönnuð til að greina sérstöðu og hæfileika ein staklinga áður en ráðning fer fram. Þannig er hægt að finna hæfasta einstaklinginn með talsverðri ná kvæmni. Persónu leika matið OPQ32 og DSI (Dependa bility & Safety Index) skimunar prófið hafa t.d. verið stöðluð og staðfærð að íslenskum markaði. Ráðgjöf við starfslok Viðskilnaður fyrirtækis við starfsmann skiptir höfuð máli þegar fyrirtækið á frum kvæðið að starfs lokum. Ráðum býður upp á við tal við ráð gjafa sem felur m.a. í sér upplýsingar um atvinnu markaðinn, ráðgjöf varðandi starfs­ ferilskrá og kynningarbréf og hagnýt atriði varðandi starfs leit og atvinnu viðtöl. Ráðum býður upp á ráðgjöf og ráðningar þjónustu sniðna að þörfum viðskiptavinarins. Ráðgjafar okkar búa yfir víðtækri þekkingu á atvinnulífinu og veita trausta og persónulega ráðgjöf. capacent.is Við gætum verið með næsta starfsmann mánaðarins á skrá 1 6 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :3 9 F B 0 9 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 4 0 -1 A 8 4 2 4 4 0 -1 9 4 8 2 4 4 0 -1 8 0 C 2 4 4 0 -1 6 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 9 6 s _ 1 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.