Fréttablaðið - 16.11.2019, Side 66
Leilanie Lurina Farao er fædd og uppalin í Namibíu en f lutti til Íslands árið 2004. Ástin dreif hana hálfa leið yfir hnöttinn en í Nami
bíu kynntist hún sjómanni sem
vann hjá útgerðinni Sea Flower.
Hún er nú gift í annað sinn, Reg
inald Scott Farao, sem er líka frá
Namibíu. „Ég lít á Ísland sem mitt
heimaland. Mér finnst gott að búa
hér en auðvitað fylgist ég svolítið
með fréttum frá Namibíu,“ segir
hún.
Leilanie vinnur í mötuneyti
fyrir eldri borgara á Hjallabraut í
Kópavogi. „Þau vilja vita hvað mér
finnst,“ segir hún. Fáir Namibíu
menn búa hér á landi. „Ég veit ekki
um nema nokkra og þeir tengjast
f lestir fjölskyldu minni,“ segir hún.
Fréttir af mútugreiðslum og
spillingu komu henni ekki á óvart.
„Það er mikil og viðvarandi spilling
í landinu sem hefur reynst erfitt að
uppræta,“ segir Leilanie sem segir
það þó jákvætt merki að ráðherr
arnir hafi sagt af sér. Henni finnst
þó ósanngjarnt að einblína á spill
ingu í fæðingarlandinu. „Við á
Íslandi þurfum líka að taka á spill
ingu,“ segir Leilanie.
Leilanie segir Namibíu eiga
möguleika á betri framtíð. „Margir
tala um fátækt Namibíu en það er
hins vegar auðugt af náttúruauð
lindum. Ef spillingin væri ekki
svona mikil væru möguleikarnir
meiri,“ segir hún en úti fyrir 1.500
kílómetra strandlengju landsins
eru einhver auðugustu fiskimið
jarðar. Auðlindirnar hafa hins
vegar ekki skilað miklum arði til
íbúa landsins vegna rányrkjuveiða.
Eiginmaður Leilanie, Reginald
Scott Farao tekur undir með henni
og segir fréttir af spillingu ekki
hafa komið á óvart. „Nei, þvert
á móti. Íbúar Namibíu eru vanir
umræðu um spillingu ráðamanna
en þjóðin er hins vegar að opna
augun. Ég held það sé gott að þetta
mál hafi komið upp, ef laust á f leira
eftir að koma í ljós sem tengist
öðrum fyrirtækjum á svæðinu,“
segir Reginald. „Eins og konan mín
sagði líka þá er Namibía sérlega
auðug af auðlindum og þess vegna
ásælast önnur ríki þær. Það reynist
þeim líklega auðveldara vegna þess
hve stjórnkerfið er veikburða og
spilling víða. En svo er þetta líka
f lókið því núna sækir líka Kína
að ríkjum Afríku og ásælist einnig
auðlindir okkar,“ segir hann.
Reginald segir f lesta Nami
bíubúa standa í þakkarskuld við
Íslendinga vegna þeirrar uppbygg
ingar sem þeir hafa staðið fyrir frá
árinu 1990. „Íslendingar gerðu ótal
margt gott fyrir Namibíu og stór
fyrirtækið hefur ekki áhrif á það að
Namibíumenn eru þakklátir fyrir
það. Mörg störf og uppbygging í
iðnaði eru Íslendingum að þakka.“
– kbg
Vakning
fyrir íbúa
Namibíu
Hjónin Leilanie og Reginald eru
Íslendingar en fædd og uppalin
í Namibíu. Þau lýsa sýn sinni á
fréttir vikunnar af viðskipta-
háttum Samherja í Namibíu.
Þau eru sammála um það að
uppljóstrunin muni leiða gott
af sér og að líklega muni fleira
koma í ljós á næstu vikum.
Reginald og
Leilanie eru
bæði fædd og
uppalin í Nami-
bíu en hafa búið
í meira en ára-
tug á Íslandi.
Gunn þór Ingva son, framk v æ m d a s t j ó r i S í l d a r vinnslunnar, segir að það
haf i aldrei verið ætlunin með
tölvupóstsamskiptum sínum við
stjórnendur Samherja að blekkja
neinn. Líkt og greint var frá í blað
inu í gær sendi Gunnþór tölvupóst
í lok apríl árið 2014 á Aðalstein
Helgason, Jóhannes Stefánsson og
mann hjá Samherja sem hefur net
fangið siggi@samherji.is. Þar óskar
hann eftir tilbúnum punktum þar
sem „einhverjir heimamenn“ séu
að þykjast fara í uppbyggingu á
AusturGrænlandi til að komast yfir
veiðiheimildir og velvild.
„Sælir félagar. Þannig er mál með
vexti að vinur okkar í Grænlandi,
Henrik Leth, var að biðja mig að
setja niður fyrir sig hvað þyrfti til
í fjárfestingum, veiðum, vinnslu
og hafnarmannvirkjum ef menn
myndu vera setja upp fiskimjöls og
uppsjávarverksmiðju í Ammasalik
austurströnd Grænlands,“ útskýrir
Gunnþór. „Hann er ekki að hugsa
um að setja neitt upp, heldur eru
einhverjir heimamenn í Græn
landi með einhverja með sér í því
að reyna ná kvótum og goodwill af
stjórnvöldum með því að þykjast
vera fara byggja upp á Austur Græn
landi,“ undirstrikar Gunnþór. „Eigið
þið ekki tilbúna einhverja svona
punkta þó svo að þeir eigi við um
Afríku?“
Jóhannes svarar. „Það er kannski
spurning um að taka frá Mar
okkó, hvað segirðu um það?“ spyr
Jóhannes í svarskeyti og beinir þá
spurningunni til Sigga.
„Gunnþór, ertu að leitast eftir ein
hverju ýtarlegu eða bara í kynning
arformi?“ spyr hann síðan stjórn
anda Síldarvinnslunnar.
Gunnþór svarar þá: „Nei, bara
punktum hvað þarf.“
Fréttablaðið hafði samband við
Gunnþór á fimmtudag og tjáði
honum að daginn eftir yrði birt frétt
um tölvupóstsamskipti hans sem
væru að finna í skjölum Wikileaks
tengdum Samherja. Vildi hann ekki
tjá sig eða svara spurningum á þeim
tímapunkti. Bað hann um að hringt
yrði í sig daginn eftir.
Eftir að fréttin birtist vísaði
Gunnþór því alfarið á bug að það
haf i verið ætlunin að blekkja
Grænlendinga, ekki haf i verið
alvara að baki póstinum. Hann
segist vera sleginn yfir umfjöllun
Kveiks og ekki hafa hugmynd um
hvað Samherji hafi verið að gera í
Afríku, þó hann hafi verið að biðja
um punkta sem eigi við starfsemi
Samherja í Afríku.
Síldarvinnslan sendi frá sér
yfirlýsingu í gær þar sem segir að
Henrik Leth hafi haft samband
við Gunnþór og tjáð honum að á
Grænlandi væri í umræðunni að
einhverjir áformuðu að koma upp
fiskimjöls og uppsjávarvinnslu í
Ammassalik á austurströnd lands
ins. Segir einnig að Henrik hafi talið
áformin mjög óraunhæf og talið þau
lið í að ná kvóta hjá grænlenskum
stjórnvöldum. Hann hafi þá leitað
til Gunnþórs til að fá nánari upp
lýsingar um tæknileg málefni og
kostnað við uppbyggingu eins og
þessa. Þá hafi Gunnþór leitað til
Samherja því hann vissi að Sam
herji hefði nýlega látið gera áætlanir
um slíka uppbyggingu í Marokkó.
– gar, ab, oæg
Bað um punkta um starfsemi Samherja í Afríku
Gunnþór Ingvason, framkvæmda-
stjóri Síldarvinnslunnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
1990
Namibía öðlast sjálfstæði. Namibísk
stjórnvöld leita til íslenskra stjórnvalda
eftir hjálp við að byggja upp sjálfbært
sjávarútvegskerfi.
Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur
starfsemi í Namibíu. Útvegar mannskap
til hafrannsókna og átti á næstu árum
eftir að aðstoða Namibíumenn við að
byggja upp fiskiðnað sem var lítill eða
enginn fyrir, þá átti ÞSSÍ þátt í að koma á
fót sjómannaskóla í landinu. Þróunarað
stoðin stóð yfir til ársins 2010. Niður
staða þróunarvinnunnar var að tekist
hefði að byggja upp fiskveiðistjórnunar
kerfi sem átti að skila landinu störfum
og skatttekjum.
18. maí 2007
Greint frá kaupum Samherja á Sjólaskip
um sem gerð voru út frá Kanaríeyjum.
Útgerðin er nefnd Katla Seafood. Sam
herji hefur starfsemi í Namibíu og tryggir
sér rétt til að veiða.
2010
Ísland hættir þróunarsamvinnu í Nami
bíu vegna slæmrar ríkisfjárstöðu eftir
hrun.
Febrúar 2012
Íslenska útgerðarfélagið Samherji
festir kaup á 30.000 tonna fiskikvóta af
tveimur kvótahöfum í Namibíu og hefur
veiðar á brynstirtlu (hrossamakríl).
12. nóvember 2019
Kveikur og Stundin opinbera viðskipta
hætti Samherja í Namibíu á síðustu árum
og hvernig fyrirtækið sölsaði undir sig
verðmætan brynstirtlukvóta í landinu
með mútugreiðslum til ráðamanna sem
námu yfir einum milljarði króna. Wiki
leaks birtir 30 þúsund skjöl í tengslum
við málið. Í skjölunum er að finna
tölvupósta, skýrslur innan fyrirtækisins,
töflur, kynningar og ljósmyndir. Wiki
leaks hefur boðað frekari birtingu eftir
tvær til þrjár vikur.
13. nóvember 2019
Bernhard Esau, sjávarútvegsráðherra
Namibíu, og Sacky Shanghala, dóms
málaráðherra landsins, segja af sér
embætti vegna uppljóstrana um að þeir
og fleiri aðilar þeim tengdir hafi þegið
greiðslur frá dótturfélögum Samherja til
að greiða fyrir því að félögin fengju eftir
sóttan kvóta.
14. nóvember 2019
Þor steinn Már Bald vins son, for stjór i
Sam herj a, seg ir að hon um hafi blöskr
að um ræð an und an farn a daga og þess
vegn a hafi hann á kveð ið að stíg a til hlið
ar tímabundið. Björg ólf ur Jóh anns son,
fyrr verandi for stjór i Icel and a ir Gro up,
tekur tím a bund ið við stöð u for stjór a.
SAMHERJAMÁLIÐ
Sjálfstæði Namibíu, Ísland og Samherjamálið
1 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R34 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
6
-1
1
-2
0
1
9
0
4
:3
9
F
B
0
9
6
s
_
P
0
7
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
6
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
3
F
-D
0
7
4
2
4
3
F
-C
F
3
8
2
4
3
F
-C
D
F
C
2
4
3
F
-C
C
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
9
6
s
_
1
5
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K