Fréttablaðið - 16.11.2019, Page 68

Fréttablaðið - 16.11.2019, Page 68
Rauði þráðurinn í hug-myndinni um Heims-þing kvenleiðtoga er að þegar við gerum hlut-ina saman, þá erum við sterkari,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir sem er formaður stjórnar Women Political Leaders (WPL). Samtökin halda, í samstarfi við ríkisstjórn Íslands og Alþingi, Heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu í næstu viku. Auk þingkvenna og ráðherra víðs vegar að úr heiminum, er mikill fjöldi ráðakvenna og stjórnenda í stórfyrirtækjum á leið til landsins, meðal annars Julia Gillard, fyrr- verandi forsætisráðherra Ástralíu, Dalia Grybauskaité, fyrrverandi forseti Litháen, Christy Tanner, aðstoðarforstjóri CBS News Digi- tal, Victoria Budson, frá Harvard, og Anita Bhatia, aðstoðarfram- kvæmdastjóri UN Women. Leggja á ráðin um aðgerðir Hanna Birna, sem eins og lands- menn þekkja er fyrrverandi borgar- stjóri, innanríkisráðherra og vara- formaður Sjálfstæðisf lokksins, starfar nú sem sérstakur ráðgjafi á aðalskrifstofu UN Women í New York ásamt því að sinna formennsku í alþjóðlegu þingkvennasamtök- unum WPL. Heimsþing kvenleiðtoga var einn- ig haldið hér í nóvember á síðasta ári og þá mættu líka 450 leiðtogar til þingsins. Sérstakt þema þess árs var stafræn bylting samtímans og þau tækifæri sem það gefur til að fjölga konum í leiðtogahlutverkum og tryggja jöfn tækifæri kvenna og karla til ákvarðanatöku. „Á síðasta ári töluðum við mikið um þá staðreynd að það vantar fleiri konur í tæknigeirann. Nú erum við meira að horfa á almenna umhverf- ið og þá stöðu og staðreynd að við búum í veröld þar sem aðeins 7,5 prósent þjóðarleiðtoga eru konur og aðeins 5 prósent forstjóra stærstu fyrirtækja heims skráðra á markaði. Við sjáum svipaða stöðu á öllum sviðum samfélagsins og aðeins 25 prósent þingmanna í heiminum eru konur. Við ætlum að horfa á þessa staðreynd og hvað konur sem eru stjórnendur og leiðtogar geta lagt til málanna.“ Hanna Birna nefnir að á þing- inu fari ekki einungis fram samtal, heldur séu lögð á ráðin um aðgerðir. „Við erum að taka verkefnið lengra og í fyrsta skipti munu margir af þeim leiðtogum sem þarna mæta gefa fyrirheit um aðgerðir með því að stíga fram og lýsa hvað til stendur Neistinn hefur aldrei verið stærri 450 kvenleiðtogar frá yfir 80 löndum eru væntanlegir til landsins vegna heimsþings sem er haldið í næstu viku. Hanna Birna Kristjánsdóttir segir frá verkefninu og störf- um sínum fyrir UN Women í New York. „Ég er 53 ára en líður stundum nú eins og ég sé aftur orðin 25 þegar ég hraðgeng borgina á enda milli funda, hleyp á milli lesta eða geri misheppnaðar tilraunir til að venja mig á að taka morgun- hlaup meðfram Hudson,“ segir Hanna Birna. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK að gera fyrir næsta þing að ári. Fyrir- tæki og einstaklingar gefa fyrirheit. Til dæmis um að minnka launamun kynjanna, breyta stjórnendastrúkt- úrnum, fjölga tækifærum kvenna og svo framvegis. Þetta verður því ekki bara samtal, heldur líka raunveru- legar aðgerðir,“ segir hún frá. „Við viljum að Heimsþingið sé ekki bara einstakur viðburður held- ur viðvarandi verkefni um hvernig við fjölgum konum í ákvarðanatöku og sem leiðtogum.“ Forréttindi að halda heimsþing Hún segir það hafa reynst vel að halda heimsþingið á Íslandi. „Það eru einstök forréttindi að fá að halda þingið hér. Íslendingar eru einfald- lega heimsins bestu gestgjafar og þeir kvenleiðtogar sem hingað koma finna allir hversu stolt við erum öll af góðri stöðu Íslands þegar kemur að jafnrétti. Að auki kallar Ísland fram í leið- togunum tilfinningu fyrir því að þetta sé hægt. Þær koma sumar úr umhverfi þar sem þær hafa verið einu konurnar við borðið. Þó að við Íslendingar séum langt frá því að búa í fullkomnu jafnréttissam- félagi, þá er hvatningin héðan mikil og þær sem hingað koma fá jákvæð skilaboð frá öllu samfélaginu um að það sé hægt að breyta hlutum.“ Hanna Birna hætti í stjórn málum eftir kosn ing ar haustið 2016. Hún hætti sem inn an rík is ráð herra í lok árs 2014 í kjöl far leka máls ins. Árið 2015 ákvað hún að hætta sem vara- formaður Sjálfstæðisflokksins. „Ég elskaði að starfa í stjórn- málum, var afar þakklát og stolt af því trausti sem ég naut en fannst ég hafa upplifað allt litrófið á þeim vettvangi og kominn tími á breyt- ingar. Þegar ég ákvað að hætta þá skar ég í raun alveg á öll f lokks- pólitísk afskipti, enda vildi ég aldr- ei verða stjórnmálamaðurinn sem hætti en teldi mig enn vita best og þurfa að skipta mér af þeim sem á eftir komu. Ég reyni hins vegar að styðja allar konur í stjórnmálum, í öllum flokkum og hvar sem er. Ég bý að reynslu sem vil ég gjarnan deila og finnst það skylda mín að gefa til baka. Það voru jafnréttismálin sem leiddu mig inn í stjórnmálin og alla tíð eru það þau sem hafa kveikt á mínum vilja til afskipta. Þau þokast svo hægt í rétta átt. Sorglega hægt. Eftir því sem maður eldist og upp- götvar hversu ólíklegt það er að maður sjálfur eða börnin okkar munu nokkurn tíma lifa í heimi fulls jafnréttis þá færist í mann meiri kraftur. Maður verður að nýta tímann vel. Og þessi neisti sem ég hef alltaf verið með, hann hefur aldrei verið stærri og öfugt við það sem ég taldi þegar ég var yngri verð ég meiri og meiri femínisti eftir því sem ég eldist.“ Ævintýri að búa í New York Hanna Birna segir lífið í New York hrista upp í tilverunni. Hún segist samt ekki alflutt til borgarinnar þó að hún hafi þar aðsetur. „Ráðning mín hjá UN Women er til tveggja ára og verkefni mín hjá WPL fara vel saman við það starf. Að vinna með og finna leiðir til að hækka hlutfall kvenna í leiðtogastörfum. Að búa í New York er ný upplifun. Ég hef alltaf sótt kraft og næringu til þessarar stóru borgar. Ég get ekki talið hversu oft ég hafði farið þangað áður en ég f lutti þangað. Ég sótti í kraftinn í borginni en það er öðru- vísi að búa þar. Maður verður fljótt hluti af hraðanum og suðupottinum sem borgin er. Ég er 53 ára en líður stundum nú eins og ég sé aftur orðin 25 þegar ég hraðgeng borgina á enda milli funda, hleyp á milli lesta eða geri misheppnaðar tilraunir til að venja mig á að taka morgunhlaup meðfram Hudson,“ segir Hanna Birna. „Þetta er bara ævintýri!“ Hanna Birna býr neðarlega á Manhattan en ferðast líka mikið um heiminn vegna starfa sinna. „Fjöl- skyldan mín reynir að vera með mér eins mikið og hægt er. Og ég reyni að vera hér á Íslandi eins mikið og mögulegt er, enda kallar það líka á mikla innlenda vinnu að tryggja að Heimsþing kvenleiðtoga standi undir nafni ár hvert. Þetta líf kallar á ansi mörg ferðalög,“ segir Hanna Birna og segir það vel þess virði. „Mér finnst það svo mikil forrétt- indi að fá að vinna við þá áskorun sem ég held að geti haft svo mikil áhrif til góðs fyrir alla – sem er jafn- rétti kynjanna. Heimsþingið er hluti af því, það tekur allt árið að undir- búa það en við erum með starfsfólk hér heima og erlendis sem sér um undirbúning og framkvæmd. Ég finn fyrir raunverulegum og einlægum áhuga hjá öllum þátt- takendum á að ná árangri og vinna að því að ná fram breytingum og tryggja aðkomu bæði kvenna og karla að forystu. Og það sem mestu skiptir er að ég trúi því að Ísland geti gegnt algjöru lykilhlutverki í þeim breytingum, tekið forystu og haft mikil áhrif til góðs þegur kemur að því að gera líf fólks um allan heim betra með tilkomu aukins jafn- réttis. Og það er frábært að fá að taka örlítinn þátt í því,“ segir hún en eins og áður segir er þingið haldið í samstarfi við ríkisstjórn Íslands og Alþingi og hefst í Hörpunni næsta þriðjudag. Meðal gesta á ráðstefnunni Julia Gillard fyrrverandi forsætisráð­ herra Ástralíu Dalia Grybauskaité fyrrverandi forseti Litháen Christy Tanner aðstoðar­ forstjóri CBS News Digital Victoria Budson frá Harvard Anita Bhatia aðstoðarfram­ kvæmdastjóri UN Women Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is 1 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R36 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 6 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :3 9 F B 0 9 6 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 3 F -E 4 3 4 2 4 3 F -E 2 F 8 2 4 3 F -E 1 B C 2 4 3 F -E 0 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 9 6 s _ 1 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.