Fréttablaðið - 16.11.2019, Síða 82

Fréttablaðið - 16.11.2019, Síða 82
stod2.is 1817 Tryggðu þér áskrift Verð aðeins 3.990 kr./mán. Stærsta efnisveita með íslenskt sjónvarpsefni Vandað íslenskt sjónvarpsefni, nýjustu erlendu þáttaraðirnar, barnaefni með íslensku tali og hátt í þúsund kvikmyndir. Skuggahliðin jólanna er safn kvæða og sagna en efnið er hljóðritað eftir nafngreindu fólki á liðinni öld og varðveitt í þjóð-fræðasafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Eva María Jónsdóttir, starfsmaður Árnastofnunar, og Rósa Þorsteins- dóttir þjóðfræðingur tóku efnið saman og Óskar Jónasson gerði teikningar sem prýða bókina. „Hugmyndin kviknaði þegar við Óskar vorum að vinna að Dans vil ég heyra, lítilli kvæðabók fyrir börn með sagnadönsum, þulum og vísum. Þá var ég í samstarfi við Rósu vegna texta sem er að finna á upptökum í þjóðfræðasafninu. Hún hafði þá þegar opnað augun fyrir gamla jólaefninu og sérstöðu þess og það kom upp úr dúrnum að okkur langaði báðar til að sýna fólki að jólin hafa ekki alltaf verið skínandi allsnægtir sem kaupa má fyrir fé. Við fórum síðan að vinna að bókinni nokkrum árum seinna,“ segir Eva María. „Efnið í þessari bók er allt til í þjóðfræðasafni Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Við hlustuðum á upptökur og völdum efni sem fjallar um jólin og baráttuna við skammdegið.“ „Fæst af því sem er í bókinni hefur verið til á prenti. Ýmsar sögur í bók- inni eru þó til í öðrum tilbrigðum í þjóðsagnasöfnum, en við prentum sögurnar eins og þær eru sagðar á hljóðupptökum, og setjum orð- skýringar við það sem er illskiljan- legt f lestum börnum,“ segir Rósa. „Með þessari bók viljum við minnast fyrri tíma þegar jólin voru stórhættulegur tími. Gríðarlega örlagaríkur og allt mögulegt gat gerst,“ segir Eva María. Rósa bætir við: „Þetta er árstíminn þegar sólin fer og til verður tímabil óvissu og vættir fara á kreik.“ Í ermabættum kjól Eva María segir bókina ekki endi- lega vera einungis fyrir börn. „Við sáum fyrir okkur að bókin skapaði tækifæri til samveru.“ Óskar tekur í sama streng: „Þetta er góð bók fyrir fullorðna að lesa fyrir börn og með börnum. Þarna er margt sem má útskýra og þótt orðskýringar fylgi þá má örugglega fara dýpra ofan í margt og ræða jólin í gamla daga.“ Rósa bætir við: „Það má til dæmis benda á fátæktina og hvað það var mikils virði fyrir fátækt fólk að geta gert sér einhvern dagamun.“ „Jólin eru að verða hálfgerður hr yllingur með gjafaf lóði og sukki. Það er hollt að líta til baka og sjá hvernig jólin voru og reyna að finna einhvern milliveg,“ segir Óskar. „Og vera í ermabættum kjól, sem er ótrúlega fallegt. Ég vona að sem flestir fái ermabættan kjól um jólin,“ segir Eva María. Hin ljóta hlið jólanna Um myndskreytingar sínar segir Óskar: „Ég hafði mjög gaman af að myndskreyta efnið. Það var skemmtilegt að rýna í þessa texta og sjá fyrir sér kringumstæðurnar og uppgötva hina ljótu hlið jólanna. Annars er ég ekki mikill aðdáandi jólanna. Mér finnst alltaf vera jól, við höfum alltaf allt til alls.“ „Ég hef einu sinni ákveðið að sleppa jólunum og það var þegar ég var 24 ára. Þá fór ég af landi brott og reyndi að komast hjá tilstandinu. Það læknaði mig af jólaflótta,“ segir Eva María. „Ég hef tekið jólin í sátt en er alltaf að leita að þessum djúp- stæða kjarna þeirra.“ Eva María reynist vera mesta jólabarnið af þeim þremur því Rósa segist aldrei hafa verið sérstakt jólabarn. Spurð um uppáhaldsefni sitt í bókinni nefnir Eva María Barna- gælu sem hefst svo: Heitan blóð- mör hæ, hangikjöt ég fæ ... „Ég elska þá vísu og myndin sem Óskar gerði við hana finnst mér ná kjarngóðri stemningu úr fortíðinni.“ „Mér finnst mjög skemmtileg þulan um drenginn Drjólann og allt sem hann getur búið til úr þremur álnum af vaðmáli, meira að segja kjálkaskjól handa kettinum og möttul handa músinni,“ segir Rósa. „Ég hef gaman af þessu öllu saman en vil nefna kýrnar sem gerðu mann- inn vitlausan. Smávísur eru svo margar ansi skondnar,“ segir Óskar. Baráttan við skammdegið Eva María Jónsdóttir, Rósa Þorsteinsdóttir og Óskar Jónasson ákváðu að gera skuggahlið jólanna skil í fjölskyldubók. Eva María, Rósa og Óskar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Ekki kemur á óvart að sjá Trega-stein eftir Arnald Indriðason í fyrsta sæti metsölulista Eymundsson. Það er heldur ekk- ert furðulegt að Þögn, ný bók Yrsu Sigurðardóttur, skuli hlamma sér í annað sætið. Konungur og drottn- ing glæpasagnanna hér á landi eiga örugglega eftir að halda sér á toppnum í þessari jólabókavertíð líkt og þeim fyrri. Í þriðja sæti er Þinn eigin tölvu- leikur eftir Ævar Þór Benediktsson. Tilf inningabyltingin eftir Auði Jónsdóttur er í fjórða og því fimmta er Hnífur, glæný glæpasaga eftir Jo Nesbø þar sem lögreglumaðurinn Harry Hole glímir við erfiðasta málið á sínum skraut- lega ferli. Um t í m a n n o g vatnið eftir Andra Snæ Magnason sem lengi vermdi fyrsta sæti list- anns er nú í því sjötta. Í sjöunda sæti er Systa ber nsk u nna r veg na eftir Vigdísi Grímsdótt- ur og í því áttunda er Vigdís, barnabókin um fyrsta kvenforsetann. Skáldsagan Innf ly t j- andinn eftir Ólaf Jóhann Ólafsson er í níunda sæti og Hvítidauði Ragnars Jónassonar í því tíunda. Arnaldur á toppnum KONUNGUR OG DROTTNING GLÆPASAGN- ANNA HÉR Á LANDI EIGA ÖRUGGLEGA EFTIR AÐ HALDA SÉR Á TOPPNUM. VIÐ HLUSTUÐUM Á UPPTÖKUR OG VÖLDUM EFNI SEM FJALLAR UM JÓLIN OG BARÁTTUNA VIÐ SKAMMDEGIÐ. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is 1 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R50 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 6 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :3 9 F B 0 9 6 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 3 F -C 6 9 4 2 4 3 F -C 5 5 8 2 4 3 F -C 4 1 C 2 4 3 F -C 2 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 9 6 s _ 1 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.