Hlynur - 15.02.1981, Page 6
Tómas til hægri á myndinni í hlutverki Lénharðs fógeta ásamt Pétri Péturssyni.
Tíminn deyfir sviða í sárum
sól þerrar tár af kinn.
Dapur við gröf þína drjúpi ég höfði
hjá Drottni er endi þinn.
Til himins sendi ég hljóðar þakkir
og hjartans kveðju til þín.
Blessi þig Guð, um eilífð alla
ástríka vina mín.
— Pú ert frumkvöðull leikstarf-
semi hér á Blönduósi og hefur verið
ein helsta driffjöður leikfélagsins í
&egnum árin. Hvað vilt þii segja um
það?
— Árið 1916 sá ég fyrst sjónleik
hér á BJönduósi. Pá komu Sauð-
krækingar og sýndu hér Skugga-
Svein. Ég varð mjög hrifinn og fór
á tvær sýningar. Inngangseyrir var
25 aurar. Ég átti 50 aura í buddunni
og lét það eftir mér að fara tvisvar.
Pá var buddan tóm, en ánægjan
mikil og ógleymanleg.
6 HLYNUR
Árið 1923 er stofnað hér á
Blönduósi ungmennafélag og við
tókum strax leiksýningar á okkar
stefnuskrá. Helstu hvatamenn að
þessari starfsemi voru Kristján Arin-
bjarnar, héraðslæknir og Tféndrik
Berndsen, verslunarmaður. Mitt
fyrsta stóra hlutverk var í leikritinu
Skugga-Sveinn. Leiksýningar voru í
gamla samkomuhúsinu sunnan
Blöndu og þar fór þessi starfsemi
fram, þar til félagsheimilið norðan
Blöndu var reist, en með tilkomu
þess fengum við ágæta aðstöðu til
leiksýninga.
Ég tók snemma að mér að leik-
stýra og stjórna æfingum og lék að
jafnaði stór hlutverk. Alls mun ég
hafa leikið hér í 44 ár. Við fórum
einnig leikferðir og sýndum á Sauð-
árkróki, Hvammstanga og Skaga-
strönd. Af þeim hlutverkum, sem
ég fór með eru mér minnisstæðust:
Séra Sigvaldi í „Maður og kona“,
Hallsteinn í leikritinu „Hallsteinn
og Dóra“, eftir Einar Kvaran og
Otlaginn, í leikritinu „Olfhildur“,
eftir Pál H. Jónsson á Laugum.
Peir sem lengst hafa starfað með
mér að þessum málum gegnum árin
eru: Bjarni Einarsson, Nanna Tómas-
dóttir, Margrét Jónsdóttir, Porgerð-
ur Sæmundsen, Ásta Sighvatsdóttjr,
Kristín Finnsdóttir og Skúli Pálsson,
sem einnig hefur um langt árabil séð
um allan búnað á leiksviði. Leik-
búninga fengum við að láni hjá
Leikfélagi Reykjavíkur og Þjóðleik-
húsinu og nokkuð var saumað hér
heima. Áhugi er mikill hér fyrir
leikstarfsemi og ég vona að svo verði
áfram.
— Tómas, þú ert orðlagfður hér í
Húnaþingi fyrir hagmælsku og léttan
húmor. Átt þú ekki vísukorn því til
sönnunar?
— Eitt sumar var mjög erfitt til
heyöflunar hér í sýslunni. Bændur
voru gramir út í veðurguðina og við-
höfðu stór orð og ljótan munn-
söfnuð. Pá kom í huga minn eftir-
farandi:
Húnvetnski bóndinn kvarta kann
og kröfunum fylgir eftir hart.
Hann gagnrýnir allt, sem er gert fyrir
hann
og Guð fær líka sinn bróðurpart.
— Að lokum Tómas, ert þú á-
nægður með hlutskipti þitt i lífinu?
— Já, ég er ákaflega ánægður með
hlutskipti mitt í gegnum árin. Ég
eignaðist- góða konu, góð börn og
tengdabörn og einnig góða félaga í
starfi og leik. Nú eyði ég ævinni við
lestur og mér líður ákaflega vel í
skjóli sonar míns og tengdadóttur.
Ég get tekið undir þau orð Guð-
laugs Rósinkrans, Þjóðleikhússtjóra,
stjóra, er hann sagði að loknu starfi:
„Allt var þetta indælt stríð“.
Pá yfirgefum við þennan aldna
samvinnustarfsmann, sem hefur
skilað 50 árum hjá sama vinnuveit-
anda. Enginn kemst hjá því að hug-
leiða, hversu mikils virði það er fyrir
samvinnuhreyfinguna, að hafa slíka
menn í þjónustu sinni.
Páll Svavarsson, Blönduósi.