Hlynur - 15.02.1981, Side 12

Hlynur - 15.02.1981, Side 12
Hópurinn, sem fór í kynnisferðina vestur um haf sl. haust, ásamt forstöðumönnum Sambandsins vestra, f. v.: W. Gramlich, verksmiðjustjóri; Guðjón B. Ólafsson, framkvæmdastjóri; Pórður J. Magnússon; Jón Mýrdal, Rvík; Gylfi Aðalsteinsson, Rvík; Valdís Þorgrímsdóttir, Rvík; Arnbjörn Ólafsson, Keflavík; Jóna Ólafsdóttir, Keflavík; Geir Magnússon, aðstoðarframkvæmda- stjóri; Jenný Hauksdóttir, Hrísey; Gunnlaugur Ingvarsson, Hrísey; Árni Benediktsson, Rvík; Elísabet Ellerup, Djúpavogi; Borg- þór Pétursson, Djúpavogi; Fríða Björk Gunnarsdóttir, Dalvík; Aðalsteinn Gottskálksson, Dalvík; Sigríður Thoroddsen, Stöðvar- firði; Guðjón Smári Agnarsson, Stöðvarfirði og Pétur Jónsson, Rvík. eyða löngum tíma í að skoða og segja frá. Nálægt borginni Lancaster, sem við fórum til býr sértrúarsöfnuður, sem neitar að taka tæknina í sína þjónustu. Var furðulegt að líta heim til húsa þeirra, þar sem engir bílar, símalínur og slíkt dót sást, en úti á akri voru fimm hestar fyrir frum- stæðu jarðvinnsluverkfæri og á göt- unum mættum við fólki í opnum kerrum með einum hesti fyrir. Washingtonferð var farin á sunnu- degi. Eitt var það í þeirri ferð, sem kom mér á óvart. Við ókum inn í borgina um hverfi, sem byggt var snotrum einbýlishúsum, þar sem rúður voru brotnar, hurðir hálf opnar, allir garðar og umhverfi í óhirðu og sást varla maður nema einn og einn ræfilslegur negri. „Er ekki búið hér?“ varð einhverjum 12 HLYNUR að orði. „Hér býr enginn nema eiturlyfjaneytendur“, var svarið. „Innreið slíks lýðs síðustu fimm til tíu ár orsakar það, að venjulegt fólk getur ekki búið hér fyrir glæp- um“. Ekki mun hér freistast til að segja fleira frá þessum kynnisferð- um, þó þær eigi lengi eftir að skjót- ast fram í minningum okkar sem nutum þeirra. Bæði fyrsta og síðasta kvöldið, sem við dvöldum í Harrisburg, sát- um við sameiginlegt borðhald með ráðamönnum verksmiðjanna og mök- um þeirra. Auk ánægjunnar að sitja þessi boð, virtist mér mjög gagn- kvæmt, að fólk reyndi af einlægni að kynnast viðhorfum hvers annars, sem hlýtur að vera mjög jákvætt fyrir starfsemina í heild. í dagskrá ferðarinnar var prentað, að 29. okt. skyldi vera verslunar- og hvíldardagur. Guðlaug, kona Guð- jóns sýndi þennan dag eins og fyrr, að hún er ekki alveg stikkfrí við svona móttökur. Hafði hún boðið aðstoð sína og hef ég rökstuddan gran um, að ýmsir hefðu ekki gert þau kaup sem gerð voru, ef ekki hefði notið kunnugleika hennar og leiðbeininga, sem henni virtist svo sjálfsagt og eðlilegt að láta í té. Morguninn 30. okt. settumst við fjórtán upp í rútu og kvöddum þá Guðjón, Geir og Pálma, sem komnir voru til að reka smiðshöggið á verkið. Samt héldu þeir einum hjón- um eftir, sér og þeim til sálubóta. Eftir fjóra tíma vorum við á Kennedyflugvelli og flugum áleiðis heim kl. hálf átta um kvöldið. Nú var komið að því, að gjalda til baka þá fimm tíma sem við höfðum unnið

x

Hlynur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.