Hlynur - 15.02.1981, Qupperneq 21
eyrar, en hætti því árið 1973. Lengst
liðu fimm vikur, frá því farið var
suður og þar til kornið var aftur
norður, í einni ferð hjá Halldóri og
tvisvar kom það fyrir, að skilja varð
vcrur eftir á Sauðárkróki og senda
þær með Drangi til Akureyrar, með
viðkomu í Grímsey. Alls fór Halldór
rúmlega 1100 ferðir milli Akureyrar
og Reykjavíkur og sagði hann mikla
breytingu hafa orðið til batnaðar á
leiðinni, frá því hann ók hana fyrst.
Einu sinni tók það hann viku að
komast frá Blönduósi til Akureyrar
og síðasti spölurinn frá Bakkaseli
var 29 tíma þvælingur með ýtu.
Á árinu 1979 fluttu flutninga-
bílarnir 7640 tonn milli Akureyrar
og Reykjavíkur og skiptist það milji
leiða, að suður fóru 3815 tonn, en
norður 3825. Mjólkurbílarnir fluttu
24 milljónir lítra í 456 ferðum það
ár og keyrðu 350974 kílómetra.
Tankvæðingin í mjólkurflutningun-
um hjá KEA hófst árið 1973 og lauk
1976. Eru innleggjendur nú um 250.
Efri mynd: Gamla timburhúsið að Hafnarstræti 82, þar sem Bögglaafgreiðsla KEA
er nú til húsa.
Neðri mynd: Nýi og gamli tíminn hjá Bifreiðadeildinni. Kristbjörn Björnsson t. v.,
hjá A-524, nýkomnum á götuna, en t. h. er Valdimar Halldórsson hjá Volvo gamla.
HLYNUR 21