Hlynur - 15.02.1981, Blaðsíða 27
valdi „verkfræðingur" virðir fyrir sér tækni í Landmannalaugum.
Á heimleið.
Síðan var fossinn Hjálp barinn aug-
um augnablik og einnig Búrfells-
virkjun. Var nú farið að halla degi
og bótti bví tími til kominn að skola
af sér ferðarykið og skroppið í sund
í Pjórsárdalnum og léku menn þar
ýmsa fimleika, bæði ofan vatns og
neðan. Þá var stefnan tekin að
Flúðum og tjaldað þar. Tók nú
„brytinn“ fram grillið og von bráðar
bauð hann upp á grillpinna, kjúkl-'
inga og annað lostæti, er rann ljúf-
lega niður í þreytta ferðalanga.
Pessu var svo skolað niður með
vökva af ýmsum gæðum og tegund-
um, er nýttust svo fram eftir kvöldi,
þegar haldið var á dansleik í félags-
heimili staðarins og margir voru
búnir að hlakka til frá því snemma
um daginn, þegar Flúðir voru á-
kveðnar sem næsti næturstaður.
Fengu menn far með ýmsum farar-
tækjum bæjarbúa á dansleikinn,
m. a. rússajeppa og mótorhjól, aðrir
gengu á sínum tveimur misfljótum.
Að morgni sunnudags voru menn
ekki eins árrisulir og daginn áður,
en að loknum morgunverði og sundi
var lagt af stað um kl. 11,00 og nú
var löng dagleið fyrir höndum, þar
sem heitn skyldi komist að kvöldi.
Var ekið að Geysi og Gullfossi og
áð þar um stund á hvorum stað,
fyrir þá sem ekki höfðu komið þar
áður. Þaðan var svo haldið norður
Kjöl og að Hveravöllum með smá-
stoppum á leiðinni.
Á Hveravöllum voru hverirnir
skoðaðir, en Valdi „verkfræðingur"
leitaði uppi rústir af bæli Fjalla-
Eyvindar og var sá eini, sem skoðaði
það. Frá Hveravöllum var svo ekið
sem leið liggur, til norðurs yfir Auð-’
kúluheiði og framhjá Friðmundar-
vötnum og þaðan niður í Blöndudal.
Næst var stansað í Varmahlíð og
enn var pylsa og kók vinsælasti
rétturinn, þrátt fyrir samlokukappát
manna á leiðinni yfir Kjöl. Nú var
haldið heim, án nokkurra teljandi
tafa á leiðinni og heim var komið
um kl. 10,30 að kvöldi, eftir stranga
en mjög skemmtilega ferð. Voru
menn þreyttir að vonum, en glaðir
og kátir og ákveðnir að efna til
skemmtiferðar að ári.
SPELL.
HLYNUR 27