Hlynur - 15.02.1981, Side 30
Vegamót á Snæfellsnesi er staður, sem sannarlega ber nafn með
réttu. Par skiljast leiðir, þegar ekið er út eftir Nesinu, annars vegar
ófram til Ólafsvikur og Sands — hins vegar norður yfir Kerlingarskarð
til Stykkishólms. Upp úr 1930 hófst þarna veitingasala. Síðar opnaði
Kaupfélag Stykkishólms þarna verslunarútibú og tók við veitinga-
rekstri en þegar harðnaði í ári hjá Kaupfélaginu, keypti Kaupfélag
Borgfirðinga Vegamót og hefur annast rekstur þar siðan.
Nú vikur sögunni að Hreðavatnsskála í Norðurárdal, þar sem
greiðasala fyrir ferðamenn hefur verið við lýði um svipað skeið og á
Vegamótum eða í hálfa öld. Kann nú einhver að spyrja, hvað sé skylt
með þessum stöðum tveim, þegar spurt er — hver er maðurinn?
Og svarið er: Jóhanna Leopoldsdóttir.
Pað var svo hér um daginn, þegar
Samvinnuskólinn stóð fyrir nám-
skeiði í Hamragörðum, og útibús-
stjórinn á Vegamótum var þar meðal
þátttakenda, að dregið var fram blað
og penni. Jóhanna er sem sagt nú
staðarhaldari á Vegamótum, en á
uppruna sinn að rekja til Hreða-
vatnsskála, sem dóttir þeirra Leo-
polds Jóhannessonar og Olgu Sig-
urðardóttur, sem höfðu þar veitinga-
rekstur með höndum um árabil.
— Kannski er kjánalegt að spyrja
svo í upphafi, en hvers vegna fórstu
í Samvinnuskólann?
— Pað fóár nú bara svona. Guð-
laug, kona Guðmundar skólastjóra,
var búin að segja við mig, allt frá því
ég var smástelpa: „Hvenær kemur
þú í skólann til okkar?“ Svo varð ég
fyrir smáslysi, þegar ég var 18 ára
og þá rölti ég mér nfður fyrir hæð-
ina og sé ekki eftir því. Ég útskrif-
aðist frá Bifröst 1976
— Var skólinn eitthvað öðruvísi
en þú hjóst við?
— Ég held ekki. Parna var ég
flestum kunnug og minn besti leik-
félagi í æsku var Björg, dóttir þeirra
Sveinu og Benedikts, húsvarðar að
Bifröst. Við fylgdumst af athygli
með öllu, sem fram fór í skólanum.
— 0& hvað tók svo við eftir Sam-
vinnuskólann?
— Ég fór sem skiptinemi til Nýja-
Sjálands og var þar í rúmt ár. Mér
fannst ég þurfa að bæta við mig í
enskunni og var á tímabili komin á
fremsta hlunn með að fara til
Norður-lrlands.
— Oj» varstu ánægð með Nýja-
Sjáland?
— Já, mikil ósköp. Pað var ó-
gleymanleg Iífsreynsla, sem maður
hefur mjög gott af. Tilgangurifin
með þessum skiptinemum er fyrst
og fremst að auka skilning þjóða á
milli og gerir það örugglega. Pað
gengur hins vegar ekki átakalaust
fyrir sig. Flestir eru fjötraðir í viðjar
vanans. Skilningsleysi gagnvart sið-
um og menningu annarra er án efa
undirrót flestra átaka í heiminum.
Jóhanna Leopoldsdóttir Vegamótum
30 HLYNUR