Hlynur - 15.02.1981, Qupperneq 36
Geirs og Kjartans þrek og þor
þótti frægt í blöðum.
En hver gekk meiri heimskuspor
í hlað á Bessastöðum?
Pegar umræður voru sem mestar
um það framtak Ríkisútvarpsins að
senda dagskrána út í steríó kvað
Óskar:
Mér finnst orðið meira en nóg
og mætti gjarnan þverra.
Retta strögl um steríó
sem stöðugt gerist verra.
Hugmyndaauðgi Páls eru lítil tak-
mörk sett. Sú staðhæfing hans, að
stórt nef væri neftóbaksmönnum
hagstætt en ylli aftur á móti óþæg-
indum fyrir eigandann í vondum
veðrum, fékk misjafnar undirtektir.
Óskar svaraði þessu fyrir sig á þessa
leið:
Nefið stóra sýnir sig
sjálfsagt fárra yndi.
Oft hefur það angrað mig
einkum í hliðarvindi.
Páll fékk svo þessa vísu að laun-
um fyrir hugmynd sína:
Kröftum þeirra kynnst ég hef
sem konungsnefin bera
Palli með sitt pínu nef
í pilsi ætti að vera.
Heimboð Arnórs „bónda“ til
Ólafs Jóhannessonar, utanríkisráð-
herra, er enn vinsælt umræðuefni.
Nýleg vísa ó. Þ. er til marks um
það. Hún er svona:
Ekki sækist Óli Jó.
eftir veisluföngum.
Er þó í búri Arnórs nóg
og eitthvað fram á göngum.
Að lokum ein af léttara taginu,
„Nýárskveðja til rollubóndans“:
Fýsn og kenndir falla í dá
fúlt og bölvað veður.
Fengitíminn farinn hjá
fátt sem augað gleður.
ókar Pórðarsoti.
skipti á vísum, þar sem orð voru
lítt skorin við nögl:
Hagleg smíðar Lárus ljóð
laglega sníður saman.
Braginn þýða býður þjóð
bæði níð og gaman.
Páll þykir hið mesta snyrtimenni,
en Óskari kom hann fyrir sjónir á
þennan veg:
Bindið hreint og brókin girt
borist á í prjáli.
Sannlega vel er hárið hirt
og hendurnar á Páli.
Páll Kristjánsson, sem er Ping-
eyingur að ætt og dvaldi langdvöl-
um á Akureyri, minntist oft með
ánægju góðra daga norður þar. Eitt
sinn er Otvarp og Veðurstofa gátu
mikilla hlýinda og góðveðurs fyrir
norðan, sendi Óskar Páli þessa vísu:
Nú er ylur norðan fjalla
nú veit gjörvöll þjóðin að
ekki er Páll með öllum mjalla
að yfirgefa slíkan stað.
Hvort Birgir Eðvarsson hefur
sjálfur orðið fyrir vonbrigðum eða
að honum hafi verið hugsað til ein-
hvers vinar síns, þegar hann kvað
eftirfarandi vísu, skal ósagt látið:
Lítill er nú máttur manns
er mikinn hefur elegans
að finna ekki fagran sjans
sem flýr ei burtu eftir dans.
Holtagarðmenn leyfa sér þann
munað að vera pó'litískir, í hófi, og
skjóta vísum á valdsmenn, ef svo ber
undir. Höfundar er ekki getið.
36 HLYNUR