Hlynur - 15.07.1986, Side 36

Hlynur - 15.07.1986, Side 36
réttur þinn______________________________ í síðasta blaðí var greínt frá réttíndum manna, hvað varðar rétt til slysadagpeninga vegna atvinnuslysa, þ. e. dagpeninga frá Trygginga- stofnun ríkisíns og úr samníngsbundnum slysa- tryggingum launþega. Aðrar reglur gílda um dagpeningaréttíndi vegna sjúkdóma og eða frítímaslYsa. Bótaréttur er hinn samí vegna sjúkdóma og frítímaslYsa samanber 45. gr. laga um almannatryggingar frá 1971 með áorðnum breytingum. Greinín fjallar um sjúkrasamlög og sjúkradagpenínga, þar segir m. a.: Sjúkrasamlag greiðír sjúkradagpen- inga, ef samlagsmaður, sem orðínn er 17 ára og nýtur ekkí ellí- og örorkulífeYrís, verður óvinnu- fær, enda leggi hann níður vinnu og launatekjur, sé um þær að ræða, fallí niður. Sjúkradagpeníng- ar eru ekki greiddir lengur en 52 vikur samtals á hverjum 24 mánuðum. Samlagsmenn njótí sjúkradagpeninga frá og með 15. veikíndadegi séu þeír óvinnufærír a. m. k. í 21 dag. Upphaf biðtímans míðast við þann dag er óvinnufærni er staðreynd af lækni. Fullir dagpeníngar skulu nema kr. 254,65 á dag fýrir einstakling og kr. 69,10 fýrir hvert barn á framfærí ínnan 18 ára. Gíldir frá 1.6.1986. Fullra dagpeninga njóta þeir, sem fella níður heils dags launaða vínnu, hálfra dagpeninga njóta þeir, sem fella niður minna en heils dags vinnu. Það skal ekki tálma greiðslu hálfra eða fullra dagpeninga vegna niðurfalls launaðrar vínnu þótt umsækjandí geti sínnt léttu heimílísstarfi. Víð ákvörðun dagpeninga skal að jafnaði víð það miða, hvernig störfum umsækjanda hefur verið háttað síðustu 2 mánuðína áður en hann varð óvinnufær. Nú greiðír vinnuveitandi laun í veíkindaforföllum og renna þá dagpenínga- greiðslur tíl hans þann tíma. Þetta segir m. a. um bótarétt í lögunum. Um aðrar bætur en hér hafa veríð raktar er ekki að ræða, nema menn hafi eígin tryggingar og svo er rétt að nefna sjúkrasjóði stéttarfélag- anna og sjálfsagt að skoða bætur þaðan. Reglur um greiðslur úr sjúkrasjóðunum em nokkuð breYtiIegar eftir því í hvaða stéttarfélagí menn eru og verða ekkí tíundaðir hér frekar að þessu sinní. Húsmæðravíka að Bifröst Hin árlega húsmæðravíka Sam- bandsins og kaupfélaganna var haldín á Bifröst í Borgarfirðí dagana 4. tíl 11. júní 1986. Þátttakendur voru 54 frá 15 kaupfélögum víðs vegar um landíð. Umsjónarmaður vikunnar var ísólfur Gylfí Pálmason, fé- lagsmálakennari Samvinnu- skólans á Bífröst. Húsmæðravikan er fræðslu-, skemmti-, og hvíldarvika. Dagskrá víkunnar var fjölbreytt að vanda, þar voru m. a. ílutt fræðsluerindi, vörukynníng, stuttar ferðir farnar um ná- grenníð, kvöldvökur o. m. íl. Gíslí Þorsteinsson oddvíti Norðurárdalshrepps var sér- stakur gestur á kvöldvöku og söng einsöng við undirleik Sverris Guðmundssonar tón- listarkennara. Þátttakendur lýstu mikíllí ánægju með húsmæðravikuna og var öllum aðstandendum hennar færðar sérstakar þakkír r lok víkunnar. Þá hvöttu kon- urnar til þess að í framtíðínní yrði skipulagður sérstakur lund- ur þar sem árlega yrðu gróður- settar jafn margar plöntur og þátttakendur væru hveiju sínni. Sambandíð og kaupfélögin hafa staðíð fyrir slíkri hús- mæðraviku allt frá árinu 1960 og var þessí vika því sú 27 í röðinni. 36 HLYNUR

x

Hlynur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.