Hlynur - 15.07.1986, Síða 56

Hlynur - 15.07.1986, Síða 56
AUGLÝSINGADEILD SAMBANDSINS Á merkum tímamótum er hollt að líta um öxl. Kaupfélag Eyfirðinga var stofnað 19. júní 1886 af nokkrum bændum í Eyjafirði. Starfsemin var smá í sniðum í upphafi en stofnun fyrstu samvinnusölubúðar KEA á Akureyri 1906 lagði grundvöllinn að framtíðinni. Sú framtíð blasir við okkur nú sem veruleiki dagsins í dag. KEA er öflugasta og umsvifamesta kaupfélag landsins og veitir yfir eitt þúsund manns atvinnu. í stað einnar sölubúðar rekur félagið nú tæpa tvo tugi verslana á Akureyri og í öðrum byggðum Eyjafjarðar. KEA sinnir einnig vinnslu og sölu landbúnaðar- og sjávarafurða, útgerð, ýmiss konar iðnaði og þjónustu. Það er eitt stærsta fyrirtæki landsins. KEA hefur átt mikinn þátt í uppgangi byggðar og atvinnulífs á Akureyri og í Eyjafirði og líklega hafa fá félög átt jafn ríkan þátt í þróun byggðar og sköpun atvinnu á einum stað. Og upphaf ið var að bændur tóku höndum saman til að byggja betri framtíð. Öld síðar skipta félagar þúsundum úr öllum stéttum, með sömu hugsjónir að vopni og bjarta framtíð fyrir augum.

x

Hlynur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.