Heimsmynd - 01.09.1986, Side 6
FRA RITSTJORA
MSMYND
sept. 1986, 4. tbl. 1. árg.
ÚTGEFANDI
Ófeigur hf. Aðalstræti 4, 101 Reykjavík.
SlMI
62 20 20 og 62 20 21
AUGLÝSINGASÍMI
1 73 66
RITSTJÓRAR
Herdís Þorgeirsdóttir
Sigurður G. Valgeirsson
STJÓRNARFORMAÐUR
Kristinn Björnsson
FRAMKVÆMDASTJÓRI
Þórunn Þórisdóttir
AUGLÝSINGASTJÓRI
Rannveig Þorkelsdóttir
ÚTLIT
Jón Óskar Hafsteinsson
LJÓSMYNDARAR
Óskar örn Jónsson
Árni Sæberg
Ragnar Th.
Einar Ólason
Rut Hallgrímsdóttir
Jim Smart
UMBROT
Leturval sf.
LITGREINING OG PRENTUN
Oddi hf.
ÚTGÁFUSTJÓRN
Herdís Þorgeirsdóttir
Kristinn Björnsson
Sigurður Gísli Pálmason
Jóhann Páll Valdimarsson
Helgi Skúli Kjartansson
Ólafur Þ. Harðarson
HEIMSMYND kemur út annan hvern mánuð
og þrisvar seinni hluta árs 1986.
ÁSKRIFTARVERÐ fyrir hálft ár er kr. 595.
Verð þessa eintaks í lausasölu er kr. 239.
Endir allra átaka er í hugum flestra endir veraldarsög-
unnar. Fyrir okkur, sem sjáum enga endanlega lausn á öllu
missœtti, er aðeins ein leið til: að standa vörð um þau gildi
sem við aðhyllumst.
Islendingar eru friðsœl þjóð segir sagan. Við háðum sjálf-
stœðisbaráttu okkar án þess aö úthella blóði. Á alþjóða-
vettvangi vorum við hlutlaus þjóð þar til við drógumst inn í
síðari heimsstyrjöldina. Nú erum við í varnarbandalagi
vestrœnna þjóða, búum á hernaðarlega mikilvœgu svœði
og erum fyrir vikið mikilvœgur hlekkur í stórri keðju. Sem
þjóðríki höfum við það meginmarkmið að vernda sjálf-
stœði okkar og sjálfsákvörðunarrétt. En viðskipti eru okkur
líka nauðsyn og viðskiptahagsmuni hljótum við að standa
vörð um.
Starfsmaður í breska utanríkisráðuneytinu segir í samtali
við einn greinarhöfund HEIMSMYNDAR að ísland hafi fyrst
og fremst tvennt að „selja" fisk — og hernaðarlega mikil-
vœga legu landsins. Nú hefur það gerst og vart farið fram-
hjá neinum að ágreiningur er kominn upp milli íslands og
Bandaríkjanna um hvalveiðar. Sú staða kom upp að hótun
Bandaríkjamanna um efnahagsþvinganir lá í loftinu ef ís-
lendingar héldu áfram að veiða hvali í „vísindaskyni". Hót-
uninni var ekki framfylgt — hvað sem síðar kann að verða
— og má Ijóst vera að þar hefur hernaðarlegt mikilvœgi
landsins haft sitt að segja. Halldór Ásgrtmsson sjávarút-
vegsráðherra segir í viðtali hér í blaðinu að bandarísk
stjórnvöld hagi sér eins og þau séu komin í eitthvert al-
þjóðlegt eftirlitshlutverk og þau fái of auðveldlega fram-
gengt því sem þau kœra sig um við Islendinga. Um þetta
kunna að vera skiptar skoðanir, en hitt er staðreynd að
alveg eins og þau eru háð hernaðarlegu mikilvœgi okkar
erum við háð þeim viðskiptalega. Og þessu tvennu veröur
ekki haldið aðskildu. Þannig eru alþjóðastjórnmál og
þannig eru alþjóðaviðskipti. Og að sjálfsögðu ganga þau
ekki árekstralaust fremur en flest annað í mannlegu lífi.
Hverjar svo sem forsendur ágreiningsins eru.
Það er langt í land með að sú draumsýn rœtist að Ijónið
leggist hjá lambinu. Innan okkar þjóðfélags ríkir ágrein-
ingur, innan NATO ríkir ágreiningur, innan Evrópubanda-
lagsins er ágreiningur, hvarvetna í samskiptum þjóða er
tekist á. Það eru meira að segja áhöld um hver sé lamb og
hver sé Ijón.
Okkar hlutur að átökum ríkja heims hefur verið sáralítill
og ekki snúist um annað en fisk. íþorskastríðunum hefur
ríkt samkennd með íbúum þessa lands, við höfum verið
sannfœrð og sammála um réttmœti málstaðarins. í hvala-
málinu gegnir öðru máli. Hér er bœði að finna sannfœrða
umhverfissinna og sannfœrða talsmenn þess að framtíðar-
innar vegna sé nauðsynlegt fyrir okkur að halda áfram
hvalveiðum nú. I tilfelli sem hvaladeilunni er málstaðurinn
réttlœttur af þeim er taka ákvörðun. Málstaðurinn er rétt-
lœttur með tilvísun til hagsmuna — fremur en á siðferðileg-
um grundvelli. Enda þarf ekki að færa hagsmuni í siðferði-
legan búning til að skilja þá — siðferðiö talar sínu máli
sjálft. . .