Heimsmynd - 01.09.1986, Side 12

Heimsmynd - 01.09.1986, Side 12
jarni málsins er náttúrlega sjálfsákvördunarréttur Islendinga. Hvad kemur Bandaríkjamönnum það við hvernig við nýtum afurðirnar? Fyrir honum er hvalamálið tákn um múgæsingu. Hann hefur sín rök á reiðum höndum fyrir því að halda áfram hval- veiðum í vísindaskyni. Hann ætti alla vega að vera kominn í æfingu að verja þann málstað, hafandi verið á ferð og flugi til að verja ákvörðun íslenskra stjórnvalda í þessu sambandi. „Fólk sem gagnrýnir mig hér innan- lands er ef til vill búið að gleyma forsögu þessa máls,“ segir hann og vísar til deilna á Alþingi í ársbyrjun 1983. „Þá var mikill ágreiningur um hvort samþykkja ætti bann Alþjóðahvalveiðiráðsins frá 1982 við hvalveiðum í atvinnuskyni. Þáver- andi ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen lagði til að þessu banni yrði mótmælt á sama hátt og Japanir og Norðmenn höfðu gert. Ég var hins vegar fylgjandi ákvörðun Alþjóðahvalveiðiráðsins og hafði framsögu um það mál í utanríkis- nefnd en bannið var samþykkt með eins atkvæðis meirihluta. Nokkrum mánuð- um síðar varð ég sjávarútvegsráðherra og þar með ábyrgur fyrir því að banni um veiðar í atvinnuskyni á árunum 1986 til 1990 yrði framfylgt. Nokkrum árum áður hafði Alþjóðahvalveiðiráðið samþykkt að setja upp alþjóðlega rannsóknarað- stöðu í þessu sambandi. Alþingi hafði og samþykkt að auka rannsóknir á hvala- stofnunum. Því gaf ég Hafrannsóknar- stofnun fyrirmæli um rannsóknaráætlun sem lögð var fram vorið 1985. Veiðar í vísindaskyni byggja á þessari áætlun og rök okkar eru þau að enn sem komið er höfum við ekki nægar upplýsingar um hvalastofninn né grundvöll til að taka ákvarðanir um áframhald þegar bannið rennur út árið 1990.“ -Með tilliti til þess að veiðar í vísinda- skyni eru röskur þriðjungur af þeim afla sem áður var færður á land, er ekki skrýt- ið þótt umhverfissinnar erlendis og hér- lendis kalli þær yfirvarp? „í fyrsta lagi er hér ekki um yfirvarp að ræða. Þessar rannsóknir eru mjög nauð- synlegar fyrir framtíðina. Við þurfum að afla okkur upplýsinga til að geta tekið ákvarðanir um hvað megi gera eftir 1990. Þessi dýr eru mikilvægur þáttur í lífkeðj- unni. Tilvera þeirra og áhrif á aðra fiski- stofna hafa mikla þýðingu fyrir alla fram- tíð. Hvalir eru mikilvægir en við verðum líka að lifa. Ekki vil ég bera ábyrgð á því fyrir komandi kynslóðum að hvalir nái yfirráðum í höfunum og það sama hendi okkur og Grænlendinga varðandi selinn. En einn Greenpeace-maður viðurkenndi fyrir mér að hefði hann vitað hverjar yrðu afleiðingar baráttu umhverfissinna á mannlíf í Grænlandi hefði hann ekki tekið þátt í aðgerðunum." „Þetta sýnir bara fram á hvernig bar- átta Greenpeace er,“ heldur hann áfram. „Fyrir þessum umhverfissinnum er hval- urinn orðinn að tákni baráttunnar al- mennt. Hvalur er tákn fyrir frið og fagr- an heim. Því segi ég að þetta er tilfinning- amál. Er íslenska þjóðin tilbúin að rýra kjör sín vegna þess að eitthvert fólk úti í heimi, sem hefur engan skilning á högum okkar, fer fram á það. Þetta fólk er ekki tilbúið að rýra sín kjör. Hollendingar og Bretar sem hafa barist hvað harðast gegn okkur innan Alþjóðahvalveiðiráðsins, eru að friða eigin samvisku. Þessar þjóðir eru að draga athyglina frá sér og sínum þætti í að spilla umhverfinu. Hvernig fer fyrir hvalnum þegar geymslur hafsins opnast þar sem iðnríki Evrópu hafa hent kjarnorkuúrgangi? En Greenpeace hagn- ast mjög á þessari hagsmunabaráttu sinni. Þeim hefur tekist að fá fólk í Bandaríkjunum til að ættleiða hvali. Það verður ekki amalegt þegar einhverjar amerískar kellingar geta líka farið að ætt- leiða þorska fyrir utan íslandsstrendur. Það að fara þess á leit við íslendinga að friða hvali er eins og að fara fram á það að við friðum sauðkindina og seljum meira gras.“ -Hvernig spila hagsmunir Hvals hf. inn í dæmið? „Það hlýtur að vera takmark í atvinnu- rekstri að stefna að gróða. En Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., var mjög hikandi að taka tilboði ríkisstjórnarinnar um veiðar í vísindaskyni. Sá möguleiki var ígrundaður hvort ríkið ætti að sjá um útgerð þessara veiða en að samkomulagi varð að Hvalur hf. bæri tapið ef eitthvert yrði, gróða yrði hins vegar varið til áframhaldandi rannsókna. Eftir að veið- um í vísindaskyni var hætt liggja tvö skip hjá Hval hf.“ Hann segir að útflutningur hvala- afurða sé um eitt prósent af heildarút- flutningi. - Hvað gerist ef Japanir hætta að kaupa af íslendingum? „Ég hef enga trú á því. Þó er sá mögu- leiki til staðar að við þurfum að nýta afurðirnar mun meira innanlands, eins og til dæmis í dýrafóður.“ -En hví að halda þessu til streitu ef þetta skiptir ekki sköpum nema fyrir Hval hf. en getur hins vegar haft uggvæn- legar afleiðingar fyrir allan annan út- flutning? Hvað gerist ef Long John Silver hættir að kaupa þorsk? „Af sömu ástæðu og ég hef áður ítrek- að. Ef við leggjum alfarið niður veiðar er óvíst á hverju við byggjum eftir 1990. Það er ljóst að hefðum við hætt alveg við veiðar hefði orðið af því einhver tekju- missir en við hefðum komist yfir það. Ffins vegar hefðum við ekki getað haldið áfram rannsóknum og þær eru nauðsyn- legar. Það hefur hvalasérfræðingurinn Robert Lambertsen margítrekað. Enda verið lagður í einelti af Greenpeace fyrir vikið. Þessi samtök vilja færa okkur aftur í fáfræðina. Við erum komin af veiði- mannastiginu yfir í að nýta náttúruna sem þýðir að við verðum að þekkja hana. Og einn liður í þessum rannsóknum er nýting afurðanna. En kjarni málsins er náttúrulega sjálfsákvörðunarréttur ís- lendinga í þessu máli. Hvað kemur Bandaríkjamönnum það við hvernig við nýtum afurðirnar? Eitt er að ræða nauð- syn áframhaldandi veiða í vísindaskyni en hver étur kjötið kemur Bandaríkja- mönnum ekki hót við.“ -Áhrif þessa á samband ríkjanna? Hann dæsir. Búinn að fá nóg af Amer- íkönum í bili? „Já, það er mat mitt að bandarísk stjórnvöld séu á villigötum. Þeir eiga ekki að vera einhver Rambó 12 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.